Fregnir - 01.06.2005, Qupperneq 36

Fregnir - 01.06.2005, Qupperneq 36
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða flytja bókfræðifærslur þeirra með vélræn- um hætti. I þessum hópi eru einkum fram- haldsskólasöíh og sérfræðisöfn. Reynslan hefur sýnt að slíkir gagnaflutningar eru flóknir og tafsamir enda má ekki spilla þeim gögnum sem fyrir eru í kerfrnu. Gerð hefur verið prufa sem á að leiða í ljós hvort ráðlegt geti talist að flytja frekari bókfræðigögn í kerfið með vélrænum hætti og verður leitað álits skráningarráðs Gegnis á því efni. Meðal annarra verkefna, sem við vinnum að nú, er að bæta innheimtuferli bókasafna í samvinnu við innheimtu- þjónustufyrirtæki og fulltrúa safnanna. Verða upplýsingar þá dregnar út úr Gegni og afhentar söfnunum til gátunar og þaðan fara þær í vinnslu hjá innheimtuaðila. Vonandi verður þetta verkefni til þess að bæta nýtingu á safngögnum þátttöku- safnanna og bætir þá ef til vill ljárhag þeirra í leiðinni. í haust gerum við ráð fyrir að taka við nemendaskrám frá nokkrum skólum og færa með rafrænum hætti í lánþegaskrá kerfísins sem leiða mun til verulegs vinnu- spamaðar á söfnunum. Höfum við þróað hugbúnað sem framkvæmir þetta og verð- ur hann prófaður í sumar. Þann 17. maí var haldinn aðalfundur Landskerfís bókasafna hf. fyrir árið 2005. Rekstrarafkoma fýrirtækisins var neikvæð um 0,7 milljónir króna en eiginfjárstaða þess er góð. Fyrirtækið safnar í sjóð til að mæta kostnaði vegna síðari fjárfestinga á þessu sviði enda kemur að því að kaupa þurfí miðlægt bókasafnskerfí á nýjan leik. Að lokum má geta þess að stjóm Landskerfis bókasafna hefur nokkuð rætt hvort ástæða sé til að breyta rekstrarformi Gegnis. Verði farið í slíkar breytingar er brýnt að tryggja að notendur eigi áfram greiðan aðgang að kerfínu og þeirri sér- fræðiþjónustu sem það byggist á. Sú hug- mynd að reka miðlægt bókasafnskerfí á ís- landi hefur að mínum dómi sannað ágæti sitt. Nú skiptir miklu að þjóðin haldi áfram að sækja af fullum þunga á mið rafrænna upplýsinga og blási ekki til undanhalds. Arni Sigurjónsson Landskerfi bókasafna Gegnir Aðalfundur Aleflis 2005 Aðalfundur - ársfundur fulltrúaráðs Aleflis - notendafélags Gegnis var haldinn í Bókasafni Kópavogs þann 24. maí 2005. Fundinn sátu, í samræmi við lög Aleflis, fulltrúar allra stjómunareininga í Gegni: Pálína Magnúsdóttir (almenningsbókasöfn og framhaldsskólasöfn á höfuðborgar- svæðinu), Laufey Eiríksdóttir (Austur- land), Jón Sævar Baldvinssson (fyrirtæki, stofnanir og félög), Margrét Bjömsdóttir (gmnnskólar á höfuðborgarsvæðinu), Guð- rún Þórðardóttir (staðgengill Steinunnar Ingólfsdóttur) (háskólasöfn), Þórhildur S. Sigurðardóttir (Kennaraháskóli íslands), Bryndís Ingvarsdóttir (Landsbókasafn Is- lands-Háskólabókasafn), Astrid M. Magn- úsdóttir (Norðurland), Anna Sveinsdóttir (sérfræðisöfn), Magnea Davíðsdóttir (stað- gengill Halldóru Kristbergsdóttur) (stjóm- sýslusöfn), Guðný Svavarsdóttir (Suður- land og Reykjanes), Halldóra Jónsdóttir (Vesturland og Vestfírðir) og Þóra Sigur- bjömsdóttir formaður skráningarráðs. Skýrslu stjórnar flutti Astrid M. Magnúsdóttir: Stjómin hélt tíu stjómar- fundi á árinu og að auki tvo fundi með stjóm Aleflis, fulltrúum Landskerfís bóka- safna hf. og skráningarráði Gegnis. Lögð hefur verið áhersla á að bæta samskipta- leiðir og upplýsingaflæði á milli þessara aðila og er stefnt að því að halda slíka samráðsfundi a.m.k. tvisvar sinnum á ári til að ræða mál sem em í deiglunni hverju sinni. Stjóm Aleflis fylgist einnig með starfsemi skráningarráðs með því að vera á póstlista ráðsins og fær sendar dagskrár funda ráðsins. Bréf var sent stjóm Landskerfis bóka- safna hf. þar sem mótmælt var að mánað- arlokun á skráningarþætti Gegnis var til- kynnt með aðeins dags fyrirvara og að stjóm Aleflis var ekki tilkynnt um málið. Oskað var eftir fundi með fulltrúum Landskerfís bókasafna og skráningarráði Gegnis til að ræða þessi mál, koma á virk- ari samskiptaleiðum og ræða forgangsröð- un óunninna verkefna. Sá fundur var hald- inn í júní 2004. Umboð fulltrúa í skráningarráði Gegnis var endumýjað. Tveir fulltrúar hættu í ráðinu á starfsárinu og vom tveir nýir til- nefndir í þeirra stað. Erindisbréf skrán- ingarráðs var uppfært. 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 36

x

Fregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.