Fregnir - 01.03.2007, Page 13

Fregnir - 01.03.2007, Page 13
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða Þóknun til úthlutunamefndar og annar kostnaður við störf nefndarinnar greiðist af árlegri fjárveitingu Alþingis fyrir afnot á bókasöfnum. Lög um bókmenntasjóð koma í stað laga um Menningarsjóð, laga um Þýðingarsjóð og laga um Bókasafnssjóð höfunda. Þórdís T. Þórarinsdóttir Vinnuhópur um tæknileg atriði við varðveislu rafrænna gagna Nú er að störfum á vegum menntamála- ráðuneytisins nefnd urn endurskoðun laga um Þjóðskjalasafn og Landsbókasafn ís- lands - Háskólabókasafn. Hlutverk henn- ar er að endurskoða lögin, leggja mat á hvemig verkaskiptingu á sviði skjala- vörslu og miðlunar þekkingargagna verði best háttað, endurskoða starfsemi stofnan- anna og skoða kosti og útfærslu samein- ingar. Nefndin skipaði vinnuhóp um tækni- leg atriði við varðveislu rafrænna gagna og í honum eiga sæti Halla Björg Baldurs- dóttir forsætisráðuneyti, fonnaður, Bjami Þórðarson ÞÍ, Guðmundur H. Kjæmested rekstrarfélagi stjómarráðsbygginga, Ingi- björg Sverrisdóttir Lbs-Hbs og Kjartan Olafsson frá Fakta. Þau fengu til liðs við sig Bjöm Þór Jónsson dósent við HR og Margréti Evu Ámadóttur bókasafnsfræð- ing og verkfræðing hjá Applicon ehf. Þau tvö síðamefndu tóku saman skýrslu um stöðu þekkingar og fæmi í langtímavarð- veislu stafræns efnis í heiminum í dag og vinnuhópurinn er að ljúka við gerð til- lagna sem skilað verður til nefndarinnar. Það sem helst hefur verið rætt í vinnu- hópnum era þær lausnir og aðferðir sem taldar eru standa framarlega, staðlamál, ferlar við afhendingu og/eða skil, hvemig vörslu skuli háttað og hvernig hægt sé að stjóma aðgengi að gögnunum. Þá hefur verið rætt um að móta þurfí heildstæða varðveislu- og grisjunarstefnu um rafræn gögn opinberra aðila á íslandi og að end- urskoða þurfi ákvæði laga um skil og varðveislu þeirra, og þá sérstaklega með síbreytilegt tækniumhverfi í huga. Einnig hefur því verið velt upp hvort ein lausn gæti hentað öllum opinberum stofnunum eða hvort fara eigi aðrar leiðir. Ingibjörg Sverrisdóttir EDL og TEL Inngangur Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn hóf síðastliðið haust þátttöku í svokölluðu EDL (European Digital Library) verkefni en það er fjármagnað af Evrópusamband- inu (ES) sem hagnýtt verkefni innan áætl- unar ES um aukinn aðgang að stafrænu menningar-, vísinda- og fræðsluefni, svo- kallaðri „eContentplus áætlun“. EDL er beint svar við tilmælum Viviane Reding, stjómanda málefna upplýsinga og fjöl- miðla innan ES á fundi Sambands evróp- skra þjóðbókavarða (CENL) í Luxemborg árið 2005, um að þjóðbókasöfnum Evrópu bæri að beita sér í umræðunni um staf- ræna endurgerð safnefnis sem aðgengilegt verður um Veraldarvefinn. Segja má að þar sé leitast við vega að upp á móti þeim áhrifum sem talið er að leiði af áformum GOOGLE um að setja gríðarlegan fjölda bóka á stafrænt form. EDL verkefnið Forsaga EDL er að rétt upp úr síðustu aldamótum ákváðu 10 evrópsk þjóðbóka- söfn að vinna saman að metnaðarfullu verkefni sem nefndist Evrópubókasafnið (The European Library) skammstafað TEL. Verkefnið var styrkt af Evrópusam- bandinu (ES) og upphaflegt markmið var að veita aðgang að þjóðbókaskrám og samskrám safnanna um eina gátt, það er gera notendum kleift að leita samtímis í öllum gögnunum. Fljótlega breyttust áherslur þannig að meiri áhersla er lögð á stafrænan safnkost, það er verkefni af sama tagi og kortaverkefni Landsbóka- safns, Sagnanetið og tímarit.is, en einnig er gert ráð fyrir að hægt sé að leita í bók- fræðigrunnum allra þjóðbókasafnanna. Einnig var lögð mikil áhersla á að víkka TEL út þannig að það nái til sem flestra Evrópulanda. Það hófst með TEL-ME-MOR verk- efninu sem lauk í byrjun þessa árs, en þar var TEL útvíkkað með því að bæta við 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bis. 13

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.