Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 37

Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 37
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða rafrænan, nýjar bókasafnabyggingar og hlutverk bókavarða. Þrjár greinar eru frá íslandi í ritinu. Ein íjallar um landskerfið Gegni, önnur um landsaðgang að tímarit- um og sú þriðja um Nýheima á Homa- firði. Vefrit menntamálaráðuneytis 5/2007 Styrkur til endurskoðunar námsefnis í bókasafnstækni Styrkir til námsefnisgerðar fyrir framhaldsskóla 2007 Menntamálaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum af íjárlögum yfirstandandi árs til námsefnisgerðar í bóklegum og verkleg- um námsgreinum á framhaldsskólastigi. Alls bárust 91 umsókn að undangenginni auglýsingu. Samanlagðar Qárbeiðnir voru rúmlega 70 millj. kr. en til ráðstöfunar vom kr. 26,1 millj. Að fengnum tillögum nefndar, sem metur umsóknir og gerir tillögur um út- hlutun, var ákveðið að veita styrki til 74 verkefna, samtals kr. 26,1 millj. Sjá frétta- tilkynningu menntamálaráðuneytis frá 26. mars 2007. Upplýsing hlaut styrk að upphæð kr. 500.000 til að endurskoða námsefni í bókasafnstækni (fjórir 5 eininga áfangar á framhaldsskólastigi). Sótt var um styrk að upphæð kr. 1.200.000. Þórdís T. Þórarinsdóttir formaður Upplýsingar Útskrift í bókasafns- og upp- lýsingafræði við HI Eftirfarandi nemendur útskrifuðust í janú- ar 2007 frá Félagsvísindadeild Háskóla ís- lands með próf í bókasafns- og upplýs- ingafræði. Aftan við nöfnin er titill loka- verkefnis og nafn leiðbeinanda: MLIS-próf Hallfríður Kristjánsdóttir: Upplýsingaþarfir og upplýsingahegðun lifeindafræðinga: Eigindleg rannsókn = The Information Needs and Information Behavior of Bio- medical Scientists: A Qualitative Study (Ágústa Pálsdóttir) Sigurgeir Finnsson: Internetið og aðrar upp- lýsingaleiðir: Um upplýsingahegðun mann- frœðinema við Háskóla Islands = The In- ternet and other Sources of Information Gathering: The Information Behavior of Anthropological Students at the University of Iceland (Ágústa Pálsdóttir) BA- próf Hallgrímur Snær Frostason: Flokkunarlisti fyrir opinberan gjaldmiðil á íslandi = Cla- ssification of the Official Currency of Ice- land (Jóhanna Gunnlaugsdóttir) Kristín Lára Ragnarsdóttir: Endurskipulagning á heimasíðu Skógræktarfélags Reykjavíkur = Reorganizing the Web Site of Reykjavík City’s Forest Society (Kristín Ósk Hlyns- dóttir) Sóley Lára Árnadóttir: Hrossarœkt: Valdar heimildir =Horse Breeding: Selected Bib- liography (Jóhanna Gunnlaugsdóttir) Hemild: Skrifstofa Félagsvísindadeildar Útskrift í bókasafnstækni Þann 20. desember 2006 útskrifuðust eft- irfarandi nemendur frá Borgarholtsskóla sem bókasafnstæknar: María Ögmundsdóttir Sigurbjörg Bjamadóttir Ritstjórar Orðanefnd Upplýsingar Að tilhlutan stjórnar Upplýsingar hefur verið stofnuð orðanefnd félagsins. For- maður nefndarinnar er dr. Sigrún Klara Hannesdóttir. Aðrir í orðanefnd eru: Ás- gerður Kjartansdóttir og Þórdís T. Þórar- insdóttir. Nefndinni er fyrst og fremst ætl- að að taka saman hugtök og heiti á sviði bókasafns- og upplýsingafræða sam- kvæmt nánari starfs- og verklagsreglum sem nefndin setur sér. Orðasafnið verður skráð í Orðabanka íslenskrar málstöðvar. Stjórn Upplýsingar 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 37

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.