Fregnir - 01.06.2005, Page 27
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
og fræðsluefni, enda eru útlán á þessu efni
ekki í ijárhagslegum tilgangi, fremur en
önnur útlán safnanna. Eins og staðan er í
dag er afar erfitt og flókið fyrir söfnin að
afla sér útlánsréttar á helstu verkum kvik-
myndasögunnar. Þetta á sérstaklega við
um kvikmyndverk önnur en bandarísk. Við
lítum á það sem hluta af menningarlegu
uppeldi hverrar þjóðar að hafa greiðan að-
gang að slíkum verkum og teljum það
bitna á eðlilegu kvikmyndauppeldi ís-
lensku þjóðarinnar að svo sé ekki.
Hvað erlendum fræðslumyndböndum
og mynddiskum viðvíkur, er oft erfitt og
tímafrekt að fá á hreint hvort kaupum á
þeim fylgir útlánsréttur. Þetta getur bitnað
á ijölbreytni og eðlilegu jafnvægi á fram-
boði safngagna á mismunandi formi.
Æskilegt væri að auðvelda greiðslur
til höfunda fyrir þetta efni með sanngjöm-
um hætti.
Okkur þykir einnig óeðlilegt að gert sé
upp á milli fylgiefnis prentaðra verka
eins og gert er í 2 mls. 3. mgr. Kvik-
myndaverk jafnt sem önnur verk geta verið
fylgiefni prentaðra verka, svo sem bóka
sem fjalla um líkamsæfingar, fluguveiðar
o.s.frv.. Við leggjum því til að 2. mls. 3.
mgr. verði breytt þannig:
Þetta gildir þó ekki þegar eintak af
kvikmyndaverki eóa tölvuforriti í stafrænu
formi er hluti af bókmenntaverki og er lán-
að með því.
12. gr. c.
Samkvæmt þessum ákvæðum er gert ráð
fyrir að sérstök úrskurðarnefnd geti gert
kröfu til þess að rétthafi veiti aðgang að
nauðsynlegum úrræðum til að komast fram
hjá tæknilegum aðgangshindrunum og til
að geta nýtt sér undantekningarákvæði
ákveðinna greina laganna, sem snerta
bókasöfn, kennslu og rannsóknir, (ekki er
meðtalin sú grein sem snertir sjónskerta og
fatlaða). Ef rétthafi bregst ekki við kröfu
úrskurðamefndar getur þurft að bíða í fjór-
ar vikur til að hægt sé að sniðganga lög-
lega hinar tæknilegu ráðstafanir. Að okkar
mati getur þetta ferli orðið alltof þungt í
vöfum. Til að koma í veg fyrir það er
nauðsynlegt að settar séu reglur um ákv-
eðna tilhögun til handa bókasöfnum.
T.d. ætti skilyrðislaust að afhcnda
skylduskilaefni án tækniiegra aðgangs-
hindrana. Sama gildir um ritað mál sem
nauðsynlegt er að sjónskertir og aðrir not-
endur Blindrabókasafns íslands fái að-
gang að án tafar.
Ákvæði um leyfilega eintakagerð til
einkanota virðast einnig stangast á við að
rétthafar geti með tæknilegum aðgangs-
hindrunum komið í veg fyrir hana. Hætt er
við að hinu nauðsynlega jafnvægi milli
rétthafa og notenda verði raskað með þess-
um ákvæðum, þar sem notendur verða
háðir rétthöfum um löglega eintakagerð.
Við leggjum til að bætt verði við
ákvæði í 12. gr. c. um tafarlausan aðgang
fyrrnefndra safna og aðila framhjá tækni-
legum aðgangshindrunum.
Olöf Benediktsdóttir
Ný störf í Landsbókasafni
r
Islands - Háskólabókasafni
Nokkrar breytingar eru væntanlegar á
starfsmannahaldi í Landsbókasafninu. Þrír
starfsmenn, sem hafa verið lengi við störf í
safninu, hafa ýmist farið á eftirlaun eða
farið í leyfi til lengri tíma. Kristín Braga-
dóttir sem var sviðsstjóri varðveislusviðs
hefur verið ráðin sem yfirbókavörður í
Norræna húsinu og hefur fengið leyfí til
fjögurra ára eins og heimilt er gegni menn
norrænni stöðu. Auður Gestsdóttir, sem
hefur verið fagstjóri í erlendri skráningu,
fór á eftirlaun 1. maí en var endurráðin í
40% starf frá þeim tíma. Þórir Ragnarsson,
sem hefur verið fagstjóri skylduskila, fór á
eftirlaun frá 1. júní en var ráðinn áfram í
40% starf. Þann 29. maí auglýsti svo
safnið þessi þrjú störf laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur rann út 19. júní og er
ráðning miðuð við 1. ágúst 2005.
Fimm sóttu um starf sviðstjóra og úr
þeirra hópi varð Ingibjörg Steinunn Sverr-
isdóttir fyrir valinu. Hún lauk BA-prófí í
bókasafnsfræði og bókmenntafræði frá HÍ
1978 og meistaraprófi í bókasafns- og upp-
lýsingafræði frá HI árið 1996. Hún er einn-
ig langt komin með MPA nám í stjóm-
sýslufræðum við HÍ. Ingibjörg hefur mikla
reynslu af bókasafns- og skjalastjómar-
störfum. Hún var forstöðumaður Bóka-
safns Fjölbrautarskólans í Breiðholti sem
hún byggði upp. Síðan vann hún við upp-
byggingu Bókasafns Amarhvols og Sölv-
hóls fýrir dóms- og kirkjumálaráðuneyti,
fjármálaráðuneyti, iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneyti og menntamálaráðuneyti. Frá
30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 27