Fregnir - 01.06.2005, Síða 22

Fregnir - 01.06.2005, Síða 22
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Upplýsingasamfélagi (InfoSoc) á hinum Norðurlöndunum. Þann 26. júní 2004 var gengið á fund fulltrúa Höfundarréttamefndar Mennta- málaráðuneytisins til að kynna þeim sjónarmið bókavarða og áhrif tilskipunar- innar á bókasöfnum. Fréttir af þeim fundi hafa birst í Fregnum. I haust ítrekuðum við ósk okkar til nefndarinnar að fá að gefa umsögn um fyrirhugaðar breytingar á höf- undarréttarlögunum. I framhaldi af bréfasambandi hópsins við Rán Tryggvadóttur, lögfræðing Fjölís, samdi hún ýtarlega greinargerð „Fjölís og eintakagerð vemdaðra verka í söfnum". Hana má lesa á vefsetri Fjölís. Rán kemst m.a. að þeirri niðurstöðu að vegna þess að reglugerð hafí aldrei verið sett til að fram- fylgja því ákvæði að söfnum sé heimilt að ljósmynda verk til eigin nota, þá skorti á að þau geti framfýlgt þeirri upplýsinga- skyldu sem þeim er sett í lögum. Hún telur að í Noregi og Danmörku sé aðstaða bóka- safna betri til að framfylgja hlutverki sínu og tekur dæmi um reglugerðir sem þar em í gildi. Hún telur skýr ákvæði vanta í íslenska löggjöf og mikilvægt að við endurskoðun höfundalaganna verði tekið á þeim málum. Fulltrúum Samstarfshópsins var í mars boðið að sitja fund með forstöðumönnum Háskólabókasafna til að hlýða á mál Sigrúnar Magnúsdóttur um Hlöðuna (staf- rænt bókasafn Háskólans á Akureyri). Á þeim fundi var samstaða um að ríki og sveitarfélög þyrftu að gera rammasamning við Fjölís um notkun og dreifingu stafræns efnis á bókasöfnum, líkt og samið hefur verið um ljósritun í skólum. Slíkir samn- ingar myndu að öllum líkindum verða hag- stæðari fyrir bókasöfnin en þegar einstök söfn eru að semja fyrir sig. Sigrún fór fram á að fulltrúar hópsins gengju með henni á fund í Menntamálaráðuneytinu til að ræða málin og var það samþykkt. Þann 2. apríl síðastliðinn hélt sam- starfshópurinn svo fund með fulltrúum Fjölís í Þjóðarbókhlöðunni. Hann sátu frá Fjölís Rán Tryggvadóttir, Elín Helgadóttir og Hörður Bergmann. Fundurinn var mjög gagnlegur fyrir báða aðila og tóku Fjölís- menn undir þá skoðun að best væri að Menntamálaráðuneyti f.h. ríkisstofnana og sveitarfélög gerðu rammasamninga við Fjölís um stafræna efnið fyrir söfnin. Því stærri sem slíkur samningur er því hagstæðara fyrir söfnin. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir notkuninni áður en samið verður. f.h. Samstarfshóps um höfundarrétt, Olöf Benediktsdóttir Tilnefning til verðlauna úr minningarsjóði Astrid Lindgren 2004 Á síðasta ári tilnefndi Upplýsing - félag bókasafns- og upplýsingafræða Guðrúnu Helgadóttur til verðlauna úr minningar- sjóði Astrid Lindgren. Hún var einnig til- nefnd árið 2003. Tilnefningunni fýlgdi eftirfarandi rök- stuðningur: „Guðrún hefur auðgað líf ísl- enskra bama í tvær kynslóðir, en íýrsta bókin hennar kom út 1974. Aðalefni verka hennar em tengsl bama og fullorðinna ásamt skynjun bama á umhverfínu og sam- félaginu. Bækur Guðrúnar eru uppfullar af gleði, tilfínningum og samúð með bæði börnum og fullorðnum. Auk frábærrar frá- sagnartækni liggur styrkur hennar í að sjá skemmtilegar hliðar lífsins og virðingu hennar fyrir persónum sem hún skrifar um.“ Þorbjörg Karlsdóttir verkefnisstjóri, Borgarbókasafni - Aðalsafni Faghópur um millisafnalán Faghópur um millisafnalán var stofnaður að frumkvæði Sigrúnar Klöm Hannesdótt- ur landsbókavarðar í apríl 2004. Þómý Hlynsdóttir þjónustustjóri millisafnalána Landsbókasafns íslands - Háskólabóka- safns leiddi vinnu hópsins. Við skipun fulltrúa í faghópinn var reynt að fá sjónar- mið flestra safnategunda. Fulltúar: Ema G. Ámadóttir, Landspítali - Háskóla- sjúkrahús Hafdís Dögg Hafsteinsdóttir, Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi Halldóra Kristbergsdóttir, Fjánnálaráðu- neyti Kristín Björgvinsdóttir, Fjölbrautaskólanum við Ármúla Margrét G. Björnsdóttir, Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur Óskar Guðjónsson, Borgarbókasafni - Ár- safn Pálína Héðinsdóttir, Náttúmfræðistofnun Sigurbjörg Rún Jónsdóttir, Háskólanum á Akureyri 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 22

x

Fregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.