Fregnir - 01.06.2005, Page 20

Fregnir - 01.06.2005, Page 20
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og itpplýsingafræða til að undirbúa mat á starfsreynslu þeirra sem lokið hafa grunn- og séráföngum bókasafnstækni. Hulda Björk og Þórdís eru í þeim vinnuhópi sem fulltrúar Upplýsingar og Pálína Magnúsdóttir sem fulltrúi Prent- tæknistofnunar. Vinnuhópurinn hefur und- irbúið gátlista til að nota við mat á starfs- reynslu þeirra sem lokið hafa bóklegu námi í bókasafnstækni. Þórdís T. Þórarinsdóttir Norrænt net um bamabókasöfn og -menningu Mikið og líflegt starf er í nefndinni og ár- angurinn er sem óðast að koma í ljós. Við funduðum síðast í Stavanger í Noregi í febrúarmánuði. í framhaldi af því sátum við stórfróðlega bamabókaráðstefnu á staðnum: Boka+livet=sant. Þar var nú ekki töluð vitleysan. Mikið var rætt um drengi og lestur. Allar kannanir sýna að drengir lesa mun minna en stúlkur. Hvað er til ráða? Stórskemmtilegur breskur höf- undur mætti og talaði um bækumar sínar og drengina. Hann skrifar svona ekta strákabækur sem þykja ekki sérlega fínar bókmenntir en strákamir lesa þær. Mesta hrósið sem hann hefur fengið var frá einni móður sem sagði að sinn sonur hefði verið ófáanlegur til að lesa bækur þar til hann hefði komist í þessar: „Las þær allar og er núna farinn að lesa almennilegar bækur!“ Þessi fyrirlestur kallaðist aðeins á við eitt af umræðuefnum Netverksins en við Sig- rún lentum í líflegum skoðanaskiptum við okkar ágætu samnefndarmenn um ágæti Blyton-bókanna en þær em á bannlista á hinum Norðurlöndunum. Eigum við að ritskoða bækumar fyrir bömin? Á IFLA ráðstefnunni í Osló nú í sumar stöndum við í Netverkinu fyrir miklum uppákomum. Það verða tvö upplestrar- kvöld með norrænum höfundum. Af ís- lands hálfu verður það Halldór Baldursson myndskreytari og einhver höfundur. Þar munum við kynna veggspjöld með grein- um úr Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Halldór Baldursson myndskreytti af stakri snilld 13. greinina sem hljóðar svo: 1. Bam á rétt til að láta í ljós skoðanir sínar og felur það í sér rétt til að leita, taka við og miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum, án tillits til landamæra, annaðhvort munnlega, skriflega eða á prenti, í formi lista eða eftir hvers kyns öðmm leiðum að vali þess. 2. Láta má rétt þennan sæta vissum tak- mörkunum en þó aðeins að því marki sem mælt er fyrir í lögum og er nauð- synlegt a) til að virða réttindi eða mannorð annarra, eða b) til að gæta öryggis þjóðarinnar eða allsherjarreglu eða heilbrigðis almenn- ings eða siðgæðis. Gott að hafa þetta í huga fyrir íslensk böm. Ekki síst þau sem munu leggja fyrir sig blaðamennsku í framtíðinni. Eins verður nefndin með veggspjalda- kynningu á IFLA-ráðstefnunni. Þar mun- um við kynna lestrarhvetjandi verkefni á Norðurlöndum og við Sigrún ætlum að leggja áherslu á slíkt verkefni í Reykjanes- bæ. I september opnar svo í Osló mikil farandsýning á norrænum bamabókum og myndskreytingum. Á íslensku hefur þessi sýning fengið heitið Norrænar barna- bœkur leggjast í landaflakk. Gerður Krist- ný og Áslaug Jónsdóttir verða fulltrúar Islendinga þar. Næsti fundur nefndarinnar er svo á dagskrá í Helskinki í september. Þá ætlum við að skipuleggja ráðstefnu sem væntan- lega verður haldin á Álandseyjum í maí. Meir um það síðar. Hildur Baldursdóttir Gerðubergsráðstefnan 2005 Árleg ráðstefna um bamamenningu var haldin í Gerðubergi 12. mars síðastliðinn. Að ráðstefnunni stóðu Borgarbókasafnið, Félag skólasafnskennara, IBBY, Menning- armiðstöðin Gerðuberg og Upplýsing. Fulltrúi Upplýsingar er Inga Kristjáns- dóttir sem fjallaði um ráðstefnuna í síðustu Fregnum, 1/2005 á bls. 31-32. Ritstjóri Fregna r Bókasamband Islands I Bókasambandi Islands em fúlltrúar frá Félagi íslenskra bókaútgefenda, Rithöf- undasambandi íslands, Félagi starfsfólks í bókaverslunum, Félagi bókagerðarmanna, Samtökum iðnaðarins og Upplýsingu. Það er skemmst frá því að segja að Bókasamband Islands hélt ekki fund á síð- 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 20

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.