Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 31

Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 31
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Á sama tíma á hverju ári er lesinn upphátt sami texti úr völdum norrænum bókmenntum á meira en 2.000 bókasöfn- um, skólum og samkomustöðum um öll Norðurlönd og Eystrasaltslöndin. Mörg þúsund Norðurlandabúar taka þátt í þeim ijölmörgu viðburðum sem boðið er upp á í Norrænu bókasafnavikunni. Á síðasta ári tóku 2.350 stofnanir í átta löndum þátt. Viðburðurinn hefur einnig vakið athygli utan Evrópu þar sem fjölmargir norrænir skólar og stofnanir taka þátt. Nánari upplýsingar er að finna á vef verkefnisins: www.bibliotek.org eða hafið samband við verkefnastjórann Carl Liung- man (FNF): carl@norden.se, Sími: +46 (0)40 23 86 10 - Fax: +46 (0)40 23 84 10 eða undirritaðan holmkell@akureyri.is. s. 460 1253. Hólmkell Hreinsson Amtsbókasafninu á Akureyri Farandbókasöfn í öllum leikskólum Reykjanesbæjar Þann 1. febrúar síðastliðinn var verkefni Bókasafns Reykjanesbæjar „Koffort í leikskólum Reykjanesbæjar" formlega ýtt úr vör í einum leikskóla bæjarins. Það var leikskólanemandinn Rúnar Júlíusson á Heiðarseli sem tók fyrstu bækumar að láni og naut hann aðstoðar móður sinnar, Guðnýjar Kristjánsdóttur, en hún er full- trúi í menningarráði Reykjanesbæjar og eini fulltrúinn í ráðinu sem á barn í leik- skóla. Rúnar Júlíusson velur sér bækur úr koffortinu Koffortin em farandbókasöfn í tré- kistlum og eru á vegum bókasafnsins í samvinnu við leikskólana í Reykjanesbæ. Kistlarnir eru fullir af bókum fyrir börn á leikskólaaldri og virka því eins og útibú frá bókasafninu. Einn kistill er í hverjum leikskóla sem síðan flakkar á milli deilda. Markmiðið með verkefninu er að auka aðgengi foreldra og bama að bókurn og hvetja foreldra til að lesa fyrir böm sín. Tilgangurinn er einnig að minna á bóka- safnið og hversu mikilvægt það er að lesa fyrir böm frá unga aldri. Tilvalið er fyrir foreldra að grípa bók með sér heim þegar barnið er sótt í leikskólann. Hvert barn getur fengið eina til tvær bækur að láni í senn í allt að viku. Foreldrar sjá sjálfir um að kvitta fyrir útlánum í þar til gerða stílabók sem fylgir hverju kofforti. Frá því að verkefnið hófst hafa ekkert heyrst nema ánægjuraddir, bæði frá foreldrum og starfsfólki leikskólanna og hefur ásókn í bækurnar verið mikil. Næsta skref í þessu verkefni er að bjóða innflytjendum og bömum þeirra bækur með hljóðbókum. í samvinnu við Blindrabókasafn íslands hafa verið lesnar á diska einar 30 bækur fyrir yngstu bömin og mun áðurnefndum hópi standa til boða að fá að láni bók og hljóðbók til að hlusta á saman heima á nýja tungumálinu. Verk- efnið köllum við „Gaman að lesa saman“. Við njótum einnig góðs af verkefninu „Lesum, hlustum - lærum íslensku“ sem er unnið af Ragnhildi Helgadóttur og Ragnheiði Jónsdóttur, skólasafnskennur- um í Reykjavík. Þær hafa lesið 30 bækur á diska fyrir nemendur með annað móður- mál en íslensku. Svanhildur Eiríksdóttir Bókasafni Reykjanesbœjar Bamastarf Hollvinafélags Þýska bókasafnsins á Bóka- safni Hafnarijarðar í haust sem leið hófst á Bókasafni Hafnar- fjarðar bamastarf á vegurn Hollvinafélags Þýska bókasafnsins. Þátttaka hefur verið mjög góð og almenn ánægja ríkt með starfsemina sem fluttist í Hafnarfjörð í kjölfar þess að Goethe-Zentrum var lagt niður. Umsjón með barnastarfmu er í höndum Katharinu Knoche en hún hefur lokið námi í þýskukennslu fyrir útlend- 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 31

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.