Fregnir - 01.06.2005, Side 15

Fregnir - 01.06.2005, Side 15
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða myndum um íslensk spendýr og fær hver tegund sinn kafla. Flestum tegundaköflum fylgja útbreiðslukort, stundum tvö, út- breiðslan í öllum heiminum er þá sýnd svo og útbreiðslan á íslandi. Hverjum kafla um sig fylgja aftanmálsgreinar. Heildarheim- ildaskrá er aftan við meginmál og ítarleg atriðisorðaskrá aftast. Notagildi ritsins er mikið, sérstaklega þar sem hér er gefið heildstætt yfírlit yfír íslensk spendýr og sögu þeirra hér á landi, auk þess sem fjallað er um þróun og alm- enn einkenni spendýra en meira en 70 ár eru síðan sambærilegt rit var gefið út hér á landi. Bókin er snilldarlega myndskreytt og myndum og texta er fléttað saman í eina órofa heild. Ritið er aðgengileg hand- bók um efnið sem stenst jafnframt fræði- legar kröfur þannig að mikill fengur er að því. Við gerð þess og frágang allan er fag- mennska og vandvirkni í fyrirrúmi. A aðalfundi Upplýsingar 9. maí síðast- liðinn var aðalhöfundi og ritstjóra svo og útgefanda ofangreinds ritverks aflient viðurkenningarskjöl og blómvendir af til- efninu. Þórdís T. Þórarinsdóttir Val á frumsaminni frœðibók fyrir börn og unglinga - greinargerð í valnefndinni eru: Þorbjörg Karlsdóttir, Borgarbókasafni aðalsafni, Hólmfríður Gunnlaugsdóttir, Borgarbókasafni Gerðu- bergi, og Inga Kristjánsdóttir Bókasafni Kópavogs. Eftir athugun á þeim bama- og ung- lingabókum sem út komu á árinu 2004 er það niðurstaða nefndarinnar að enga bók er þar að fínna sem fellur að viðmiðunar- reglum Upplýsingar við val á frumsaminni fræðibók fyrir börn og unglinga. Þessi niðurstaða er næstum árleg og afar dapurt að þurfa alltaf að birta sömu fréttimar. En af hverju tekur enginn sig til og gerir nú fallega og skemmtilega fræði- bók fyrir böm og unglinga? Við eigum úrvals fræðimenn og myndasmiði og prenttæknin er á heimsmælikvarða. Hvað er þá að? Jú, það er dýrt! En er það ekki þess virði? Vonandi eigum við eftir að sjá ein- hverja góða, fmmsamda fræðibók á næstu ámm. Inga Kristjánsdóttir Bókasafni Kópavogs. r Uthlutun styrkja úr Ferðasjóði Upplýsingar 2005 Sjóðnum bámst að þessu sinni 11 umsókn- ir. Fjómm varð að hafna vegna þess að umsækjandi var ekki búinn að vera fimm ár samfellt í Upplýsingu. Ein umsókn var dregin til baka. Sex umsækjendum var úthlutað styrkj- um, fímm vegna ferða til útlanda og einum vegna ferðar innanlands, samtals 110 þús. kr. Þeir em: Guðríður Einarsdóttir vegna kynnisferðar til Kaupmannahafnar og Malmö 6.-10. apríl 2005 Asdís Hafstað vegna IFLA þings í Osló 14.-18. ágúst 2005 Guðrún Hannesdóttir vegna heimsóknar í bókasöfn listaháskóla í Glasgow og Edinborg í maí 2005 Helga Thorlacius vegna ráðstefnu á Bifröst í Borgarfírði 29. júní - 3. júlí 2005 Hólmfríður Tómasdóttir vegna ferðar til Kanada 7.-31. október 2005 Sigríður Matthíasdóttir vegna fundar norrænna fulltrúa í stjóm IBBY á íslandi í Osló 22.-24. apríl 2005 f.h. Stjórnarferðasjóðs Upplýsingar Fanney Sigurgeirsdótir formaður Skýrslur fastanefnda Upplýsingar Húsfélagið Ásbrú sf. 2004-2005 Á starfsárinu vom húsnæðismál Upplýs- ingar í uppnámi því félagið átti þess ekki kost að taka þátt í kaupum á hluta af Borgartúni 6 eins og sagt var frá í 3. tbl. Fregna 2004, sjá bls. 3. Stjóm Upplýsingar hefur á starfsárinu kannað kaup á öðm húsnæði fyrir félagið og stefnir að því að kaupa aukinn hlut í Lágmúla 7. Eignarhluti Upplýsingar í Ásbrú er 3,76%. Heildareignarhlutur Upplýsingar í árslok 2004 var kr. 1.449.063 (1.350.403 í árslok 2003). Næsta starfsár verður Ásbrú leyst upp og eignir þess seldar. Á ársfúndi aðalstjómar Ásbrúar þann 6. apríl síðastliðinn var gjaldkeri Upplýs- ingar, Fanney Sigurgeirsdóttir, kosin annar af tveimur félagskjömum skoðunarmönn- um félagsins. 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 15

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.