Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 15

Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 15
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða framlögum á fjárlögum og einnig af bóka- söfnunum í landinu, stofnunum og fyrir- tækjum. Með hliðsjón af þeirri góðu reynslu sem fengist hefur af þessu starfí var ákveðið að endumýja þennan þjón- ustusamning með nokkrum breytingum, sem einkum er ætlað að auðvelda starf- sernina. Meðal nýrra atriða sem er að fínna í endumýjuðum þjónustusamningi em m.a. ákvæði um gerð ársskýrslu, árs- fund fulltrúa verkkaupa, helstu greiðenda og hagsmunaaðila landsaðgangs og skip- un stjómamefndar, sem skal vera safninu til ráðgjafar. Markmið samninga um landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum var að auka slíkt aðgengi fyrir alla lands- menn og þar með að jafna tækifæri fólks um allt land til að notfæra sér slík rafræn gögn af öllu tagi, en í gegnum þetta verk- efni hafa allir landsmenn aðgang að alls 12 innlendum og alþjóðlegum gagna- söfnurn og yfír 10.000 tímaritum. Þessir samningar hafa skilað miklum ávinningi sem verður sífellt meiri eftir því sem slíkur aðgangur vinnur sér sess meðal þjóðarinnar. Er það von samningsaðila að með þessum samningi sé mörkuð stefna til framtíðar varðandi landsaðgang að raf- rænum tímaritum og gagnasöfnum, og að þessi starfsemi eigi eftir að eflast og dafna og að landsmenn eigi í auknum mæli eftir að notfæra sér þau einstöku tækifæri, sem þessi aðgangur felur í sér. Vefrit Menntamálaráðuneytis, 3/2007 Landsaðgangurinn - óþrjótandi lind Landsaðgangurinn gefur öllum Islending- um aðgang að ScienceDirect þar sem birt eru vísindaskrif á sviði líf- og raunvís- inda. Fyrir skemmstu var milljarðasta grein- in sótt á ScienceDirect frá því að farið var að telja sóttar greinar árið 1999. Þetta samsvarar því að 36 greinar hafa verið sóttar á hverri sekúndu. Vinsælustu tíma- ritin eru The Lancet sem birtir greinar í læknisfræði og skyldum greinum og Tetrahedron Letters en þar er einkum að fínna greinar í lífrænni efnafræði. Tölvunotendur í Bandaríkjum Norður- Ameríku sóttu flestar greinar eða um ijórðung, Bretar tíundu hverja grein, Japanir rúm 7% og í 10 sæti eru Þjóð- verjar sem sóttu rúm 2,8%. Ef tekinn er greinaíjöldi sem hver þegn einstakra landa sótti breytist myndin verulega. Hver íslendingur hefur sótt 2,161 grein á Scien- ceDirect, Svisslendingar eru í öðru sæti með 1,674 greinar, Ástralar i því þriðja með 1,506 greinar og Svíar eru í ljórða sæti með 1,463 greinar. Stóru löndin sem eru í toppi hvað heildarijöldann varðar lenda mun aftar í höfðatölulistanum: Bandaríkjamenn í 20. sæti, Japanir í 27. sæti og Þjóðverjar í 35. sæti. Land Heildar- notkun íbúa- fjöldi' Fjöldi greina per íbúa Island 646.979 299.388 2,161 Sviss 12.591.584 7.523.934 1,674 Ástralía 30.527.498 20.264.082 1,506 Sviþjóð 13.195.442 9.016.596 1,463 Bretland 87.456.419 60.609.153 1,443 Singapúr 6.066.230 4.492.150 1,350 Holland 21.965.005 16.491.461 1,332 Finnland 6.739.033 5.231.372 1,288 Irland 4.948.137 4.062.235 1,218 Nýja Sjáland 4.732.751 4.076.140 1,161 Vefrit Menntamálaráðuenytis, 6/2007 Landsaðgangur að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum 2006 Á árinu 2006 voru kynningar fyrir starfs- fólk skólasafna í Reykjavík 6. mars, á fundi framhaldsskólabókavarða og í Bókasafni Reykjanesbæjar 13. mars, al- menn kynning á aðganginum í Þjóðar- bókhlöðu 23. mars, 26. september í Skagafirði og 13. október á Selfossi. Heimsóknir frá erlendum útgefendum og gagnasölum voru íjórar. Fulltrúar frá Elsevier komu til landsins 4. maí, fulltrúi frá Swets kom í Þjóðarbókhlöðuna 15. júní, fulltrúi frá Blackwell var á sama 1 Mannfjöldatölur: www.census.gov. 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 15

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.