Fregnir - 01.06.2005, Page 26

Fregnir - 01.06.2005, Page 26
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða samsetningar framangreindra verka, þ.e. margmiðlunarefni. Verk útgefin á stafrænu formi eru skilaskyld, þrátt fyrir að þau kunni jafnframt að vera gefin út á pappír eða öðru hliðrænu formi“. Ennfremur segir í 6. gr. um verk á rafrænu formi á al- mennu tölvuneti: „Undir þennan flokk falla vefsíður og önnur gögn - sem birt eru eða gerð aðgengileg almenningi á hinuin íslenska hluta veraldarvefsins, þ.e. þjóðar- léninu .is, svo og efni sem birt er á öðrum lénum á íslensku eða af íslenskum aðilum. Sá sem birtir verk á rafrænu formi á al- mennu tölvuneti skal veita móttökusafni aðgang að verkinu og láta í té aðgangsorð og aðrar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að safnið fái aðgang að verkinu. Afhendingarskyldu telst fullnægt sé móttökusafni gert kleift að taka til sín stafrænt eintak af verkinu.“ Hér er kannski óljóst hvemig orðalagið „tiltækt til nota“ má túlka í tengslum við eintakagerð. í athugasemdum við 3. gr. er vitnað til 40. gr. tilskipunarinnar þar sem hvatt er „til þess að gerðir verði samningar eða veitt sérstök nytjaleyfí sem em hagstæð þessum stofnunum og miðlunarhlutverki þeirra án þess þó að skapa misvægi.“ (sbr. einnig ákvæði í dönsku höfundalögunum 50 gr. og nýja gr. 16 b. frá 22. des. 2004). Nauðsynlegt er að söfnin geti samið við samtök rétthafa um ákveðnar undantekn- ingar gegn banni við miðlun efnis á staf- rænu formi út fyrir sína veggi. Það á t.d. við um millisafnalán á greinum á stafrænu formi sem em arftaki póstsendra ljósrita. Einnig á það við í þeim tilvikum þegar bókasöfn vilja gera ákveðið safnefni að- gengilegt á netþjónum af einhverjum ástæðum og veita notendum stafrænan aðgang að á þeim stað og stundu sem þeir sjálflr kjósa. „Stafræn bókasöfn“ munu verða algeng hér á landi sem annars staðar. Það á einkum við um þjóðbókasöfn og há- skólabókasöfn. Hvað varðar námsefni á netþjónum opinberra skólabókasafna, t.d. fyrir fjar- nema, væntum við þess að menntamála- ráðuneytið f. h. ríkisins og/eða sveitarfélög semji við rétthafa um notkun og miðlun þess á vegum skólanna sem söfnin em hluti af. Söfn þyrftu líka að geta samið við rétt- hafasamtök um að mega ljósrita t.d. nótur fyrir kóra og hljómsveitir úr safnkosti sínum, en oft em nótur ófáanlegar nema á söfnum og eintakagerð þeirra óleyfíleg nema til einkanota og bannað að leita til þess aðstoðar aðila sem taka slíka eftirgerð að sér í atvinnuskyni samkvæmt 11. gr. Einnig þyrftu söfn að geta lánað út notkunareintök sem gerð hafa verið til að hlífa frumeintökum en það getur átt við um ófáanlegar illa famar bækur, viðkvæm eldri hljóðrit o.þ.h., sem fræðimenn geta þurft á að halda við rannsóknir og saman- burð á sínum vinnustað. Hvað varðar nytjaleyfissamninga um notkun stafræns efnis í starfsemi bóka- safna, er rétt að benda á, að það getur verið mjög flókið að greina að efni sem greiða ber fyrir, þ.e. sem veldur rétthöfum um- talsverðum skaða og það sem gerir það ekki eða hefúr þegar verið samið um, til- heyrir undantekningarákvæðum eða fellur ekki undir höfúndaréttarákvæði. Mikil hætta er á ofgreiðslum vegna þessa. Þetta kemur fram í lögfræðilegri úttekt sem Norsk bibliotekforening lét gera um mat á nytjaleyfíssamningum vegna notkunar stafræns efnis á bókasöfnum. Við leggjum til að bætt verði við 3. gr. ákvæði um að heimilt sé að gera nytja- leyfissamninga um miðlun safnefnis út fyrir stofnun, ef þess gerist þörf til að slíkt verði unnt. 6. gr. Við treystum því að breytingar á 24. gr. höfúndalaga er lúta að tæmingarreglu hafí ekki áhrif á möguleika bókasafna til útlána á verkum útgefnum utan Evrópska efnahagssvæðisins og eins að söfnin geti áfram óhindrað aflað sér fræðiverka, bók- menntaverka og verka ætluðum inn- flytjendum frá ríkjum utan þess. Við fögnum því, að ekki er lengur gert upp á milli tónverka og prentaðra verka hvað varðar útlánsrétt en bendum jafn- framt á skerðingu á leigurétti sem nú mun gilda fyrir öll safngögn skv. 2. mgr. Hvað 3. mgr. varðar þá hefðum við helst viljað fá hana út úr frumvarpinu en í henni er gert upp á milli kvikmyndaverka, stafrænna tölvuforrita og annarra verka hvað útlánsrétt varðar. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því, að erfítt geti reynst að fá hana fellda brott. Engu að síður leggjum við til, að gerð verði undan- tekning fyrir bókasöfnin varðandi útlánsrétt á sígildum kvikmyndaverkum 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bis. 26

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.