Fregnir - 01.06.2005, Page 5

Fregnir - 01.06.2005, Page 5
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða sókn hefur verið mjög góð að þessum menningarkvöldum og hefur okkur reynst best að senda boðskort frekar en auglýsa með hefðbundnum auglýsingum í staðar- blöðunum. Swnarsýningar leikskó/anna Skapast hefur sú skemmtilega hefð að leik- skólaböm sýna afrakstur vetrarstarfsins á safninu á sumrin. Sýningamar heíjast upp úr miðjum maí og standa fram til ágúst- loka, hver sýning stendur í tvær vikur og sýnir einn leikskóli í einu. í tilefni sýning- anna fáum við oft nýja gesti á safnið sem em aðstandendur listamannanna. Þjónusta við námsmenn Mikil þörf hefur verið á vinnu- og lesað- stöðu fýrir námsmenn í Reykjanesbæ, bæði þá sem em í ijamámi og eins þá sem búa í bæjarfélaginu en sækja skóla í Reykjavík. Auk þess er tímabundin þörf framhaldsskólanema á prófatímum. Bóka- safnið hefur ekki farið varhluta af þessari þörf og hefur leitað leiða til að leysa málið utan þjónustutíma safnsins í samstarfí við aðra. Skapast hefur með því skemmtilegt samstarf ólíkra aðila þar á meðal við Félagsstarf eldri borgara og 88 húsið, menningarmiðstöð ungs fólks. Upplýsingaþjónusta safnsins aðstoðar nemendur við heimildaleitir og bendir markvisst á hvar.is og aðrar rafrænar leiðir í heimildaöflun. Með auknu framboði á ijamámi í bæjarfélaginu eru háskólanemar orðnir í meirihluta viðskiptavina upplýs- ingaþjónustunnar. Óskir um safnkost fýrir margvíslegar námsbrautir hafa aukist, inn- kaupastefna safnsins er því í endurskoðun og stöndum við frammi fýrir ýmsum álita- málum þar að lútandi. Þetta er enn ein vís- bendingin um að munurinn milli safnateg- unda sé að minnka og verkefni almenn- ingsbókasafna séu óþrjótandi. Upplýsingavefur safnsins - reykjanesbaer. is/bokasafn Nýr upplýsingavefur safnsins var opnaður formlega þann 24. júní 2004. Hann er unn- inn í vefumsjónarkefinu Vefþór og er hannaður í samræmi við vef Reykjanes- bæjar. Meginefni vefsins em lestrarhvetj- andi leiðbeiningar til bama, unglinga og foreldra, heimildir um átthagana, leiðarljós og markmið safnsins og upplýsingar um þjónustu og starfsfólk. Nú er verið að vinna við að gera vefinn aðgengilegri fyrir fatlaða og fá vottun um það frá fyrirtækinu Sjá og ÖBI og vonumst við til að þessu verkefni verði lokið í haust. Önnur verkefni Bóksafns Reykja- nesbæjar í „Framtíðarsýn Reykjanesbæjar 2002- 2006“ segir: „Upplýsingaveita Reykjanes- bæjar skipulögð í Bókasafni Reykjanes- bæjar“. Því hafa safninu verið falin ýmis verkefni sem tengjast upplýsingamálum. Skjalasafn Reykjanesbæjar er deild í bókasafninu, skjalastjóm er vistuð í safn- inu ásamt upplýsingavef bæjarins og um- sjón með samræmdu útliti á útgáfu á veg- um bæjarins, skiltum og auglýsingum. Þessi verkefni em öll á herðum skjala- stjóra. Þá heyra tvær upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn undir safnið, Upplýsinga- miðstöð ferðamála í Leifsstöð, sem er landamærastöð og þjónar öllu landinu, og Upplýsingamiðstöð Reykjaness, sem er landshlutamiðstöð fyrir Reykjanesið. Hún er til húsa í safninu, opin á sama tíma og það og starfsmenn þess sinna upplýsinga- gjöfinni hluta dags. Upplýsingamiðstöðv- amar em reknar í samstarfi við Ferðamála- ráð. Samstarfsverkefn i Auk öflugs samstarfs í Samtökum for- stöðumanna almenningsbókasafna (SFA), sem kristallast í árlegum tveggja daga vor- fundi, sem haldinn er til skiptis um land allt, og árlegum eins dags haustfundi, sem haldinn er á Stór-Reykjavíkursvæðinu, er Bókasafn Reykjanesbæjar þátttakandi í tveimur metnaðarfullum samstarfsverkefn- um nokkurra almenningsbókasafna. Þetta em verkefnin Vejbókasafnið og Bœkur og móðurmál. Vefbókasafnið er samstarfsverkefni Qórtán almenningsbókasafna en eins og nafnið bendir til er það safn íslenskra vef- síðna sem starfsmenn aðildarsafnanna velja og setja í vefgagnabanka til að auð- velda bæði starfsmönnum safna og alm- enningi aðgang að góðum vefsíðum. Fyrir- mynd þessa verkefnis er meðal annars danski vefurinn Folkebibliotekernes Net- guide. Lesa má nánar um þetta verkefni á vefsíðunni www.vefbokasafn.is. Bœkur og móðurmál er þriggja ára samstarfsverkefni SFA, Fræðslumiðstöðv- ar Reykjavíkur, Skólasafnamiðstöðvar 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 5

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.