Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 14

Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 14
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða þjóðbókasöfnum 10 nýrra aðildarríkja ES. Umsýslan var einnig styrkt með því að fela CENL að bera ábyrgð á henni og er nú sérstök skrifstofa í Haag með átta starfsmönnum. 'k'k'k EDL er því enn ein útvíkkunin á TEL og að því standa þjóðbókasöfn níu landa, Belgíu, Grikklands, íslands, írlands, Lie- chtenstein, Luxemborg, Noregs, Spánar og Svíþjóðar auk TEL. Þar með verða þátttakendur í TEL orðnir 30. Eins og áð- ur er getið veitir Evrópubókasafnið að- gang um eina gátt að stafrænum gögnum helstu þjóðbókasafna Evrópu og tengdri þjónustu svo sem: • Aðgang að mörgum ólíkum gagnasöfn- um um Netið. • Samtímaleit í þessum gagnasöfnum. • Beinan aðgang að stafrænum gögnum. Marmið EDL verkefnisins eru þau sömu og hjá TEL, það er að bæta við aðgangi að bókfræðilegum skrám og stafrænum söfn- um þeirra þjóðbókasafna sem að verkefn- inu standa en við bætist að: • Auðvelda mjög notkun á gátt Evrópu- bókasafnsins með því að þróa fjöltyngt notendaviðmót hennar. • Taka fyrsta skrefið í átt að meiri sam- vinnu Evrópubókasafnsins við önnur verkefni á menningarsviði og aukinni markaðssetningu og upplýsingagjöf um þjónustu Evrópubókasafnsins. • Notfæra sér að CENL gegnir lykilhlut- verki varðandi öflun efnis og úrlausn ýmissa atriða sem sett eru fram á vefnum ,.i2010: Dieital Libraries" og að Evrópu- bókasafnið getur átt samvinnu við þá sem leggja fram stafrænt efni í verkefnum sem „eContentplus“ áætlunin leggur fé til. Þetta gefur notendum kost á margvísleg- um nýjum leitarmöguleikum sem ekki eru tiltækir annarsstaðar og þegar því lýkur mun Evrópubókasafnsgáttin veita aðgang að stafrænu safnefni flestra Evrópusam- bandslandanna. Kostnaður, verktími tcekni Áætlaður kostnaður við EDL er 2,1 millj- ón evra, um 185 milljónir króna og af því kemur um ein milljón evra frá „eContent- plus“ áætluninni. Verktíminn er 18 mán- uðir og hófst 1. september 2006 og lýkur 28. febrúar 2008. Tæknileg lausn byggðist í upphafí á notkun Z39.50 til að tengjast bókfræðileg- um skrám safnanna, leita í þeim og safna niðurstöðum og birta í notendaviðmóti TEL. Fljótlega varð ljóst að þetta var ekki vænleg lausn til frambúðar og dugði alls ekki til að veita góðan aðgang að stafræn- um gögnum. Því var ákveðið að leggja megin áherslu á OAI - Open Archives Ini- tiative (http://www.openarchives.org/). OAI byggir á því að lýsigögnum staf- ræns gagnasafns er varpað í staðlað XML snið. Þannig verða til OAI lýsigögn í öllum aðildarsöfnunum og er þeim safnað þaðan í eina skrá hjá TEL og gert miðlægt efnisyfírlit yfír efnið. Það hefur þann kost að tiltölulega auðvelt og fljótlegt er að leita í því og hægt er að búa til gott not- endaviðmót og er stefnt að því að það verði á tungumálum allra þátttökusafn- anna. Þorsteinn Hallgrímsson Landsbókasafni Islands - Háskólabókasafni Endumýjun þjónustu- samnings um landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum Menntamálaráðherra og landsbókavörður undirrituðu 28. desember síðastliðinn nýj- an þjónustusamning um landsaðgang að rafrænum tímaritum og gagnasöfnum, en samkvæmt honum mun Landsbókasafn - íslands Háskólabókasafn áfram annast samninga um landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum og hafa um- sjón með allri framkvæmd þeirra. Landsaðgangur að rafrænum gagna- söfnum og tímaritum byrjaði 23. apríl 1999 þegar formlega var opnað fyrir landsaðgang að Encyclopaedia Britan- nica. Þá hafði verið hafíð starf sem miðaði að því að meta þörf landsmanna fyrir slík rafræn gögn og semja um að- gang að þeim. í desember 2002 gerðu menntamálaráðuneyti og Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn síðan með sér þjónustusamning um að safnið hefði um- sjón með landsaðgangi að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum. Landsaðgang- urinn er greiddur að hluta til með beinum 32. árg. - I. tbl. 2007 - bls. 14

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.