Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 39

Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 39
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða Bókasafn MH í nýtt húsnæði Bókasafn Menntaskólans við Hamrahlíð var opnað í nýju húsnæði í janúarbyrjun 2007. Búið er að byggja nýja álmu við skólann sem hýsir líkamsræktarsali, raun- greinastofur auk bókasafns skólans. Svipmynd frá Bókasafni MH Bókasafnið er staðsett á annarri hæð í tengibyggingu sem tengir nýja húsið við gamla skólann og er yfír nýjum aðalinn- gangi hússins. Húsnæðið er mjög bjart og skemmtilegt. Gluggar eru eftir endilöngu safninu mót norðri og einnig eru innvegg- ir sem aðskilja safnið frá tengigangi að stórum hluta úr gleri, þannig að það er mjög sýnilegt og opið. Stærð safnsins er rúmir 300 m2 auk þess hefur safnið afnot af aðliggjandi 60 m2 kennslustofu sem er útbúin með les- básum. Sæti eru fyrir rúmlega 100 manns, þar af eru hópvinnuborð fyrir nær 50 og í lesbásum í bókasafnsrými og aðliggjandi kennslustofu eru 48 sæti. Stækkun hús- næðis er töluverð en gamla safnið var 236 m2 og vinnustaða fyrir 70 nemendur. Greinileg aukning er í notkun á safn- inu eftir flutninginn. Borðtölvum Qölgaði úr 5 í 8 og nemendur geta fengið lánaðar 20 fartölvur til notkunar einungis inni á safninu. Safnið er vel staðsett skólanum og tengir nýbygginguna skemmtilega við aðalbygginguna. Ásdís H. Hafstað forstöðumaður bókasafns MH Félag fagfólks á skóla- söfnum Á aðalfundi Félags skólasafnskennara 15. mars síðastliðinn voru lagðar fram breyt- ingar á lögum félagsins. Þessar breytingar miða að því að félagið verði vettvangur fræðslu og uppbyggingar á skólasöfnum landsins. Félagið heitir nú Félag fagfólks á skólasöfnum, skammstafað FFÁS. Tilgangur félagsins verði eins og segir í tillögunum sem voru samþykktar ein- róma, að efla starf á skólasöfnum og stuðla að viðurkenningu starfsins sem sér- hæfðrar starfsgreinar. Ennfremur að gæta hagsmuna félagsmanna við gerð kjara- samninga, efla samheldni, tengsl og stéttarvitund og gæta faglegra og félags- legra hagsmuna félagsmanna gagnvart innlendum og erlendum aðilum. Félaginu er mikið í mun að efla faglegt starf meðal félagsmanna og vinna að því að allir sem starfa á skólasöfnum hafi menntun við hæfi. Ennfremur stuðli félagið að endur- menntun, efli rannsókna- og fræðistörf sem varða skólasöfn og samstarf við sam- bærileg erlend félög. Félagar eru kennarar sem hafa viður- kennda framhaldsmenntun í bókasafns- og upplýsingafræði og bókasafns- og upplýs- ingafræðingar. Ný stjóm var kjörin á fundinum og hana skipa: Formaður: Pia Viinikka, Húsaskóla. Varaformaður: Guðný ísleifs- dóttir, Ingunnarskóla. Ritari: Hallbera Jó- hannesdóttir, Brekkubæjarskóla. Gjald- keri: Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir, Lang- holtsskóla. Meðstjómandi: Ámý Jóhann- esdóttir, Foldaskóla.. Varamenn: Guð- björg Garðarsdóttir, Breiðagerðisskóla og Guðríður Kristjánsdóttir, Réttarholtsskóla. Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir 8. aðalfundur Upplýsingar 21. maí 2007 Áttundi aðalfundur Upplýsingar verður haldinn þriðjudaginn 21. maí 2007, kl. 15:30 í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu. Venjuleg aðalfundarstörf, samanber 8. gr. laga félagsins. Að fundinum loknurn verða viður- kenningar Upplýsingar íyrir bestu ísl- ensku fræðibækumar fyrir börn og full- orðna fyrir árið 2006 afhentar. Sérstakt fundarboð fylgir blaðinu. Stjórn Upplýsingar 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 39

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.