Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Page 73

Frjáls verslun - 01.02.2000, Page 73
AUGLYSINGAR nýrra landsvæða. Þeir komu hingað til að fá aðstoð og þessi kuðungur er árangurinn. Kuðungurinn, ásamt fjallinu Keili, er í merki Voganna en það sem við gerðum til að ná athygli fjölmiðlafólks, verktaka og annarra þeirra sem að málinu sneru, var að við settum lítið útvarp inn i hvern kuðung. Tók- um svo á leigu útvarpsstöð og sendum út allan daginn skila- boð í útvarpið litla. Strax um morguninn var kassinn með kuðungnum keyrður út og ef menn báru kuðunginn upp að eyranu, eins og menn gera nú gjarnan, þá heyrðu þeir skýrt og greinilega hversu fysilegt það væri að ganga til samstarfs við Voga á Vatnsleysuströnd. Þetta skilaði þeim góða árangri að á aðeins þremur mánuðum tókst að ná fimm ára áætlun- inni varðandi uppbyggingu á svæðinu." Erfitt að mæla árangur Mikið af auglýsingum er unnið til lengri tíma og oft erfitt að mæla beinlínis árangur þeirra. Sér- staklega þar sem verið er að byggja upp ímynd og styrkleika vörumerkis, eins og verið er að gera með Mastercard her- ferðinni. „í upphafi vinnunnar þar kom upp sú hugsun að vinna inn í hringformið, þ.e. innan í vörumerkið sjálft, og tengja hringformið við daglegt líf manna, bæði tengt korta- notkun og með öðrum hætti. Þetta er mjög ögrandi og sníð- ur mönnum þröngan stakk til að vinna úr en er skemmtilegra ef vel tekst til. Eurocard hefur verið þekktara vörumerki hér en Mastercard, en á næstu árum er Mastercard ætlað stærra hlutverk þannig að með þessari herferð erum við í raun að leggja grunn að vörumerkjaþekkingu hjá Mastercard. Europay International hefur leitað eftir kaupum á þessu efni af okkur og þessa dagana erum við að senda þeim efni til að nota í bækling sem á að gefa út í sambandi við Evrópukeppn- ina í knattspyrnu sem fer fram í sumar. Þessum bæklingi verður dreift um Evrópu þannig að þeir hafa þegar hafið notk- un á efninu." Hvíta húsið hefur einnig unnið til verðlauna erlendis fyrir Mastercard herferðina því 21. janúar sl. fengu þeir verðlaun í flokki fjármála á Epica auglýsingahátíðinni. Þar kepptu þeir m.a. við risa eins og American Express svo árangurinn má heita góður. „Þessi auglýsingaherferð fyrir Mastercard bygg- ist að stærstum hluta á blaðaauglýsingum, en jafnframt hent- ar herferðin vel til nota utanhúss, t.d. á veltiskilti, vegna hins einfalda og sterka myndmáls. Við höfum unnið 30-40 auglýs- ingar inn í þennan farveg og eigum annan eins fjölda á hug- myndastigi." Nog komið? Hvað snertir að mæla árangur ffekar segir Hall- dór að stundum sjáist árangurinn skýrt og greinilega og megi til að mynda nefna auglýsingar fýrir Osta- og smjörsöluna og Mjólkursamsöluna þar sem verið sé að auglýsa vörur og salan sýni sig um leið. Það sama gildi varðandi ímyndarauglýsingar, þar sjáist oft árangur vel og nefnir Halldór Islandsbanka sem dæmi. „Homeblest auglýsingaherferðin fyrir Danól skilaði til að mynda 30% söluaukningu á einu ári og þann árangur er auðvelt að mæla. Hinsvegar skiptir áreitið, skilaboðin sem hinn venjulegi neytandi verður fyrir, hundruðum á hverjum degi og talsvert þarf til að hafa áhrif en kannski ekki alltaf gott að vita hvenær nóg er komið eða hversu mikið þarf til að hafa áhrif. Það þarf líka einhver mótttakari að vera opinn hjá neyt- andanum því ekki gengur að reyna að haía áhrif til dæmis á mann sem er á nýjum dekkjum og reyna að selja honum dekk. Hann einfaldlega hefur ekki áhuga eða þörf.“ H3 Auglýsingarfrá Hvíta húsinu sem unnu: Útvarpsauglýsing: Minnumst barnanna, framleitt fyrir Bylgjuna og Jöfur. / Kvikmynduð auglýsing: International Homeblest framleidd fyrir Danól. / Dagblaðsauglýsing: Örugg samskipti, framleidd fyrir Europay ísland. Tímaritaauglýsing: Peningar, af sama stofni, fyrir Europay ísland. Auglýsingaherferð: MasterCard herferðin, fyrir Europay ísland. Veggspjald: Logsuða, framleidd fyrir Orkustofnun. Markpóstur og óvenjulegasta auglýsingin: Vogar - færast í vöxt, framleidd fyrir Voga á Vatnsleysuströnd. Aðrar auglýsingar sem unnu lúður: Vefir fyrirtækja: Vefur Íslandssíma, framleiddur af Gæðamiðlun. Vöru- og firmamerki: Merki Prestafélags íslands, hannað af GSP. Umhverfisgrafík: Eldhúsið, ytra útlit, hannað af Mættinum og dýrðinni. ................................................ I Kynningarefni annað en markpóstur: Platinium askja SPRON, hönnuð af Birtingi. X 73

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.