Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 16

Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 16
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Á starfsárinu tók Fanney Sigurgeirs- dóttir við af Lilju Ólafsdóttur sem gjald- keri félagsins og tekur jafnframt við sem fulltrúi Upplýsingar í aðalstjóm Ásbrúar. Þórdís T. Þórarinsdóttir Lagabreytinganefnd starfsárið 2004-2005 I lagabreytinganefnd vom Sigurður Bald- vinsson formaður, Eydís Arnviðardóttir og Svava H. Friðgeirsdóttir. Stjóm Upplýsingar sendi nefndinni tillögur til lagabreytinga, sem hún veitti umsagnir um, og stjóm og nefndin fund- uðu tvisvar um tillögumar sem síðan vom lagðar fram á aðalfúndi. Ritstjórar Fregna Siðanefnd Upplýsingar I nefndinni eiga sæti Anna Torfadóttir (formaður), Áslaug Óttarsdóttir og Ingi- björg Ámadóttir. Engum málum var vísað til siðanefndar á starfsárinu. Anna Torfadóttir Fræðslu- og skemmtinefnd Upplýsingar Fræðslustarfsemi á vegum Upplýsingar þetta starfsár hófst með velheppnuðum landsfundi í september. Umsjón með landsfúndinum að þessu sinni var í hönd- um starfsfólks Landsbókasafns Islands - Háskólabókasafns. Árlegur jólafundur var haldinn í Bókasafni Hafnarfjarðar og sá fræðslu- og skemmtinefnd um skráningu á fundinn. Þakkar nefndin starfsfólki safns- ins fyrir glæsilegan jólafund. Fremur rólegt var yfír starfsemi nefnd- arinnar á fyrrihluta árs 2005. En nefndin hélt einn formlegan fund og var ákveðið að hafa til reynslu morgunverðarfund með fræðslu. Nokkrar hugmyndir voru ræddar um efni til umfjöllunar. Einnig var rætt um að fara í safnaferð. Fyrsti morgunverðarfræðslufundurinn var síðan haldinn 28. apríl að Grand Hotel. Magnús Pálsson framkvæmdastjóri þró- unarsviðs Sparisjóðs Hafnarfjarðar flutti erindi um grunnþætti markaðsfræðinnar og vakti upp spumingar um hvemig nýta mætti markaðsfræði til innra og ytra mark- aðsstarfs fyrir bókasafns- og upplýsinga- miðstöðvar. Mættu rúmlega 50 manns á fundinn. Ljóst er að framhald verður á fundum sem þessum í framtíðinni. Samskipti við Endunnenntun Háskóla íslands hefur verið í höndum stjómar Upp- lýsingar. f.h. Fræðslu- og skemmtinefndar Upplýsingar Svava H. Friðgeirsdóttir formaður Ritnefnd Bókasafnsins 2004- 2005 (29. árgangur) 29. árgangur Bókasafnsins kom út um miðjan maí. Efnisöflun gekk vel og greinar sem bárust vom nokkuð fleiri en á síðasta ári. Auglýsingasöfnun gekk ágætlega og munu auglýsingatekjur að mestu nægja fyrir útgáfukostnaði. Meðstjómandi blaðs- ins lætur af störfúm í vor. Vefsetur blaðs- ins verður aðgengilegt í breyttri mynd á slóðinni http://www.bokasafnid.is sam- kvæmt nýjum verklagsreglum um útgáfú Bókasafnsins sem samþykktar vom í mars síðastliðnum af ritnefnd og stjóm Upplýs- ingar. Ritnefnd var síðastliðinn vetur skipuð eftirtöldum fulltrúum: Ritstjóri: Eva Sóley Sigurðardóttir, Seðla- banka Islands Meðstjórnandi: Emilía Sigmarsdóttir, Landsbókasafni íslands - Háskólabóka- safni Gjaldkeri: Kristin Ingunnardóttir, Almennu verkfræðistofunni Vefsetur - umsjón: Kristín Ósk Hlynsdóttir, Fasteignamati ríkisins Ritari: Hallfríður Baldursdóttir, Landsbóka- safni íslands - Háskólabókasafni Fundir, efnisöjlun og útgáfa Fimm fundir vom haldnir á starfsárinu, sá fyrsti í byrjun nóvember og sá síðasti í lok apríl en auk þess vom nokkur tölvupóst- samskipti á milli ritnefndarfulltrúa vegna útgáfunnar. Þá mættu ritnefndarfulltrúar á tvo fundi með stjóm Upplýsingar vegna smíða á verklagsreglum sem voru frá- gengnar og samþykktar 5. mars síðastlið- inn. Efnisöflun í blaðið gekk ágætlega og í ár var ákveðið að hafa viðtal í blaðinu. Blaðið er því nokkuð stærra í sniðum en í fyrra. Ekkert sérstakt þema er í blaðinu en það spannar fjölbreytt viðfangsefni á sviði bókasafns- og upplýsingafræða. Má nefna grein um menntun í bókasafnsfræði, grein 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bis. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.