Fregnir - 01.06.2005, Qupperneq 21
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða
asta ári og sýnist ekki þörf á að halda full-
trúa þar inni. Aðalverkefni sambandsins
hefur verið að halda utan um dagskrá í
Viku bókarinnar en það er nú á könnu Fél-
ags íslenskra bókaútgefenda.
Fulltrúar Upplýsingar í Bókasamband-
inu eru Kristín Viðarsdóttir og Halldóra
Jónsdóttir.
Kristin Viðarsdóttir
Landsbókasafns Islands -
Háskólabókasafns frá vori 2004
til vors 2005
Stjóm Landsbókasafns íslands - Háskóla-
bókasafns var skipuð af menntamálaráð-
herra haustið 2002 og em fúlltrúar í stjóm
Hörður Sigurgestsson, formaður, Rögn-
valdur Ólafsson, en hann tók við af Önnu
Soffíu Hauksdóttur í ársbyrjun 2005, og
Hjalti Hugason, tilnefnd af Háskóla ís-
lands, Vilhjálmur Lúðviksson, tilnefndur
af Rannsóknamiðstöð íslands og Eydís
Amviðardóttir, tilnefnd af Upplýsingu.
Fulltrúi starfsmanna og án atkvæðisréttar
er Stefanía Amórsdóttir. Stjómin hélt níu
fúndi á tímabilinu.
í mars árið 2003 var gengið frá stefnu-
mótun safnsins til næstu ára: Þekkingar-
veita á norðurslóð. Markmið og aðgerðir
2003-2006. Stefnumótunina er hægt að
skoða á heimasíðu safnsins. Sett var fram
markmiðaáætlun í samræmi við stefnu-
mótun og unnið hefur verið að ýmsum
verkefnum sem eru skilgreind þar. Mörg-
um verkefnum er nú þegar lokið með góð-
um árangri.
Háskólaráð samþykkti í mars 2004 til-
lögu framkvæmdastjóra rekstrar- og fram-
kvæmdasviðs Háskóla íslands um að Há-
skólinn hætti frá og með 1. júlí 2004 að
veita fé til Landsbókasafns Islands - Há-
skólabókasafns til að greiða fyrir lengdan
opnunartíma í Þjóðarbókhlöðu. Þetta hafði
í för með sér að stytta varð opnunartíma
sanfsins og vakti þetta mikla óánægju
stúdenta. Samningar náðust þó í nóvember
við Háskóla Islands um greiðslur frá þeim
og með auknu framlagi Landsbókasafns
íslands - Háskólabókasafns og hagræð-
ingu er safnið nú opið íjögur kvöld í viku
og um helgar.
Landsbókasafn íslands - Háskólabóka-
safn var 10 ára þann 1. desember 2004 og
var haldið upp á það með móttöku í safn-
inu þar sem boðið var upp á glæsilega dag-
skrá. Daginn eftir var haldið alþjóðlegt
málþing í hátíðarsal Háskóla íslands í sam-
vinnu við Háskólann undir heitinu: Hvert
stefnir? A/þjóðlegt málþing um framtíð
þjóðbókasafna og háskólabókasafna.
Fyrirlesarar voru Gerard van Trier fram-
kvæmdastjóri, Konunglega bókasafninu í
Hollandi, Sarah E. Thomas yfírbókavörður
Comell University Library í Bandaríkjun-
um, Dr. Kai Ekholm landsbókavörður
Finnlands og Dr. Sigrún Klara Hannes-
dóttir landsbókavörður.
I tengslum við afmælið var gefínn út
vandaður bæklingur um safnið Þekkingar-
veita á nordurslóð. Bæklingurinn er bæði
á ensku og íslensku og segir frá starfsemi
safnsins á skýran hátt.
Arsskýrsla safnsins verður fljótlega birt
á Netinu, sjá http://www.bok.hi.is/.
Eydís Arnviðardóttir
NORD I&D ráðstefnur
Næsta ráðstefna NORD I&D verður haldin
í Svíþjóð árið 2007. Ráðstefnur NORD
I&D um upplýsingamál hafa verið mjög
öflugur vettvangur þeirra sem starfa við
skipulag og miðlun upplýsinga, ekki síst
þeirra sem vinna við skjala- og þekkingar-
stjóm. Síðasta ráðstefna var haldin í Ala-
borg 1.-3. september 2004. Þar vom tveir
fyrirlesarar og um tuttugu þátttakendur frá
íslandi. Hægt er að skoða vef hennar á
slóðinni http://www2.db.dk/niod/. Þar er
að fínna glæmr fyrirlesara, myndir og
fleiri upplýsingar um ráðstefnuna. Þóra
Gylfadóttir, sem var fulltrúi Upplýsingar á
ráðstefnunni, hefúr sagt frá henni í Fregn-
um 3/2004, bls. 48-49.
Félagar í Upplýsingu munu fá frekari
fréttir af undirbúningi næstu ráðstefnu frá
fulltúum í undirbúningsnefnd jafnóðum og
þær berast.
Kristín Geirsdóttir
Samstarfshópur um
höfundaréttarmál
Hópurinn hefur nú haldið 10 fundi. Auk
þess hafa meðlimir hópsins safnað að sér
og kynnt sér efni um höfundarréttannál og
bókasöfn í ýmsum löndum og fylgst með
framvindu mála og áhrifum tilskipunar
Evrópusambandsins um höfúndarrétt í
30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 21