Fregnir - 01.06.2005, Page 31
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og uppiýsingafrœða
landi og bílstjórinn/leiðsögumaðurinn
sagði okkur að rútufyrirtæki sammæltust
um að fara alltaf eins hring til að þurfa
ekki að mætast. Hann hefði í fyrrasumar
aðeins einu sinni mætt rútu og hún hefði
verið frá Italíu! Greinilegt er að byggðir
landsins hafa áður verið mun þéttbýlli en
nú er raunin. Athyglisvert var að ekið var í
gegnum svæði þar sem aðaltungumálið er
írska (gelíska). A háskólasvæðinu voru
líka öll skilti á báðum málunum, það er
ensku og írsku.
Nánari upplýsingar um ársþingið er að
finna á heimasíðu EBLIDA www.eblida.org.
14. ársþing EBLIA verður haldið í Búdapest
í maí 2006. Á 12. ársþinginu í Estoril 2004
kom fram áhugi á að þingið væri haldið á ís-
landi í náinni framtíð. Á fundi stjómar Upp-
lýsingar 26. maí 2004 ákvað stjómin að
bjóða framkvæmdanefndinni að þingið væri
haldið hér á landi árið 2006 og formlegt boð
var í framhaldi að því sent framkvæmda-
nefndinni sem dró við sig að svara boðinu.
Nú er hins vegar ljóst að af því verður ekki
því forgangsverkefni er að efla tengslin við
nýju ríkin í Evrópusambandinu. Boð Upp-
lýsingar um að hafa ársþing hér í framtíðinni
stendur óhaggað og rætt hefur verið að árs-
þingið verði haldið hér á landi vorið 2007 og
í ljós mun koma hvort af því verður.
Þórdís T. Þórarinsdóttir
Nordisk bibliotekforenings-
mote 2005
Hinn árlegi fundur formanna og fram-
kvæmdastjóra norrænna bókavarðafélaga
var í ár haldinn í Þórshöfn í Færeyjum
dagana 5. og 6. júní síðastliðinn og er þetta
sjöundi fundurinn sem haldinn er eftir
endurvakningu funda norrænu bókavarða-
félaganna.
Fundinn sóttu eftirfarandi aðilar: Frá
Danmarks Biblioteksforening þau Winnie
Vitzansky framkvæmdastjóri og Finn
Vester formaður. Frá Finlands Biblioteks-
förening Sinikka Sipila framkvæmdastjóri.
Frá Norsk Bibliotekforening Tore Kr.
Andersen framkvæmdastjóri. Frá Svensk
Biblioteksförening Gunilla Herdenberg
fyrsti varaformaður og Wiviann Wilhelms-
son ráðgjafi. Fyrir hönd Upplýsingar sóttu
þær Þórdís T. Þórarinsdóttir fomiaður og
Vala Nönn Gautsdóttir varaformaður fund-
inn. Frá færeyska bókavarðafélaginu sat
Ambjom Dalsgaard fonnaður fundinn.
Seinni daginn sat Gunnar Sahlin (lands-
bókavörður Svíþjóðar) nýkjörinn stjómar-
maður IFLA einnig fundinn. Fundargerð
báða dagana skrifaði Winnie Vitzansky og
Finn Vester stjómaði fundi en Danimir sáu
um skipulagningu fundarins sem haldinn
var á Landsbókasafni Færeyja. Formenn
fínnska, norska og sænska félagsins sáu
sér ekki fært að sækja fundinn.
Fundarmenn gistu á Hotel Hafnia í
Þórshöfn. Þetta er dýrasti norræni fundur-
inn sem fulltrúar Upplýsingar hafa sótt því
fljúga þurfti fyrst til Kaupmannahafnar,
gista þar eina nótt og fljúgja þaðan aftur til
baka til Færeyja. Fundarmenn komu beint
til fundarins á sunnudeginum og hófst
hann kl. 15:30. Fyrst á dagskrá var um-
ræða um norræna samvinnu í alþjóðlegu
samhengi, EBLIDA og IFLA en í ár er
kosningaár hjá báðum samtökunum og var
haft samráð við kosningu varaforseta og í
stjóm IFLA. Rætt um hlutverk EBLIDA
og IFLA og lögð áhersla á að samtökin
störfuðu í þágu bókasafna og upplýsinga-
mála og mótuðu sér skýra stefnu um mark-
mið og leiðir. Einnig var ræddur sá mögu-
leiki að IFLA ráðstefnumar verði annað
hvert ár. Nú em 47 deildir í IFLA og talið
nauðsynlegt að fækka þeim til að dreifa
kröftunum ekki um of. Einnig var rætt
samstarf við norræna fulltrúa í stjóm
IFLA. Fram kom að enn sem fýrr greiðir
Danmörk 20% af félagsgjöldum EBLIDA
og eðlilegt má teljast að Danir eigi fulltrúa
í stjórn. Gert er ráð fyrir að nýr fram-
kvæmdastjóri EBLIDA verði ráðinn á
næsta ári.
Fram kom að LIBER (samtök evrópskra
rannsóknarbókasafna) hefur stefnumótun-
arfund þann 5. júlí og hefur boðið félögum
rannsóknarbókavarða á fundinn (þar á
meðal Upplýsingu) en LIBER vill breyta
áherslum í starfseminni og auka áherslu á
málefni bókasafna. Einnig kom fram að
NAPLE ráðstefna verður í Króatíu í
október næstkomandi. Mikilvægt er að
EBLIDA, NAPLE og LIBER hafí samráð
um verkaskiptingu.
Þá var rætt um Nordic Baltic Con-
ference og þátttöku í henni. Eystrasalts-
löndin hafa lýst áhuga á að taka meiri þátt
í norrænu samstarfi og meðal annars í
Nordic Caucus (norræna svæðisfundinum)
30. árg. - 2. tbl. 2005 - bts. 31