Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 12

Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 12
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða Lög um bókmenntasjóð Vakin er athygli á Lögum um bók- menntasjóð og fleira sem samþykkt voru í þinglok, þann 17. mars síðastliðinn. Markmiðið með lðgunum er að efla ís- lenskar bókmenntir og bókaútgáfu og búa íslenskri bókmenningu hagstæð skilyrði. Hlutverk sitt rækir sjóðurinn á eftir- farandi hátt (sbr. 2. gr. laganna) a. Að styrkja útgáfu frumsaminna ís- lenskra skáldverka og vandaðra rita sem eru til þess fallin að efla íslenska menningu. b. Að styrkja útgáfu vandaðra erlendra bókmennta á íslenskri tungu. c. Að stuðla að kynningu á íslenskum bókmenntum hér á landi og erlendis. d. Að sinna öðmm verkefnum er falla undir verksvið stjómar bókmennta- sjóðs. í III. kafla laganna (3. og 4. gr.) er fjallað um Greiðslur fyrir afnot á bókasöfnum á eftirfarandi hátt: 4. gr. Höfundar sem eru ríkisborgarar eða bú- settir í landi innan Evrópska efnahags- svæðisins eiga rétt á greiðslum fyrir notk- un bóka þeirra á bókasöfnum, sem eru rekin á kostnað ríkissjóðs eða sveitar- félaga, af árlegri fjárveitingu Alþingis fyrir afnot á bókasöfnum. Hér er bæði átt við útlán og afnot bóka á lestrarsölum bókasafna. Rétt til úthlutunar samkvæmt þessari grein eiga rithöfundar, þýðendur, mynd- höfundar og tónskáld, auk annarra ein- staklinga sem átt hafa þátt í ritun bóka, enda hafl bækur þeirra verið gefnar út á íslensku, nema um sé að ræða þýðingu eða endursamið verk, endursögn eða stað- færslu á texta úr erlendu máli, og framlag þeirra sé skráð hjá Landskerfí bókasafna eða á annan sannanlegan hátt. Fyrir afnot hljóðrita og stafræns útgefíns efnis er út- hlutað á sama hátt. Þýðendur og þeir sem enduryrkja, endursegja eða staðfæra er- lendar bækur á íslensku eiga þó rétt til úthlutunar samkvæmt þessari grein sem nemur tveimur þriðju af fullri úthlutun. Aðrir rétthafar eiga rétt á óskertri úthlut- un. Réttur til úthlutunar samkvæmt þess- ari grein er persónulegur réttur sem er bundinn við framangreinda rétthafa og fellur niður við framsal höfundaréttar, hvort sem um er að ræða framsal að hluta eða að öllu leyti. Rétt til úthlutunar skv. 2. mgr. eftir andlát rétthafa eiga eftirlifandi maki eða eftirlifandi sambúðaraðili, enda hafi sam- búð staðið í fimm ár hið skemmsta, eða börn yngri en 18 ára, enda sé hitt foreldrið látið eða njóti ekki réttar samkvæmt lög- um þessum. Séu framangreindir vanda- menn fleiri en einn skiptist úthlutunin jafnt á milli þeirra. Rétthafar samkvæmt þessari málsgrein fá aðeins helming af þeirri greiðslu sem rétthafa skv. 2. mgr. hefði borið. Greiðslur fyrir útlán bóka skulu byggðar á upplýsingum frá Landskerfi bókasafna. Við úthlutun á greiðslum fyrir afnot bóka á lestrarsölum bókasafna er heimilt að meta fjölda titla og eintaka bóka hvers höfúndar, sem eru til afnota á lestrarsölum bókasafna, sem jafngildi til- tekins fjölda útlána á grundvelli stiga- gjafar þar sem tekið er tillit til tegundar, umfjöllunarefnis eða lengdar bóka. 5. gr. Úthlutunamefnd annast úthlutun skv. 4. gr. í nefndinni eiga sæti flmm menn skipaðir til þriggja ára af menntamálaráð- herra. Af þeim skulu Hagþenkir - félag höfunda fræðirita og kennslugagna, Rit- höfúndasamband Islands og Myndstef tilnefna einn fulltrúa hvert. Tveir nefndar- menn skulu skipaðir án tilnefningar og skal annar þeirra vera formaður. Vara- menn skulu skipaðir með sama hætti. Sömu menn skulu ekki skipaðir oftar en tvö samfelld tímabil í úthlutunamefnd. Menntamálaráðherra setur sérstakar reglur um umsóknir og úthlutun skv. 4. gr. Heimilt er í þeim reglum að setja lágmark á greiðslur úr sjóðnum þannig að ein- göngu þeir höfundar sem ávinna sér greiðslur umfram tilskilið lágmark eigi rétt til greiðslna úr sjóðnum. Ákvarðanir um úthlutun verða ekki kærðar til æðra stjómvalds. Heimilt er menntamálaráðherra að fela úthlutunar- nefnd skv. 1. mgr. að semja við til þess bæra aðila að annast umsýslu umsókna og greiðslur til rétthafa skv. 2. og 3. mgr. 4. gr- 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 12

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.