Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 22

Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 22
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrceða ursfélaga. Það var Svanlaug Baldursdóttir sem lauk BA-prófi vorið 1964. Hún var sannur forgöngumaður því næsta útskrift var ekki fyrr en árið 1968. Því miður sá Svanlaug sér ekki fært að vera með okkur í kvöld en sendir kveðju sína. Kæra Sigrún Klara, innilegar þakkir fyrir þitt framlag til kennslu, fræða og félagsmála fagsins okkar og fyrir að vera félaginu einstakur Haukur í homi sem landsbókavörður. Ég vil biðja Sigrúnu Klöm að koma og veita heiðursskjali viðtöku. A það er skrautritað: Sigrún Klara Hannesdóttir, Upplýsing - Félag bókasafns- og upplýs- ingafræða hefur útnefnt þig heiðursfélaga fyrir frumkvöðlastarf í þágu bókasafna- og upplýsingamála. Þórdis T. Þórarinsdóttir Gerðubergsráðstefnan 2007 Árleg Gerðubergsráðstefna um bama- menningu var haldin laugardaginn 10. mars síðastliðinn. Að henni standa auk Gerðubergs, Borgarbókasafn Reykjavíkur, Félag skólasafnakennara, IBBY á íslandi, Síung, Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur og Upplýsing, Félag bókasafns- og upplýs- ingafræða. Að þessu sinni var fjallað um Astrid Lindgren, bamabókahöfundinn ást- sæla og yfírskriftin var Húmor og hug- rekki. Dagskráin var bæði fróðleg og skemmtileg að vanda. Fundarstjóri var Ragnheiður Gestsdóttir og setti hún ráð- stefnunakl. 10:30. Dagskráin hófst með því að Silja Aðalsteinsdóttir og Sigþrúður Gunn- arsdóttir fluttu erindi sem þær nefndu Astin, nátturan, sögurnar. Sigþrúður rakti æviferil Astrid Lindgren og Silja las tilvitnanir í bækur hennar. Þar kom fram að sögumar endurspegla víða líf höfund- arins. Stelpumar eru sterkar og ráðagóðar en drengimir eiga oft erfitt. Astrid átti sjálf sín erfíðu tímabil og varð að standa sig. Hún var einlægur náttúmunnandi og bömin í sögunum tengjast náttúmnni sterkum böndum. Sigþrúður gat þess einnig að Lindgren hefði verið heppin með þýðendur á Islandi. Næst flutti Katrín Jakobsdóttir erindið Villta barnið og siðmenningin. Hún skoðaði jaðarstöðu Línu langsokks. Lína býr í útjaðri bæjarins og hefur allt aðra sýn á lífið en aðrir bæjarbúar. Tommi og Anna vinir hennar eru ímynd siðmenn- ingarinnar og það yrðu oft árekstrar ef bömin væm ekki svona skynsöm. Lína er að gera tilraunir með sjálfsmynd sína. Valið um að vera fín dama eða sjóræningi hangir yfír henni alla söguna. Niðurstaðan verður að hún vill ekki verða fullorðin. Nú var gert hádegisverðarhlé, en að því loknu tók til máls Helena Gormér, sem er yfírmaður bamadeildarinnar Rum för barn í Kulturhuset í Stokkhólmi. Hún byrjaði á að segja frá Junibacken sem er tileinkað Astrid Lindgren og sænskum bamabókmenntum. Þetta svæði er á Djur- gárden í Stokkhólmi og var opnað 1996. Þama er hægt að upplifa ævintýri úr bók- um Lindgren og annarra sænskra höfunda, til dæmis með því að fara í eins konar lest og koma við hjá ýmsum sögupersónum. Einnig geta börnin tekið þátt í ævin- týrunum, til dæmis hjá Línu og Kalla á þakinu og er æskilegt að þau komi í fötum sem þola þátttökuna. Þama er einnig bamaleikhús. Árlega koma yfír 300.000 manns í þetta ævintýraland. Einnig talaði Helena um Rum för barn, sem opnað var 1998 en það er bókasafn þar sem innrétt- ingar og skipulag er miðað við þarfír bama, en þar er einnig hægt að hlusta á tónlist, mála o.m.fl. Bömin geta líka gert bókamerki og skrifað á þau umsögn sem þau skilja eftir í lesinni bók fyrir næsta notanda. Aðsóknin að þessum stað er slík að hafa verður ljósastýrðan aðgang. Sýndi Helena myndir af báðum þessum stöðum. Eftir erindið svaraði Helena fyrirspurnum og tók þátt í umræðum. Ragnheiður fundarstjóri kom með marga góða fróðleiksmola, vangaveltur og ábendingar. Sleit hún ráðstefnunni um kl. 14:00. Því má bæta við að ráðstefnan var fjölsótt og afar vel heppnuð. Inga Kristjánsdóttir fulltrúi Upplýsingar í nefnd um Gerðubergsráðstefn u 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 22

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.