Fregnir - 01.06.2005, Síða 30
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða
panta hótel, greiða veitingar og ná í fund-
argöng á Netinu þannig að ekkert skrán-
ingargjald var innheimt.
EBLIDA (http://www.eblida.org) er
eins og nafnið bendir til evrópsk regn-
hlífarsamtök á fagsviðinu. Samtökin eru
sjálfstæð og óháð hagsmunasamtök. Mál-
efni sem EBLIDA einbeitir sér að eru m.a.
höfundaréttur og skyld mál, menning, Qar-
skipti, einnig málefni tengd upplýsinga-
þjóðfélaginu og upplýsingatækni. Sjá
nánar um samtökin í Bókasafninu 2002,
bls. 55-59 en frá 2001 hefur Upplýsing átt
fulla aðild.
Framkvæmdastjóri samtakanna er
María Pía González Pereira og formaður
framkvæmdanefndar er Jan-Ewout van der
Putten frá Hollandi. Ennfremur er starfandi
10 manna framkvæmdanefnd sem fundar
alls þrisvar á ári.
EBLIDA gefur út fréttabréfið Hot News
einu sinni í mánuði sem flytur Evrópusam-
bandsfréttir um bókasafns- og upplýsinga-
mál. Blaðið er sent til félaga og birt á vef-
setri EBLIDA mánuði eftir útkomu.
Til ársþingsins mættu um 45 fulltrúar.
Forseti og framkvæmdanefnd voru kosin á
þinginu. Atkvæðisrétt hefur einn fulltrúi frá
hverju fullgildu aðildarfélagi en fleiri full-
trúum er heimilt að sækja fundinn. Mótfram-
boð kom við sitjandi forseta sem hlaut kosn-
ingu með eins atkvæðis mun. I fram-
kvæmdanefnd voru kosnir 10 aðilar. Þar af
eru þrír frá Norðurlöndunum, Danmörku,
Svíþjóð og Finnlandi, en norrænu bóka-
varðafélögin hafa mjög látið til sín taka
innan EBLIDA enda greiða Danir til dæmis
20% af aðildargjöldum EBLIDA. Nú eru
alls 41 (38) fullgild aðildarfélög og yfir 120
með aukaaðild. Argjald fer eftir
veltufjármagni og greiðir Upplýsing nú
502,35 (465) evrur en félagsgjöldin eru eina
fasta tekjulind EBLIDA.
Kvöldið áður en þingið hófst bauð Bóka-
varðafélag Irlands (Library Association of
Ireland) til móttöku í Lewis Glucksman
listasafninu.
Fyrri þingdagurinn hófst á fyrirlestri
Tom McCarthy, sem er ljóðskáld og í for-
svari fyrir Cork sem menningarborg en eitt
af verkefnunum var að bjóða Ijóðskáldum
að dvelja í öðrum löndum og í tengslum
við verkefnið þýddu ljóðskáldin verk
annarra evrópskra ljóðskálda á ensku.
Þinggestir fengu bækur með þýðingum á
ensku af búlgörsku, rúmensku, slóvensku
og tékknesku að gjöf.
Til að virkja þingfulltrúa var þeim
skipt upp í eftirfarandi hópa eftir fyrir-
lesturinn: EBLIDA Institutional and Mem-
bership Matters, Copyright and Related
Rights, Professional Education, World
Trade Organisation (GATS, TRIPS) and
EU-related Legislation, EU Culture. Gert
er ráð fýrir að niðurstöður hópanna verði
birtar á vefsetri samtakanna. Eftir hópa-
starfið voru niðurstöður kynntar og
ræddar. Um kvöldið bauð borgarstjórinn til
móttöku í ráðhúsi borgarinnar og að henni
lokinni var hátíðarkvöldverður.
Síðari daginn voru svo hefðbundin
aðalfundarstörf á dagskrá, svo sem árs-
skýrsla, ársreikningar, framkvæmda- og
ijárhagsáætlun næsta árs og árgjöld en
samfara stækkun Evrópusambandsins
hefur áhersla verið lögð á að fá inn ný
félög sem hefur ekki enn borið þann
árangur sem skyldi. Fundagerðir fram-
kvæmdanefndar voru lagðar fram til
kynningar og kosningar haldnar.
Eftir dagskrána á laugardeginum var
boðið upp á menningarferð með leiðsögn
um nágrennið. Sögusetrið Queenstown
Centre (Cobh Heritage Centre) og viskí-
gerðin Midleton Distillery voru sótt heim.
Frá árinu 1922 heitir Queenstown Cobli
(borið fram Cove). Borgin er fræg fyrir
það að vera síðasti viðkomustaður Titanic
fýrir feigðarförina. Safnið, sem er í af-
lagðri lestarstöð, er mjög áhrifaríkt. Þar
eru vesturferðir Ira sýndar í máli og á
myndrænan hátt. A árunum 1848-1950
fluttust meira en sex milljónir íra vestur
um haf, þar af fóru 2,5 milljónir frá Cobh.
Landflóttinn stafaði aðallega af fátækt og
uppskerubresti (kartöflur) en hann hefur
verið mikil blóðtaka því nú búa um fjórar
milljónir manna í írska lýðveldinu.
EBLIDA og Bókavarðafélag írlands
fengu afhenta bókina Á LEIÐ TIL UPP-
LÝSINGAR sem út kom 2004.
Að loknu þinginu fór undirrituð á hvíta-
sunnudag í dags rútuferð um suðurhluta ír-
lands. Tilbreytingarríkt og fagurt landslag
vakti athygli og ennfremur fjölbreyttur
gróður en fyrir tilverkan golfstraumsins er
landið einstaklega gróðursælt, þar má sjá
ýmsar jurtir vaxa utandyra sem við megum
hafa okkur öll við að rækta innandyra.
Vegirnir á írlandi eru enn mjórri en hér á
30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 30