Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 33

Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 33
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða 'F Efla útgáfu og dreifingu á efni um SLAM og GRANDSLAM verkefnin. > Hvetja til samþættingar starfsemi skólasafnsins og kennslugreina og skipulags skólans. > Efla faglega þekkingu starfsfólks skóla- safna og samhug starfsmanna skóla- safna í Evrópulöndum. > Deila upplýsingum um verkefni og efni fyrir böm og unglinga. Fyrsta daginn var þátttakendum safnað saman í rútu í Prag og keyrt til Humpolec sem er lítill bær í miðju Tékklandi. Þegar þangað kom var hverjum þátttakanda út- hlutað eins manns herbergi á hóteli bæjar- ins. Eftir sameiginlegan kvöldverð var haldinn fundur þar sem farið var yfir dagskrá námskeiðsins og reynt að hrista saman hópinn með ýmsum hópeflisleikj- um. Daginn eftir hófst svo eiginleg dag- skrá námskeiðsins sem fram fór í fram- haldsskóla bæjarins í 10 mín. göngufæri frá hótelinu. Helstu dagskrárliðir voru: > Kynning á tékkneska menntakerfinu. Fulltrúi menntamála sveitarstjómar svæðisins kynnti uppbyggingu tékkn- eska menntakerfisins og fyrirhugaðar breytingar á þvi. > Jens Kostmp frá Danmörku flutti fyrir- lestur um þróun skólasafna og stýrði málstofu um framtíðarsýn fyrir skóla- söfn. > Kynning á gagnvirkum töflum (tékkn- eskri útgáfu af Smart board). Gagnvirkar töflur samanstanda af tölvu, sérstakri hvítri töflu, skjávarpa og bendipenna. > Mismunandi námsaðferðir nemenda. Hilary Small aðstoðarskólastjóri frá Englandi kynnti. > Gerry Keamey aðstoðarskólastjóri frá írlandi kynnti vefleiðangra og mögu- leika sem þeir gefa til fjölbreyttra kennsluhátta. Hann staðhæfði að hefð- bundnar kennsluaðferðir dragi úr eðli- legri forvitni nemenda. Nemendur lærðu að spyrja ekki of margra spuminga en væru í stað þess beðnir um fyrirfram ákveðin svör. Máli sínu til stuðnings notaði hann gamlan kínverskan málshátt sem hljóðar svo: „Tell me and I forget, show me and I remember, involve me and I understand.“ A meðan á fyrirlestri hans stóð fékk hann nokkra tékkneska nemendur til að vinna verkefni í vef- leiðangri. Að fyrirlestri hans loknum kynntu nemendur verkefni fyrir þátt- takendum námskeiðsins. > Leitartækni nemenda. Margareth Tang- en frá kennslumiðstöð í Noregi ijallaði um nauðsyn þess að kenna nemendum leitartækni og mat á áreiðanleika upp- lýsinga. Lagði hún áherslu á að nemend- ur lærðu að nýta sér hugstormun og skipuleggja leit út frá því með aðstoð forrits sem kallast „Mind Mapping" og er gott hjálpartæki við verkefnagerð. > Lestraraðferðir nemenda. > Þróun skólasafna í Portúgal - reynslu- saga. > Gerð starfsáætlunar fyrir skólasöfn. Málstofa þar sem farið var í helstu atriði sem leggja þarf áherslu á við gerð starfs- áætlana. Jens Kostrup og Marianne Klöcker stýrðu. > Book-crossing. í því felst að nemendur koma með bækur að heiman og skilja eftir víðs vegar um skólann. Bækumar eru settar í plastvasa merkta Book-cross- ing. Þeir fela síðan plastvasann einhvers staðar í skólanum. Nemendur geta tekið bók ef þeim líst á hana og sett aðra í staðinn. Ef nemendum líst ekki á þá bók sem þeir finna láta þeir hana vera. Skipta þeir út bók eiga þeir að senda tölvupóst á tiltekið netfang og segja frá skiptunum, það er hvaða bók þeir tóku og hverja þeir settu í staðinn. í lok tíma- bils em tölvupósttilkynningar taldar saman og sá sem sent hefur inn flestar tilkynningar hlýtur verðlaun. Líkist mest leiknum „að fela hlut“ og stendur yfír í mánuð. í lok hvers námskeiðsdags var boðið upp á ýmsa menningarviðburði og skólaheim- sóknir. Boðið var meðal annars upp á tvenna tónleika, heimsókn á byggðasafn staðarins og stærstu dropasteinshellar í Tékklandi heimsóttir. í heildina var námskeiðið athyglisvert og gagnlegt. Þar kom margt fram sem við getum nýtt beint í starfi okkar. Síðast en ekki síst komumst við í kynni við kollega okkar frá ýmsum Evrópulöndum og eig- um örugglega eftir að treysta þau sam- bönd enn frekar. Má nefna að í ágúst ætlar einn af þátttakendunum frá Danmörku að halda námskeið um lestrarþjálfun í skól- unum sem við störfum við. 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 33

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.