Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Page 74

Frjáls verslun - 01.02.2000, Page 74
Starfsmenn í markaðsdeild Þróunar, Kristinn Olafsson, sem er markaðsstjóri, Edda Friðgeirsdóttir og Einar Sörli Einarsson. Fv-myndir: Geir Ólfsson Þróun hf. er ört vaxandi fyrirtæki: Heildarlausnir og góð þjónusta Þróun hf. er er eitt elsta starfandi hugbúnaðarfyr- irtæki á íslandi. Það var stofnað sem Verk fræðistofa Halldórs Friðgeirssonar í byrj- un árs 1976. Síðan þá hefur fyrirtækið nær ein- göngu starfað á sviði heildarlausna með við- skiptahugbúnað fyrir meðalstór og stór fyrir- tæki og stofnanir, fyrst með staðlaða viðskipta- kerfið Birki, sem var hannað af Þróun, en seinni ár hefur fyrirtækið selt og þjónustað stjórnunar- og viðskiptahugbúnaðinn Concorde XAL og Axapta frá danska fyrirtækinu Damgaard. Með til- komu Axapta eru orðin kynslóðaskipti á sviði við- skiptahugbúnaðar þar sem kerfið byggist á nýjustu tækni sem völ er á. Á síðasta ári sameinaðist Úrlausn Aðgengi Þróun. Með þeim komu ný kerfi, Innheimtukerfi lögfræð- inga IL+, fasteignasölukerfið Húsið, hlutafé- lagakerfið Hlutvís og Réttarríkið sem er gagnabanki á Internetinu með upplýs- ingum fyrir lögfræðinga og stofnanir. Starfsemi Þróunar byggir á gæða- kerfi samkvæmt TicklT staðli, sem er sérsniðinn að hugbúnaðarfyrirtækjum og byggður á ISO 9001. Þróun stefnir að vottun gæðakerfisins á þessu ári. Ragnar Þór Ragnarsson, nýr forstjóri Þróunar. Þróun er ört vaxandi fyrirtæki og hjá því starfa nú á fimmta tug starfsmanna, en stefnt er að enn frekari stækkun á komandi misserum. Fyrirtækið státar af vel menntuðu starfsfólki sem leggur metnað í að veita viðskiptavinum sínum fyrsta flokks lausnir og þjónustu. Ragnar Þór Ragnarsson, nýr forstjóri Þróunar Um miðjan mars tekur til starfa nýr for- stjóri hjá Þróun hf. Hann heitir Ragnar Þór Ragnarsson og er tölvunarfræðingur frá HÍ. Ragnar er 29 ára, kvæntur Hólmfríði Einarsdótt- ur og eiga þau eitt barn. Undan- farin sjö ár hefur Ragnar starf- að hjá Samskipum. Síðast sem forstöðumaður upplýs- inga og þróunarmála, en þar áður sem deildarstjóri tölvu- deildar Samskipa. í þessum störfum hefur hann öðlast mikla þekkingu á uppbygg- ingu viðskiptakerfa hjá stóru, alþjóðlegu fyrirtæki. Ragnar hefur einnig mikla 74 HIIHlf'Hlíltfilli'IÍIÍIIÍIHÍ

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.