Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 10

Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 10
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Stjómamefnd Lands- samnings í tengslum við nýjan þjónustusamning menntamálaráðuneytis við Landsbókasafn Islands - Háskólabókasafn um Lands- samning um aðgengi að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum varð sú skipulagsbreyting að í stað innkaupa- nefndar mun fimm manna stjórnamefnd, kosin til þriggja ára í senn, starfa með safninu. Landsbókavörður stýrir starfi nefndarinnar. Að tillögu frá menntamálaráðuneytinu óskaði landsbókavörður eftir fulltrúa frá Upplýsingu í stjómamefndina sem starfar með safninu að stefnumótun og fram- kvæmd samninganna. Fyrir fyrsta ársfund landsaðgangs 14. mars síðastliðinn tilnefndi stjóm Upplýs- ingar Pálínu Héðinsdóttur sem aðalmann i stjómamefndina og Guðrúnu Pálsdóttur sem varamann. Aðrir í stjórnarnefndinni eru: Sigurður Hafsteinsson fjármálastjóri Há- skóla íslands (fulltrúi stærsta greið- andans) Sólveig Þorsteinsdóttir frá Landspítala- Háskólasjúkrahúsi (fulltrúi heilbrigðis- safnanna) Guðrún Tryggvadóttir frá Háskólanum í Reykjavík (fulltrúi sjálfstæðu háskól- anna, næst-stærstu greiðendanna) Anna Torfadóttir, borgarbókavörður (full- trúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, almenningsbókasafna og skólasafna) Stjórn Upplýsingar Frá Uppstillinganefnd Senn líður að aðalfundi Upplýsingar (21. maí næstkomandi) og eru eftirfarandi stöður lausar í stjórn og nefndum á vegum félagsins. Uppstillingamefnd óskar fyrir 7. maí næstkomandi eftir tilnefningum og ábendingum um félagsmenn til neðan- greindra starfa: Stjórn Upplýsingar (2) I stjóm félagsins eru tvö embætti laus: *formaður *stjómarmaður í stjóminni gerast hlutimir. Stjómin er skipuð fimm mönnum. Kosið er til tveggja ára í senn. Hér er unnið mikilvægt starf fyrir félagið, þ.e. okkur félagsmenn. Meðal þess sem kemur fyrir stjórn em innri skipulagsmál félagsins, norrænt og alþjóðlegt samstarf, samskipti við opin- bera aðila og bókasafns- og upplýsinga- miðstöðvar innanlands sem erlendis. Virkilega skemmtilegt og gefandi. Maður lærir heilmikið af því að starfa í stjóminni og síðast en ekki síst kynnast stjómar- menn mikið af skemmtilegu og fræðandi fólki (formaður uppstillingamefndar talar hér af reynslu!). Greidd er þóknun fyrir störf stjómarmanna. Lagabreytinganefnd (2) Nefndin er skipuð þremur mönnum. Voða gaman á fundum hjá þessari nefnd og lög félagsins rökrædd. Fræðslu- og skemmtinefnd (3) Nefndin er skipuð þremur mönnum. Skemmtileg nefnd og áhugaverð. Nefndin sér um skipulagningu fræðslufunda fyrir félagsmenn Upplýsingar auk þess sem að hún kemur að skráningu á Jólagleði fél- agsins. Uppstillinganefnd (1) Nefndin er skipuð þremur mönnum. Þessi nefnd hefur mikil áhrif á virkni félagsins með því að fá áhugasamt fólk til starfa. Nánari upplýsingar veita: Svava H. Friðgeirsdóttir formaður Kaupþing banki hf. s. 856 6118 svava. fridseirsdottir(a),kaiwthins. com Guðríður Sigurbjörnsdóttir - Borgarbókasafn Reykjavíkur, v..v. 563 1711/ GSM 691 2946 eudridur.simrbiornsdottir&revkiavik.is Sigurbjörg Björnsdóttir Borgarbókasafn Reykjavíkur, v..v. 411 6230 sieurbiors. biornsdottir&revkiavík. is Vorfundur SFA Vorfundur Samtaka forstöðumanna al- menningsbókasafna - SFA verður í ár haldinn í Reykjanesbæ 9.-11. maí nk. Dagskráin hefst að venju með aðal- fundi samtakanna. Síðan verður fundað í tvo daga um mál sem brenna á félags- mönnum. Bókasajh Reykjanesbœjar 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 10

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.