Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 6

Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 6
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Upplýsingar fyrir alla Stefna Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða 2007-2011 Landsbókavörður, dr. Sigrún Klara Hann- esdóttir, varpaði fram þeirri hugmynd á Landsfundi Lfpplýsingar í Reykjavík í september 2004 að stofnuð yrði nokkurs konar framtíðarnefnd bókasafna. Stjórn Upplýsingar ákvað í framhaldi af tillögu landsbókavarðar að stofna stefnumótunarnefnd innan félagsins sem starfi á milli landsfunda að stefnumótun og framtíðarsýn á sviði bókasafns- og upplýsingamála. Stefnumótunamefndin fái síðan rými í dagskrá landsfundar hverju sinni og leggi fram tillögur til kynningar og umræðu sem meðal annars verði kynntar félagsmönnum, stjórnmála- mönnum og ijölmiðlum. Stefnumótunamefndin verði fasta- nefnd hjá félaginu og sé skipuð lands- bókaverði sem sé formaður nefndarinnar. Auk hans eigi eftirfarandi sæti í nefnd- inni: formaður landsfundamefndar hverju sinn, fulltrúi Samtaka forstöðumanna al- menningsbókasafna (SFA), fulltrúi Sam- starfshóps bókasafnsfræðinga í framhalds- skólum (SBF), fulltrúi Samstarfs bóka- safna og upplýsingamiðstöðva á heil- brigðissviði (SBUH), fulltrúi grunnskóla- safna, fulltrúi sérfræði- og rannsóknar- bókasafna, fulltrúi stjómar Upplýsingar og fulltrúi háskólabókavarða. Ennfremur fulltrúar Stéttarfélags bókasafns- og upp- lýsingafræðinga (SBU) og Bókasafns- og upplýsingafræðiskorar við HÍ. Nefndin getur kallað á sinn fund til samstarfs aðila sem fulltrúa notenda. Auk landsbókavarðar, dr. Sigrúnar Klöru Hannesdóttur, sem var formaður nefndarinnar og stýrði starfi hennar, áttu fulltrúar eftirfarandi aðila sæti í Stefnu- mótunamefndinni: Landsfundarnefnd 2006, Margrét I. Ás- geirsdóttir, formaður nefndarinnar, Bæjar- og héraðsbókasafninu á Selfossi Samtaka forstöðumanna almenningsbóka- safna (SFA), Hólmkell Hreinsson, formaður samtakanna, Amtsbóka- safninu á Akureyri Samstarfshóps bókasafnsfrœðinga ífram- haldsskólum (SBF), Bergljót Gunn- laugsdóttir, Flensborgarskólanum Samstarfs bókasafna og upplýsingamið- stöðva á heilbrigðissviði (SBUH), Sól- veig Þorsteinsdóttir, Landspítala, há- skólasjúkrahúsi Grunnskólasafna, Ingibjörg Baldursdóttir, Flataskóla Rannsóknarbókasafna, Eydís Amviðar- dóttir, Iðntæknistofnun, Impru Upplýsingar, Vala Nönn Gautsdóttir, Kársnesskóla Háskólabókavarða, Sigrún Magnúsdóttir, Háskólanum á Akureyri. Stéttarfélags bókasafns- og upplýsinga- frœðinga (SBU), Nanna Lind Svavars- dóttir, Iðnskólanum Hafnarfirði Bókasafns- og upplýsingafræðiskorar við Háskóla Islands, dr. Jóhanna Gunn- laugsdóttir (sagði sig úr nefndinni 3. janúar 2007 vegna anna) Ritari stefnumótunamefndar var Þórdís T. Þórarinsdóttir, formaður Upplýsingar. Landsbókavörður, dr. Sigrún Klara Hann- esdóttir, kynnti starf nefndarinnar á Lands- fundi Upplýsingar 2006, sem haldinn var á Selfossi í byrjun október það ár, og óskaði eftir viðbótum og hugmyndum frá ráð- stefnugestum. Stefnumótunamefnd lauk svo störfum í mars 2007 og lagði stefnumótun félagsins, Upplýsingar fyrir alla. Þekkingarsam- félagið 2007-2011. Stefna Upplýsingar — Félags bókasafns- og upplýsingafræða, fyrir stjóm sem staðfesti stefnuna. í tilefni af alþingiskosningum 2007 hafði stjórn Upplýsingar ákveðið að senda stjórnmálaflokkunum spurningar um stefnu þeirra í bókasafns- og upplýsingamálum og birta svörin í marsblaði Fregna. Ákveðið var að senda stefnu félagsins í málaflokk- um í bráðabirgðaútgáfu með bréftnu til for- manna flokkanna. Aðalbjörg Þórðardóttir var svo fengin til að hanna endanlega útgáfu stefnunnar en hún verður kynnt á aðalfundi félagsins og send félagsmönnum með júníblaði Fregna. Fyrirhugað er að senda stefnuna m.a. til alþingismanna, sveitarstjórnar- manna og fjölmiðla. Stjórn Upplýsingar UPPLÝSING 32. árg. - I. tbl. 2007 - bls. 6

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.