Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 34

Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 34
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Þáttakendur námskeiðsins á góðri stund Næsta SLAMIT námskeið verður haldið á írlandi í nóvember 2007. María Hrafnsdóttir Skólasafni Garðaskóla Ingibjörg Baldursdóttir Skólasafni Flataskóla Alþjóðleg skráningarráð- r stefna á Islandi 2007 - um hávetur Dagana 1. og 2. febrúar 2007 var haldin alþjóðleg skráningarráðstefna á Grand hóteli í í Reykjavík. Ráðstefnan bar yfir- skriftina Back to Basics - and Flying into the Future. Að henni stóðu Lands- bókasafn Islands - Háskólabókasafn, NFBN (Samband félaga norrænna rann- sóknarbókavarða), bókasafns- og upplýs- ingafræðiskor Háskóla Islands og Upp- lýsing - Félag bókasafns- og upplýsinga- fræða. A ráðstefnunni var fjallað um nýja staðla og reglur um skráningu í bókasöfn- um, sem taka munu gildi árið 2009. í þessum nýju reglum - og við verðum að læra nöfnin á þeim; RDA (Resource De- scription and Access), FRBR (Functional Requirements for Bibliographic Records), ICABS (IFLA-CDNL Alliance for Biblio- graphic Standards) er ný hugmyndafræði og hugsun sem þeir sem vinna við skrán- ingu upplýsinga - og endurheimtur þeirra þurfa að tileinka sér. Á ráðstefnunni var fjallað um þessi efni frá fræðilegu, tæknilegu og mannlegu sjónarhorni. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar var dr. Barbara B. Tillett frá Library of Congress en óhætt er að segja að hún sé einn aðal hugmyndasmiðurinn á þessu sviði. RDA staðallinn, sem notaður verður í stað AACR2, byggir á því að nálgast skráningu á „conseptual" hátt - skoða hana sem þrívíða í stað tvívíðrar áður. Caroline Brazier frá British Library flutti fyrirlestur um stöðu skráningarmála í safninu en þar var Aleph 500 bókasafns- kerfið frá ExLibris nýlega innleitt. Þetta var ákaflega forvitnilegur fyrirlestur og þá ekki síst vegna stærðar safnsins en það á nálægt hundrað milljónir eintaka. Renata Gömpel frá þýska þjóðbókasafninu sagði frá því að frétta af ICABS væri að vænta síðar á þessu ári. Þrír norrænir fyrirlesarar fluttu erindi. Trond Aalberg frá NTNU í Trondheim sagði frá prófunum á FRBR- seringu bókasafnsskráa í norska mark- sniðinu. Fyrirlestur hans var mjög tækni- legur en fluttur á þann hátt að allir skildu - eða að minnsta kosti skynjuðu um hvað málið snýst. Erik Thorlund Jepsen frá Biblioteksstyrelsen í Danmörku Qallaði einnig um FRBR-seringu bókfræðifærslna og gaf ýmis dæmi um hvernig hún kæmi út í bókasafnsskrám, einkum í dönskum bókasöfnum. Sigrún Hauksdóttir, for- stöðumaður kerfisþjónustu Landskerfis bókasafna, sagði frá stöðunni á íslandi þar sem nánast öll bókasöfnin nota saman bókasafnskerfið Gegni og hafa einn sam- eiginlegan bókfræðigrunn. Erindi hennar vakti mikla athygli ráðstefnugesta og hún fékk fjölda spuminga. Þá fluttu fulltrúar tveggja bókasafnskerfa erindi um hvernig þeirra kerfi hyggist bregðast við RDA og FRBR. Þetta voru John Espley frá VTLS og Judy Levi frá ExLibris. Það var mjög fróðlegt að hlusta á erindi þeirra, ekki síst vegna þess hversu ólík þau vom. John Espley nálgaðist efnið út frá kerfinu sjálfu en Judy Levi setti sig frekar í spor not- andans og íjallaði um álitlega framtíðar- sýn. Öll þessi vinna snýst um að auðvelda notandanum að finna það efni sem hann þarf á að halda hverju sinni. Og til þess að geta tekist á við þessa nýju hluti í fram- tíðinni verðum við bókasafnsfræðingar að leita aftur til fortíðarinnar og vinna í gmnni fræða okkar. í lok fyrri dagsins gerðu ráðstefnugest- ir sér glaðan dag. Haldið var til móttöku í Þjóðarbókhlöðu og þaðan á Hótel Sögu. Þar borðuðu allir vel af íslensku lamba- kjöti og skyri, hlustuðu á Möggu Stínu túlka Megas og tóku þátt í getraun sem smellt var saman af þessu tilefni og sner- ist um að þekkja kvikmyndir þar sem 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 34

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.