Fregnir - 01.06.2005, Page 50

Fregnir - 01.06.2005, Page 50
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og npplýsingafrœða það voru samþykkt árið 1973. Lögin fólu í sér að allnokkur söfn voru sameinuð undir einni stjóm. Þekktast þeirra safna var bókasafnið í British Museum en það var stofnað 1753. A næstu tvö hundrað árum varð það eitt stærsta bókasafn veraldar og eftir því sem safnkostur jókst voru opnuð útibú í London og víðar. Hugmyndir að sameiginlegu safnahúsi komu fram á 7. áratug 20. aldar en það var þó ekki fyrr en 1997-8 sem nýtt húsnæði var tekið í notkun og safnkosturinn þar með sameinaður. Byggingin sem er í St. Pancras hverfinu er stærsta opinbera bygg- ingin sem reist var í Bretlandi á 20. öld- inni, yfír 112 þúsund fermetrar á 14 hæð- um en þar af eru 5 neðanjarðar. Auk þessa hefur safnið útibú fyrir dagblaðasafn í Co- lingdale (en þar vinnur fólk m.a. við að strauja dagblöð!) og vísinda- og tæknisafn í Boston Spa. British Library er lögum samkvæmt skylduskilasafn og fær eintök af öllu út- gefnu efni í Bretlandi og írlandi og eiga þau að berast til safnsins innan mánaðar frá útgáfudegi. Safnkosturinn inniheldur 160 milljónir gagna á öllum heimsins tungumálum og eykst jafnt og þétt. Honum hefur verið safnað saman á 250 árum og hann er af ýmsu tagi og endurspeglar allar hugsanlegar greinar, menningarheima og tungumál. I safninu er lestrarrými fyrir 1200 manns og er það nær alltaf fullskipað en yfír 16 þúsund manns notfæra sér þjón- ustu safnsins daglega. I miðju þeirrar glæsilegu og nútíma- legu byggingar sem hýsir British Library er gríðarmikill turn úr gleri og bronsi, full- ur af gömlum bókum í vönduðu skinn- bandi. Þarna er komið bókasafn Georgs III en það inniheldur um 60.000 bækur og handrit sem ná allt aftur á 15. öld. Georg IV færði þjóðinni safnið að gjöf árið 1823 og gjöfinni fylgdu þeir skilmálar að bók- unum yrði haldið út af fyrir sig en jafn- framt að þær væru sýnilegar og að fræði- menn hefðu aðgang að þeim við rann- sóknir sínar. Tuminn er sérlega glæsileg lausn og myndar eins konar kjama þessar- ar gríðarlegu byggingar. British Library ásamt þjóðarbókasöfn- unum í Skotlandi og Wales, þjóðskjala- safni og fleiri aðilum tekur nú þátt í tveggja ára verkefni sem miðar að því að velja áhugaverðar vefsíður og gera þær að- gengilegar á einum stað. Talið er að um það bil 400 milljónir .uk síðna liggi á vefn- um og ekki er raunhæft að stefna að því að varðveita þær allar. En þar sem meðalaldur vefsíðu er einungis um 44 dagar er áríð- andi að tryggja að mikilvægar síður glatist ekki og er þá vitaskuld gengið frá höf- undaréttarmálum við viðkomandi. Verk- efnið hófst í júní 2004 og stefnt er að því að því ljúki árið 2006 en þá verður farið yfír notkunina á þeim síðum sem birtar hafa verið og lagt mat á gildi þess að halda úti síðu af þessu tagi þar sem safnað er saman völdu efni af vefnum. Þær síður sem þegar hafa verið valdar má skoða á http://www.webarchive.org.uk/ Mike Clarke forstöðumaður þróunar- deildar bókasafnanna í London ræddi um almenningsbókasöfn og beindi sjónum sín- um einkum að stöðu mála í London. Nú er svo komið að 55% landsmanna nota al- menningsbókasöfn reglulega ( a.m.k. á tveggja mánaða fresti) og 33% lands- manna eiga bókasafnskort. Mismunurinn skýrist af því að margir leggja leið sína á almenningsbókasöfn í upplýsingaleit og til þess að nota tölvur. People's Network er tímabundið verkefni sem meðal annars er fjármagnað með lottópeningum. Það snýst um að koma tölvum fyrir á bókasöfnum og kenna fólki að nota þær. Ýmiss vandi steðjar að bókasöfnunum eins og gengur, byggingar era illa farnar og opinber stuðn- ingur ekki nægjanlegur. Það breytir því þó ekki að það er skylda yfirvalda að bjóða upp á bókasafnsþjónustu og hún á að vera fyrir alla. Clarke ræddi nokkuð um það gífurlega fjölbreytta mannlíf sem blómstr- ar í London og hlutverk bókasafnanna í því sambandi. Það munu t.d. töluð um 300 tungumál í skólum borgarinnar. Jafnframt viðraði hann hugmyndir um hvemig bóka- söfnin gætu náð til ýmissa minnihlutahópa á borð við þá sem eru illa læsir; heimilis- lausir o.fl, o.fl. Allar hirslurfullar... Meðal brýnustu úrlausnarefna bókasafn- anna í Oxford um þessar mundir era hús- næðismálin eða öllu heldur geymslumálin. Allar hirslur eru fullar í miðborginni og land fyrir nýbyggingar er ekki að fá þar. Alice Keller, yfírmaður „Collection Management OULS“, ræddi þetta nokkuð og gagnrýndi reyndar þá stefnu að ekki mætti henda nokkrum sköpuðum hlut. 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 50

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.