Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 32

Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 32
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða inga. Um tuttugu böm á aldrinum 4-12 ára hafa lagt stund á þýskunámið i vetur, bæði stelpur og strákar. Nokkur fjölgun hefur orðið í hópnum siðan bamastarfið fór af stað í haust og enn bætist í hópinn. For- eldrar og forráðamenn hittast og spjalla eða lesa á meðan bömin em í kennslu- stundum. Ólöf BreiðQörð og Martin Kollmar em foreldrar bama sem notið hafa þýsku- kennslunnar. Ólöf bjó lengi í Þýskalandi en flutti aftur til Islands fyrir þremur árum með strákana sína, þá 3ja, 5 og 11 ára gamla. Drengurinn í miðið heldur þýskukunnátt- unni vel við með því að sækja bamastarf Hollvinafélagsins og tala þýsku við önnur böm í hópnum. Yngsti drengurinn talaði ekki mikla þýsku þegar ljölskyldan flutti en hann skilur heilmikið núna þar sem ijölskyldan hefur það fyrir sið að horfa á þýska bíómynd á laugardagskvöldum. Ólöf er afar ánægð með aðbúnaðinn á Bókasafni Hafnaríjarðar: „það er flott héma, mjög góð aðstaða og bara alveg frábært að vera héma“. Martin er Þjóðverji en hefur verið bú- settur á Islandi í rúmt ár. Hann á tvö böm, 5 og 7 ára, sem sækja þýskukennsluna. Kona Martins er íslensk og vilja þau gjaman að bömin læri bæði íslensku og þýsku. „Þessi kennsla hjálpar okkur mjög mikið að halda við þýskunni hjá bömun- um. Það er alls ekki nóg að einhver einn tali þýsku á heimilinu. Það þarf meira til að viðhalda henni hjá bömunum og þessi kennsla hér leggur sitt af mörkum til þess.“ segir Martin. Bæði Ólöf og Martin vom smeyk um að bamastarfið myndi detta upp fyrir er Goethe-Zentmm var lagt niður. Foreldrar tóku saman undirskriftalista til stuðnings áframhaldandi barnastarfí á vegum Þýska bókasafnsins og Oddný G. Sverrisdóttir, dósent í þýsku og deildarforseti við Há- skóla íslands, aðstoðaði meðal annars við að útvega kennara. Martin telur að allir séu ánægðir með niðurstöðuna. Honum finnst Bókasafn HafnarQarðar vera heimilislegt og laust við stofnanabrag og telur að þar geti myndast „góð og skemmtileg þýsk stemming". Frá því Þýska bókasafnið var flutt í Bókasafn Hafnarijarðar hefur verið unnið að því að skrá safnkostinn í Gegni, sam- skrá íslenskra bókasafna. Búið er að skrá allar bamabækur, hljóðbækur og stóran hluta myndefnis, bæði á myndböndum og DVD en megnið af skáldsögum og kennsluefni er enn óskráð. Bókasafn i lafnaríjarðar hefur aukið framboð sitt af þýskum tímaritum og hefur sú breyting mælst vel fyrir. Frá sameiningunni hafa Bókasafni Hafnarijarðar borist bækur, tímarit og myndefni að gjöf frá Þýska sendiráðinu, Hollvinafélagi Þýska bóka- safnsins og frá einstaklingum. Martha Ricart og Svanur Már Snorrason Bókasafni Hafnarjjarðar Námskeið um skólasöfn í Tékklandi Dagana 21. til 27. nóvember 2006 var haldið námskeiðið School Libraries as Learning Centers á vegum Comenius - evrópska skólasamstarfsins undir yfir- skriftinni SLAMIT - School Libraries as Multimedia Centres. In-service Train- ing. Fór það fram í Humpolec í Tékk- landi. Þetta var fyrsta námskeiðið sem haldið var í framhaldi af verkefnunum SLAM og GRANDSLAM sem voru samstarfsverkefni íjögurra Evrópulanda (Danmerkur, Noregs, Portúgals og Tékk- lands) um þróun og eflingu skólasafna sem miðstöðva margmiðlunar og notkun þeirra í skólastarfi. Undirritaðar ákváðu að taka þátt í þessu námskeiði þar sem ekki gefst oft kostur á að sækja námskeið sem fjalla um skólasöfn og starfsemina sem þar fer fram. Þátttakendur í námskeiðinu voru 34 frá níu Evrópulöndum. Meginmarkmið námskeiðsins var að: > Kynna þátttakendum fjölbreyttar náms- aðferðir nemenda, fjölgreind o.fl. > Kynna hvemig hægt er að samþætta og þjálfa upplýsingalæsi í öllum náms- greinum. > Berjast fyrir þróun skólasafna í löndum Evrópu. 32. árg. - 1. ibl. 2007 - bls. 32

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.