Fregnir - 01.03.2007, Qupperneq 3

Fregnir - 01.03.2007, Qupperneq 3
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða Bókasafn Flensborgarskólans Nýtt safn á gömlum grunni Skólinn og safnið í vor fagnar Flensborgarskólinn 125 ára afmæli sínu. Arið 1882 hóf skólinn starf- semi og er því í hópi elstu íslensku fram- haldsskólanna. Auk þess varð hann fyrsti kennaraskóli landsins árið 1892. Flens- borgarskólinn varð framhaldsskóli árið 1975 en hann er í dag fjölbrautaskóli sem starfar eftir áfangakerfi. Þrjár samliggjandi byggingar frá mis- munandi tímum hýsa nú skólann, Brekka sem er elsta húsið, Miðhús í miðjunni en nýjust og glæsilegust er viðbyggingin Hamar sem var vígð haustið 2006. Bókasafn skólans er á miðhæðinni í Miðhúsi og er því vel staðsett. Það þjónar um 700 nemendum og 80 starfsmönnum. 1 stefnu safnsins er þess gætt að öllum fagsviðum sé sinnt og að notendum standi til boða afnot af öllum miðlum. Þannig er ákveðin breidd í þjónustunni hvað varðar framboð á safnkosti og aðgengi og ber innkaupastefna safnsins þess merki. Einnig er lögð áhersla á það árvekni- og miðlunarhlutverk sem safnið hefur sem tengiliður við þá þróun sem á sér stað á sviði menningar og mennta í samfélaginu. Eitt af lykilhlutverkunum er þó efling upplýsingalæsis fyrir alla sem helja nám í skólanum óháð því hvort þeir fara í áframhaldandi nám eða ekki. Bókasafnið gegnir stóru hlutverki fyrir kennara og nemendur í dagsins önn og starfsmenn eru ánægðir með nýtinguna sem er mest á sviði tungumála, sagnfræði og félagsvísinda. Flutningarnir Miklar breytingar áttu sér stað á húsnæði skólans árið 2006. Nýja viðbyggingin var tekin í gagnið og miklar endurbætur voru gerðar á eldra húsnæði yfír sumarið. Breytingamar hófust snemma vors. Við misstum tvo virka daga af opnunar- tímanum fram að páskafríi þegar við lokuðum í apríl á síðasta ári. Þá hafði nokkur grisjun, annar undirbúningur og pökkun þegar átt sé stað en nú varð sannarlega að taka til hendinni því stefnt var að því koma tilvonandi vinnusvæði sem fyrst í hendur byggingarverktaka. Markmiðið var að endurbætumar ættu sér allar stað um sumarið, skipt yrði urn gólf- efni, loft, ljós og veggi og að nýtt safn yrði tilbúið um haustið. Hópur fólks raðaði bókum í kassa frá hægri til vinstri og merkti með flokkstölu og raðstöfum fyrstu og síðustu bókar. Flutningalest myndaðist yfir í þrjár nærliggjandi skóla- stofur þar sem þunganum var dreift. Hús- gögn og búnaður var geymdur annar stað- ar og allt gekk fljótt og slysalaust fyrir sig. Ýmis vinnugögn og tölvur sem tengd- ust venjubundnum vorverkum vom fluttar í Dverg. Dvergur er húsnæði á vegum bæjarins sem skólinn fékk til afnota á meðan breytingar og viðbyggingar stóðu yfir. Svipmynd frá Bókasafni Flensborgarskólans Á tilsettum tíma um haustið mættu fyrstu nemendumir, tíu bekkir nýnema, en áhersla var lögð á að allt yrði að mestu tilbúið til að kennsla gæti hafist sam- kvæmt skipulagi. Bókasafnið lenti því ekki í forgangi en opnaði fyrstu vikuna í október og þá höfðu miklar breytingar átt sér stað. Til að tæma skólastofurnar svo þær yrðu kennsluhæfar höfðu kassamir verið fluttir inn á safnið og hófst nú rnikið flokkunar- og röðunarferli. Þama gafst einnig kjörið tækifæri til áframhaldandi grisjunar. Nú reið á að útreikningar varð- andi hillumetraþörfma stæðust og að auða hilluplássið dreifðist jafnt. Ákveðið var að byrja báðurn megin á flokkunarkerfinu og mætast á miðri leið. Frágangur í geymslu á safni og annað smávægilegt var látið bíða betri tíma þeg- ar safnið opnaði á ný fýrir nemendur og kennara í endurbættu safni. 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 3

x

Fregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.