Fregnir - 01.06.2005, Side 38

Fregnir - 01.06.2005, Side 38
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða að taka málið upp við Landskerfí bóka- safna. Notendaráðstefna Aleflis 2005 Notendaráðstefna Aleflis var haldin í beinu framhaldi af aðalfundi Aleflis og sóttu hana um 60 manns. Gögn frá not- endaráðstefnunni er að fínna á vefsíðu Al- eflis, www.alefli.is. Að þessu sinni var ákveðið að bjóða nokkrum fyrirtækjum að vera með kynn- ingu á vörum sínum og þjónustu á ráð- stefnunni gegn gjaldi. Er þetta vísir að því að félagið hafí ljárráð í framtíðinni því ekki er stefnt að því að taka félagsgjöld af notendum Fyrirtækin sem kynntu sig voru: Gagnastýring, Skólavörðubúðin, Skrín, Strikamerki og Penninn. A ráðstefnunni kynnti Sigrún Hauks- dóttir nýja útgáfu af kerfinu sem er vænt- anleg síðla hausts 2005. Helstu breytingar eru þær að kerfíð verður einfaldara, fímm verkþættir í stað tíu. Sameiginlegur leitar- þáttur verður aðgengilegur í öllum verk- þáttum í stað sérstaks leitarþáttar. Bylting verður í prentun og uppsetningu bréfa og hægt verður að senda tilkynningar með tölvupósti. Að lokum skýrði Sigrún frá þarfagreiningarteymi um SFX og MetaLib sem hefur hafíð störf. Stefnt er að SFX verði tilbúið til notkunar í haust en áætlað er landsgátt verði opnuð haustið 2006 því uppsetning MetaLib tekur lengri tíma. Hildur Gunnlaugsdóttir gæðastjóri skráningar fjallaði um skráningu í Gegni í nútið og framtíð en skráningarmálin hafa verið í brennidepli á árinu. í máli Hildar kom fram að nú eru 116 einstaklingar með skráningarheimildir í Gegni. Þörf er á að móta reglur og koma á kerfisbundnu gæða- eftirliti en ekki hefúr verið nægjanlegt eft- irlit hingað til. Lagði hún áherslu á að auð- legðin, sem felst í þekkingu og fæmi á sviði skráningar, verði metin að verðleik- um. Ragna Steinarsdóttir fjallaði um efnis- orðamál en efnisorðaráð var skipað af skráningarráði í janúar 2004. Hlutverk ráðsins er m.a. að móta stefnu um efnis- orðagjöf og efnisorðalyklun, skera úr um álitamál og sjá um viðhald og þróun efnis- orðalykils. I lok ráðstefnunnar var kynnt starfsemi eftirfarandi vinnu- og faghópa um starf- semi Gegnis: 856 hópurinn, vinnuhópur um forðaupplýsingar og útlánahópur. Notendaráðstefnunni lauk með léttum veitingum í boði Landskerfis bókasafna hf. Þórhildur S. Sigurðardóttir Skráningarheimildir í Gegni A góðum fundi sem skráningarráð hélt með forstöðumönnum bókasafna nú í maí kom fram að um 140 manns hafa skrán- ingarheimild í Gegni og að mati ráðsins eru það u.þ.b. 100 of margir! Það kom einnig fram á fundinum að það er almennt vanmetið hve mikil sérfræðivinna rétt bók- fræðileg skráning er og vart á færi annarra en þeirra sem hafa hana að fullu starfí. I dag fer allt of mikill tími starfsmanna Landsbókasafns Islands - Háskólabóka- safns og Borgarbókasafns í að leiðrétta vit- leysur sem gerðar eru daglega í kerfínu. Það er því bráðnauðsynlegt að taka þessi mál fastari tökum. Ekki verður mikil fram- þróun eða lagfæringar- og samræmingar- vinna á gagnagrunninum eftir að Gegnir og Fengur voru sameinaðir ef mikill tími starfsmanna fer í að laga nýjar vitleysur, nóg var nú fyrir af ósamræmi. Það eru sennilega ekki mörg bókasöfn á íslandi sem geta hafa heilt stöðugildi bókasafnsfræðings sem sinnir eingöngu bókfræðilegri skráningu á viðkomandi safni. Varla er því hægt að búast við að starfsfólk minni safna nái þeirri færni sem til þarf til að halda skráningarheimild. Þau söfn þurfa þá væntanlega að leita annað. En hvað er til ráða? Þegar hugmyndin um sameiginlegan bóka- safnsgrunn kom fram þá hugsuðu margir sér gott til glóðarinnar og sáu fyrir sér að nú gætu söfnin hætt að skrá að mestu og einbeitt sér að öðrum störfum því öflug skráningarmiðstöð sæi um skráningu safn- kostsins. Landsbókasafn íslands - Há- skólabókasafn hefur skyldur bæði hvað varðar skráningu á íslensku efni og eins hvað varðar samræmingu starfshátta í ís- lenskum bókasöfúm. Ætla má að þar sé mesta kunnáttan í skráningu því safnið hefur skyldur hvað varðar þjóðbókaskrán- ingu. En starfsfólk þess byggir sína skrán- ingarvinnu á skylduskilum sem berast allt of seint til safnsins miðað við þarfír al- menningsbókasafna sem vilja koma bók- um sem fyrst í útlán. 30. árg. - 2. tbi. 2005 - bls. 38

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.