Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Page 63

Frjáls verslun - 01.02.2000, Page 63
 HEILSfl þreyta? að greina á milli þess sem við köllum þreytu vegna óheppi- legs lífsstíls og síþreytu." - En hvernig á að fara með þráláta þreytu, geð- sjúkdóma eða síþreytu? „Við síþreytu er engin sérhæfð meðferð. Erfitt er að ráðast að rót- um ástands sem ekki er fullskýrt, það verður því að snúa sér að mildun einkenna. Einkenni þreytunnar geta skarast við margar tegundir geðröskunar. Mikilvægt er að greina orsök Halldór Kolbeinsson, geðlœknir og yfirmaður geðlœkninga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. „Lang- varandi þreyta þarfekki endi- lega að vera síþreyta. “ FV-mynd: Geir Ola vandans og fúllvissa sig um að ör- ugglega sé um síþreytu að ræða. Til að minnka þreytuna má bæta svefn og draga úr vöðvaverkjum. Hægt er að bæta vitrænan styrk og draga úr þunglyndiseinkenn- um með lyfjum sem hafa áhrif á magn taugaboðefna og nýtni þeirra.“ Halldór segir ennfremur að mæta þurfi öðrum einkennum þegar þau geri vart við sig. „Skýr- ingar og upplýsingar eru mikilvægar til að draga úr einkenn- um, svo og fræðsla og ráðleggingar um mataræði og vínnotk- un. Ekki varðar þó minnstu hvíld og áreynsla. Hægt er að ráðleggja meðferð hjá sálfræðingi, til dæmis minnis- og einbeitingarþjálfun. Mælt er með gönguferðum og þrekþjálfun. Hjá sumum getur þunglyndi verið frumorsök síþreytu og hjá öðrum getur það verið fylgifiskur. Flestir þunglyndissjúkling- ar kvarta um marktæka þreytu og orku- leysi og er þreytan eitt algengasta einkenni þunglyndis sem og kvíðaröskunar og áfengissýki. Þunglyndi getur birst sem breyting á geðslagi, hugsun, líkamsstaf- semi og hegðun. Hinn þunglyndi er dapur, gleðilaus og fraintakslítill. Hann er svartsýnn, með lé- lega sjálfsímynd, kvartar um lélegt minni og einbeitingar-

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.