Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 26

Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 26
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Þessum aðferðum er auðveldlega hægt að beita á vefnum og er beitt af langflest- um alþjóðlegum stórfyrirtækjum til þess að byggja upp svo kallaða „customer pro- files“. í umræðunni fer hinsvegar minna fyrir því að neytendur hafa með þessum aðferðum sjálfír enga stjóm á hvemig upplýsingar um þá eru notaðar; hvort þær verða t.d. seldar í framtíðinni, í heild eða hluta eða notaðar til að byggja upp annarskonar verslun hjá sama fyrirtæki - eða öðm fyrirtæki. Neytendur hafa enga stjóm á hvort upplýsingum þeirra er vand- lega haldið saman eða ekki - það sýnir sig til dæmis í æ ríkari mæli að upplýsingar sem þessar em notaðar til þess að hópa saman ákveðnar „tegundir" af fólki/neyt- endum þar sem einhverjir verða eftirsóttir af ráðandi markaðsöflum á meðan aðrir hópar verða óvinsælir eða jafnvel óæski- legir. Upplýsingar sem þessar verða því sí- fellt verðmætari í nútíma markaðsum- hverfí og aðferðir til þess að lesa út úr, til dæmis vefheimsóknum og því hvemig veftenglar og nöfn léna tengjast, gerast æ einfaldari. Smærri og fleiri fyrirtæki á vefnum hafa þ.a.l. nú betra tækifæri til þess að nýta sér þessa tækni til þess að fylgjast með, leita uppi og safna upplýs- ingum um viðskiptavini sína. Fyrir nokkru síðan hóf svo Google að bjóða upp á niðurhal á litlu veftóli („ókeypis" gegn innskráningu með notandanafni og per- sónuupplýsingum) sem kallast Google Analytics og auðveldar fyrirtækjum á vefnum enn frekar að merkja hreyfíngar viðskiptavina sinna. Google safnar að sjálfsögðu öllum innskráðum persónuupp- lýsingum þeirra sem hlaða niður veftólinu - en ætli þeir hafí aðgang að öllum þeim neytendaupplýsingum sem Google Ana- lytics safnar? Web Mining er spennandi að því leyti að með tölvutækni má skrá, flokka og vinna úr gríðarlegu magni upplýsinga til þess að búa til nýjar og mjög verðmætar markaðsupplýsingar. Ekkert okkar vildi sjálfsagt heldur vera án þess að geta skoð- að Amazon.com síðuna sína, flett fram og tilbaka, séð eldri kaup og fínna góða bók eftir meðmælum „Amazon“? Kristín Lára Ragnarsdóttir: School librarian - marketing specialist?! - Skólabókasafnsfrœðingur - sér- fræðingur í markaðssetningu?! Fyrirlestur þeirra Michaelu Banek Zorica, Sonju Spiranec og Nikolaj Lazic sem komu frá Króatíu var mjög áhugaverður. Þau höfðu gert könnun á því hvort bóka- safnsfræðingar í skólasöfnum gerðu sér grein fyrir mikilvægi markaðssetningar og hvort þeir notuðu aðferðafræði markaðs- fræðinnar. Niðurstöður þeirra voru að bókasafnsfræðingar væru meðvitaðir um að starfsemi þeirra væri markaðstengd en þá skorti þjálfun og kennslu í markaðs- fræðum. Rannsakendur vildu að markaðs- fræði væri kennd í námi bókasafnsfræð- inga og að boðið yrði upp á kennslu fyrir starfandi bókasafnsfræðinga. Markaðssetningu skólabókasafna líktu þau við markaðssetningu fyrirtækja en án ágóða. Ágóði safna með markaðssetningu væri að efla orðspor safnsins, sem fengist með faglegum vinnubrögðum, þróun starfsins og starfsgreinarinnar. Með tilkomu tölvutækninnar hefur hlutverk bókasafnsfræðinga breyst, þeir þurfa stöðugt að bæta við sig þekkingu og fylgjast með nýjungum. Þeir þurfa að skil- greina hlutverk safnsins og endurspegla þörf notenda sinna sem eru nemendur, starfsfólk, stjóm og foreldrar. Kynna þarf safnið fyrir kennurum sem svo aftur kynna safnið fyrir nemendum og hvetja þá til að nota það í námi sínu. Imynd safnsins ætti að hæfa þeirri menningu er það starfar í. Markaðssetning þeirra beindist einnig að mikilvægi þess að skólasöfn hefðu heimasíðu eða væri kynnt á heimasíðu viðkomandi skóla til kynningar á starf- semi sinni. í könnun þeirra kom í ljós að 190 skólar (elementary and high schools) hefðu vefsíður en af þeim voru 22 síður með slóðir sem ekki virkuðu og/eða höfðu ekki verið uppfærðar síðan 1997. Nokkrir skólar höfðu vefsiðu þar sem fram kom að þar væri bókasafn en enginn tengill var á safnið og bókasafnsfræðingsins var ein- ungis getið á starfsmannalistanum. Upp- lýsingar vantaði um hversu margir skólar eru í Króatíu og hversu stórt hlutfall þess- 32. árg. - I. tbl. 2007 - bls. 26

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.