Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 49

Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 49
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða ingar og stjórnunar og siðbreytingin varð þess valdandi að einhver hluti safnkostsins hreinlega hvarf. Það var svo Thomas nokkur Bodley, sem mestan þátt átti í að koma því á laggimar aftur, og við hann er safnið kennt. Bodley var menntaður maður sem komst til metorða í þjónustu Elísabet- ar 1. drottningar. Þegar hann lét af störfum 1596 fór hann þess á leit við háskólann í Oxford að hann fengi að endurreisa Duke Humphrey bókasafnið og varði því sem eftir lifði æfínnar sem og auðæfum sínum í því skyni. Ahugi var á að safna saman handritum sem horfið höfðu úr klaustmm við siðbótina og þótti Bodleian safnið hentugur geymslustaður slíkra dýrgripa. Safnið átti að verða alþjóðlegt og aðgengi- legt öllum lærðum mönnum og miklu efni var safnað. Fyrst og fremst gerði Bodley þó áætlanir varðandi framtíðina; tryggði styrki, gerði reglur um stjóm og starfsemi safnsins og samdi við útgefendur um ókeypis eintök af nýjum bókum en sú ráð- stöfun var lögfest árið 1610. Enn í dag byggir Bodleian bókasafnið skipulag sitt að mörgu leyti á þeim aðferðum og rnark- miðum sem Thomas Bodley lagði gmnn að. Markmið Bodleian safnsins em að við- halda safnkostinum, efla hann og veita þjónustu þeim sem fást við kennslu og/eða rannsóknir í Oxford. Nú em yfír 8 milljón- ir bóka í Bodleian safninu og um 300.000 eintök bætast við árlega. Til að gefa hugmynd um stærð Bod- leian safnsins má geta þess að hin 39 söfn- in sem tilheyra OULS eiga samtals um þrj- ár milljónir eintaka. Ekkert er lánað út úr Bodleian safninu og þeir sem ætla að nota efni þess verða að panta það og koma sér fyrir í einhverjum hinna virðulegu lestrar- sala sem þar er að finna. Jafnframt verða notendur safnsins að hafa yfir og undirrita í votta viðurvist svohljóðandi yfirlýsingu sem ættuð er frá Thomasi gamla Bodley: „Ég skuldbind mig hér með til að ijarlægja ekki úr safninu, merkja, skenuna eða skaða á annan hátt neina bók, skjal eða annan hlut, sem tilheyrir því eða er í vörslu þess, svo og að koma ekki með eða kynda þar neinn eld eða loga, reykja ekki þar og ég lofa að hlýða öllum reglum safnsins.“ Mér var afhentur þessi texti á íslensku; sjálfsagt til þess að ég færi nú ekki að lofa upp í ermina á mér. Þegar ég hafði farið með eiðstafinn og skrifað undir fékk ég skír- teini sem veitti aðgang að háskólabóka- söfnunum á meðan á námskeiðinu stóð. Sérsöfn Mörg dýrmæt handrita- og skjalasöfn er að fmna í Bodleian og mikil vinna fer frarn í því skyni að auka þau og bæta og gera að- gengileg sem flestum. Fyrirlestur Richards Ovenden deildarstjóra, „Special Collec- tions and Westem Manuscripts“ í Bod- leian, íjallaði einmitt urn umsjón og við- hald slíkra safna í háskólaumhverfi, fjár- öflun, innkaup, starfsmannamál o.fl. og virtist ljóst að þar er við marga búmanns- raunina að eiga. Með orðunum special col- lections er átt við sjaldgæfar bækur, hand- rit, skjalasöfn og fleira en milli 3 og 4 hundruð beiðnir um aðgang að þeirri deild safnsins berast daglega og reyndar lýsti Ovenden áhuga sínum á því að koma sem mestu efni út á rafrænu formi og draga þannig úr eftirspuminni inni á safninu. Við hlýddum m.a. á fyrirlestur Clive Hurst, sem er forstöðumaður „Rare Books and Printed Ephemera“, um gamlar bama- bækur í Bodleian. Elstu bamabækurnar em svokallaðar hornbooks, þær líta út eins og spaðar og þunn, gegnsæ himna úr homi er negld yfir textann til að varðveita hann. Þarna getur að líta gmndvallaratriði á borð við stafrófið og Faðirvorið en þessar bækur munu fyrst og fremst hafa verið kennslutæki. Shakespeare vísar til þeirra í einu verka sinna þannig að þær em a.m.k. frá 16. öld. Clive taldi nokkuð víst að krakkamir hefðu líka notað þær til pústra og jafnvel flugnaveiða. Þá ijölluðu bókaverðir í Bodleian m.a. um kínverska bókagerð í gegnum tíðina en aðferðir við hana em allólíkar þeim sem við eigum að venjast, sögu ítalsks handrits frá 12. öld sem skaut upp á ýmsum stöðum í veröldinni áður en það sigldi í örugga höfn í Bodleian og loks fjölluðu þeir um bókagerð í Oxford á 13. öld og sýndu tvær gullfallegar Biblíur sem erfitt var að trúa að væm skráðar á skinn svo vel var það verkað. Til Lundúna I fyrri viku námskeiðsins var farið í heim- sókn á British Library í London. British Library er þjóðarbókasafn Stóra-Bretlands og eitt af fimm stærstu bókasöfnum heims. Safnið, senr slíkt, er fremur ungt en lög um 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.