Fregnir - 01.06.2005, Page 17

Fregnir - 01.06.2005, Page 17
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða um rafræn söfn vísindagreina, fjallað er um söfnun vefsíðna, þekkingarstjómun, yfírfærslu Gegnis o.fl. Þá er í blaðinu ítar- leg grein rituð af formanni Upplýsingar um starfsemi félagsins síðastliðin fimm ár. Upplag blaðsins er 900 eintök. Vefsetur Umsjónarmaður vefseturs sér um að setja útdrætti úr greinum blaðsins á Netið sam- kvæmt nýjum verklagsreglum og verður það efni aðgengilegt á vefsetri blaðsins http://www.bokasafnid.is í lok maí. Kostnaður Hænir sf. sá um auglýsingasöfnun og hafði auk þess milligöngu um tilboð í umbrot og prentun. Samið var við prentsmiðjuna Gutenberg. Kristófer Sigurgeirsson prent- smiður annaðist umbrot blaðsins. Auglýs- ingasöfnun gekk ágætlega og allt bendir til þess að tekjur af auglýsingum standi að mestu leyti undir útgáfukostnaði ef allt innheimtist. Eva Sóley Sigurðardóttir Ritun sögu íslensku bókavarða- félaganna Stjórn Upplýsingar ákvað vorið 2001 að láta rita sögu fyrri bókavarðafélaga og hinn 29. maí sama ár var samið við Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðing um verkið. Bókin, sem hlaut titilinn A LEIÐ TIL UPPLÝSINGAR. Saga Bókavarðafélags Islands, aðildarfélaga þes og Félags bóka- safnsfræðinga, kom út í lok ágúst 2004 og var kynnt á Landsfundi Upplýsingar í september. Sagan spannar sögu bókasafns- fræðinga- og bókavarðastéttarinnar frá stofnun Bókavarðafélags íslands 4. desem- ber 1960 til fyrstu ára Upplýsingar. Ritnefnd var höfundi til aðstoðar og í henni sátu: Þórdís T. Þórarinsdóttir, formaður Upplýs- ingar, tengiliður við stjóm, Kristín Indriða- dóttir, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, Hulda Björk Þorkelsdóttir og Guðrún Páls- dóttir. Ritnefndin hélt sinn fyrsta fund 3. október árið 2001 og voru þá lesnir yftr fyrstu kafl- ar ritsins. Alls fundaði ritnefndin 37 sinn- um, ýmist ein eða með höfundi, og vann auk þess að verkinu milli funda. Ritnefnd aðstoðaði höfund m.a. við efnisöflun, las yfir handritið, fékk yftr- lesara til að lesa það yftr (árslok 2002), safnaði myndum, gerði tillögur að mynda- textum og tók saman ýmsar sérskrár (aðrar en atriðisorðaskrá). Þar sem ritið kom út á starfsárinu hefur ritnefnd nú lokið störfum. Þórdis T. Þórarinsdóttir Skýrslur fulltrúa Upplýsingar í stjómum og nefndum Starfsemi NVBF 2004-2005 Stjómarfundir NVBF vom haldnir í Kaup- mannahöfn 8. október 2004 og í Reykjavík 4. mars síðastliðinn. Lesa má nokkuð stytta útgáfu fundargerðanna í Fregnum, 3. tbl. 2004 og 1. tbl. 2005. í sama tölublaði er einnig greinin Kostnaður og ávinningur af þátttöku í starfi NVBF. Fulltrúar Upplýsingar í stjóm NVBF eru Guðrún Pálsdóttir (frá hausti 2003) og Þórhildur S. Sigurðardóttir (frá hausti 1999). Gunilla Hákli, Finnlandi, er nú for- maður stjómar NVBF en Finnar hafa hald- ið um stjómartauma frá því haustið 2003. Sem áður em helstu verkefni NVBF að halda ráðstefnur, skipuleggja náms- og kynnisferðir og úthluta ferðastyrkjum til námsferða innan Norðurlanda. Þrjár ráðstefnur vom haldnar á árinu 2004: At skabe organisationer med mennesker i centrum - medarbejderen og brugeren, var haldin í Reykjavík 7.-8. júní; sjötta millisafnalánaráðstefnan var haldin í Þrándheimi 30. september - 2. október og loks var haldin eins dags ráðstefna (work- shop) í Kaupmannahöfn 26. nóvember, Assess the ILL/DD Environment. Allar ráðstefnumar vom vel sóttar og þóttu tak- ast vel. Einn stjómarmaður hafði á orði að réttast væri að taka undirbúning og fram- kvæmd ráðstefnunnar í Reykjavík til fyrir- myndar við skipulag á ráðstefnum NVBF í framtíðinni. Einn hringborðsfundur hefur verið haldinn á þessu ári, 14.-15. apríl síðastliðinn í Gustavelund, Tusby (Finn- landi); Great Expectations! Bib/ioteksut- bildningen under det 21. árhundradet. Förvántningar och krav pá personalen. íslenskir fyrirlesarar á ráðstefnunni í Reykjavík vom þau Einar Baldursson, Sigrún Klara Hannesdóttir, Snjólfur Olafs- son og þær Kristín Viðarsdóttir, Guðríður 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 17

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.