Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 20

Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 20
Fregnir. FréttabréfUpplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða ur prófessors að vera í forsvari fyrir grein- inni og skila henni áfram. Sigrún Klara lauk B.A. prófi í ensku, íslensku og bókasafnsfræði frá Háskóla íslands árið 1967. Hún lauk M.S.L.S prófí (Master of Science in Library Science) í bókasafnsfræði frá Wayne State Univer- sity, Detroit í Michigan í Bandaríkjunum árið 1968. Hún var fyrsti íslendingurinn til að ljúka doktorsprófi í greininni en hún lauk doktorsprófí frá Chicagoháskóla í Bandaríkjunum 23. janúar árið 1987. I meira en 18 ár var hún jafnframt eini ís- lendingurinn með doktorspróf í bóka- safnsfræði. Sigrán Klara er ennfremur löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi úr ensku. Árið 1971 var Sigrán Klara ráðin stundakennari í bókasafnsfræði og árið 1975 var hún skipaður lektor í bókasafns- fræði og var þá jafnframt fyrsti fasti kennarinn sem ráðinn var við greinina. Hún var dósent frá 1984 til 1992 og pró- fessor frá 1992 en gaman er að geta þess að Sigrán Klara var fyrsta konan innan félagsvísindadeildar til að hljóta pró- fessorsstöðu. Allan þann tíma sem Sigrún Klara var við kennslu hafði hún með höndum upp- byggingu greinarinnar. Óhætt er að full- yrða að oft hefur hún þurft að sækja á brattann við það mikla og vandasama starf sem í því fólst. En hún tókst á við þetta hlutverk af stórhug og skörungsskap. Enda býr hún yfír þeim eiginleikum sem til þarf; lifandi og frumkvæðum áhuga, hugmyndaauðgi og kjarki til að hrinda hugmyndum í framkvæmd, og dugnaði til að fylgja þeim eftir. Sigrán Klara starfaði óslitið við kennslu og rannsóknir fram til ársins 1997 þegar hún fór í árs leyfí frá kennslu. Hún hefur því starfað við kennslu í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Islands í rúmlega helming þess tíma sem boðið hefur verið upp á það nám innan skólans. Hún var ráðin, árið 1998, framkvæmda- stjóri Nordinfo, the Nordic Council for Scientific Information, sem hafði aðsetur í Helsinki í Finnlandi. Árið 2002 tók hún við starfí landsbókavarðar og gegndi því fram til 30. mars 2007 er hún lét af störf- um. Auk þess sem hér hefur verið nefnt hefur Sigrún Klara gegnt ótal tránaðar- störfum bæði hér á landi og á alþjóðlegum vettvangi. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar 2003 fyrir framlag til bókasafns- og upplýs- ingafræða. Á þeim langa tíma sem Sigrán Klara hefur verið við Háskóla Islands hefur hún sýnt mikinn metnað fyrir hönd greinarinn- ar og ávallt verið tilbúin til að sinna henni á einstaklega ósérhlífinn hátt. Undir henn- ar stjórn efldist greinin og dafnaði. Sig- rúnu Klöru er það einkar vel gefíð að sjá fyrir þörfina áður en hún verður til og hún hefur til að bera faglegt mat sem er byggt á mikilli þekkingu, víðsýni og reynslu. Sem kennari var hún einkar farsæl enda er hún þeim hæfíleika gædd að það sem hún segir festist í minni. Hún nær að fanga at- hyglina og benda á það sem skiptir máli. Hún er jafnframt ákveðin en ávallt tilbúin að hlusta á skoðanir annarra svo fremi sem þær eru byggðar á faglegum grunni. Á þeim áratugum sem Sigrán starfaði við greinina hefur hún komið að menntun og þjálfun stórs hluta, og væntanlega langflestra starfandi íslenskra bókasafns- og upplýsingafræðinga. Hún á því afar stóran þátt í þeirri fæmi og þekkingu sem byggð hefur verið upp hjá stétt bókasafns- og upplýsingafræðinga. Fyrir hönd bókasafns- og upplýsinga- fræðiskorar vil ég þakka Sigrúnu Klöru fyrir hennar mikla og góða starf í þágu greinarinnar. Það er afar dýnnætt að hafa haft hana sem fmmkvöðul og í farar- broddi við uppbyggingu kennslu í bóka- safns- og upplýsingafræði. Dr. Agústa Pálsdóttir dósent við bókasafns- og upplýsingafrœðiskor Háskóla Islands Nýr vefur Upplýsingar Stjórn Upplýsingar hefur fest kaup á vef- umsjónarkerfi frá Tónaflóði. Nú er verið að flytja vefínn í nýtt umhverfi og hanna útlit. Kerfíð býður upp á ýmsa möguleika, svo sem innri og ytri vef og viðburða- dagatal. Stefnt er að opnum vefsins á að- alfundi félagsins 21. maí næstkomandi. Stjórn Upplýsingar 32. árg. - I. tbl. 2007 - bls. 20

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.