Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 18

Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 18
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða bundna efnisorðalyklinum eru notuð heimasmíðuð íslensk efnisorð. Leitin er bæði skemmri leit og ítarleit. Einnig er safnið flokkað í efnissvið skv. MeSH frá National Library of Medicine og hins vegar er efnið flokkað í samræmi við svið og deildir spítalans og fær þá hver flokkur sérstakt leitarhæft tákn. Þannig geta til dæmis einstök svið kallað fram allt sem þeirra starfsmenn hafa skrif- að á hvaða efnissviði sem er. Greinar sem eru vistaðar í safninu eru leitarhæfar á til dæmis í Google. Varðveislusafnið getur vistað gögn á margs konar formi, svo sem texta-, hljóð-, og myndaskrár. Þannig verður mögulegt að vista fyrirlestra sem teknir hafa verið upp. Til að varðveisla vísindaefnis eftir starfsmenn LSH sé tryggð þarf að vista vísindagreinar í þeirri útgáfu sem þær fara til útgefanda. Flestir útgefendur leyfa þannig vistun. Fyrst í stað er einungis ætlunin að vista og varðveita ritrýnd lokahandrit greina eða bókarkafla sem samþykkt hafa verið til útgáfu. Síðar verður bætt við ritgerðum og veggspjöldum. Háskólar á Norðurlöndunum hafa sam- einast um samskonar varðveislusöfn og vonandi verður samskonar samvinna með- al háskóla hér á landi. Ytarlegri upplýsingar um Hirslu er hægt að nálgast með því að skoða þessa vefslóð: http://www4.landspitali.is/lsh vt ri.nsf/pages/busv 0005 Hafír þú áhuga á að setja tengil af vef- síðu þinnar stofnunar í Hirslu er hægt að gera eftirfarandi: a) Tengill (hlekkur) á vefslóðina, http://www.hirsla.lsh.is/ b) Fara á vefslóðina, http://www.hirsla.lsh.is/lsh/html/2336/981 6/merki logo hirsla.htm og sækja þar merki (lógo) eða leitarglugga Hirslu. Sólveig Þorsteinsdóttir sviðsstjóri Bókasafns- og upplýsingasviði LSH Ný stjóm Blindrabókasafns Stjóm Upplýsingar hefur tilnefnt Erlu Kristínu Jónasdóttur, aðalmann og Hrafn A. Harðarson, varamann, í stjóm Blindrabókasafns Islands fyrir 2007-2011. Frumkvæði og fagmennska Fimmtíu ára afmæli kennslu í bókasafns- og upplýsingafræði Ráðstefna 23. mars 2007 ífyrirlestrasal Þjóðminjasafns Islands Bókasafns- og upplýsingafræðiskor hefur á undanfömum mánuðum fagnað 50 ára afmæli kennslu í greininni með margvís- legum hætti. Þegar dagskrá fyrir afmælis- árið var skipulögð var strax ákveðið að hápunktur afmælishaldanna ætti að vera ráðstefna þar sem ijallað yrði um þróun fagsins og framtíðarsýn þess. Sama kvöld skyldi haldin vegleg afmælishátíð þar sem bókasafns- og upplýsingafræðingar gætu komið saman og glaðst. Til að gera þetta mögulegt fékk skorin til liðs við sig stóran og öflugan hóp af starfandi bókasafns- og upplýsingafræðingum sem komu að und- irbúningi ráðstefnunnar og afmælisdag- skrárinnar um kvöldið með einum eða öðrum hætti. Einnig fengust rausnarlegir ljárstyrkir til að halda ráðstefnuna. Ráðstefnan Frumkvœði og fagmennska var haldin í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Islands fostudaginn 23. mars síðastliðinn. Ráðstefnan var fjölsótt en rúmlega eitt hundrað manns sóttu hana. A þeim tíma- mótum sem 50 ára afmæli kennslu í grein- inni er gefst tilefni fyrir stéttina til að staldra við, horfa vítt yfír sviðið og velta því fyrir sér hvernig hún hefur þróast hér á landi, en einnig að fræðast um það hvemig áherslur í kennslu hafa þróast annar staðar og hvaða hugmyndir erlendir fmmkvöðlar hafa um framtíðarsýn fags- ins. Fengnir vom tveir erlendir gesta- fyrirlesarar til að ijalla um þessi málefni. Dr. Ken Haycock prófessor, sem er yfír- maður School of Library and Information Science, San José State University í Kali- fomíu, fjallaði um þróun í bókasafns- og upplýsingafræði á 21. öldinni. Og Gitte Larsen frá Danmarks biblioteksskole fjall- aði um breytingar á hlutverki bókasafns- og upplýsingafræðinga og tengsl símennt- un og faglegrar þróunar. Að lokinni ráðstefnunni var móttaka í Þjóðarbókhlöðu í boði Landsbókasafns Islands - Háskólabókasafns. Að henni lok- inni var gengið yfír á Hótel Sögu til hátíð- 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 18

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.