Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 2

Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 2
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Fylgt úr hlaði Forsíðusafn Fregna að þessu sinni er Bókasafn Flensborgarskólans í Hafnar- firði þar sem nýtt safn byggir á gömlum grunni en eins og kemur fram í kynning- argreininni er safnið er nýflutt í stórt og glæsilegt húsnæði. Stjóm Upplýsingar tók upp þá ný- breytni að senda formönnum allra stjórn- málaflokka sem bjóða fram til Alþingis í vor bréf þar sem vakin var athygli á mikil- vægi bókasafns- og upplýsingamála. Jafn- framt voru sendar nokkrar spumingar til flokkanna varðandi málaflokkinn og til- greint að svörin yrðu birt í fréttabréfi félagsins. Svör bámst frá þremur flokk- um. Af öðru efni í blaðinu má til dæmis nefna kynningu á stefnu Upplýsingar, frá- sagir af ráðstefnum og fundum, grein um markaðstarf, sagt er frá bamastarfi og auk ýmissa frétta og frásagna. Sérstök athygli er vakin á frétt af stofnun nýrra samtaka, Félags fagfólks á skólasöfnum, FFÁS. Frá stofnun Upplýsingar má greinilega merkja aukinn Qölda og gæði greina sem blaðinu berast og hefur verið einstaklega ánægjulegt að fylgjast með þeirri þróun. Höfundum greina og pistla eru hér með færðar bestu þakkir fyrir þeirra fram- lag en á þeim byggist tilvera og upplýs- ingagildi blaðsins fyrst og fremst. Við starfsfólk bókasafna- og upplýs- ingamiðstöðva eigum að leggja metnað okkar í að deila fréttum af starfsemi safn- anna og hvers konar nýbreytni og nýjung- um með starfssystkinum og efla þannig fagmennsku og félagsvitund okkar. Ritstjórar Árgjald Upplýsingar 2007 í byrjun mars vom greiðsluseðlar fyrir árgjald Upplýsingar 2007 sendir út. Fyrir hönd stjórnar eru félagsmenn hvattir til að greiða árgjöldin sem fyrst og stuðla þannig að áframhaldandi tilvist og eflingu féiagsins. Félagsgjald einstaklinga er 5.000 kr. Samkvæmt lögum félagsins er nemaaðild helmingur af fullri aðild eða kr. 2.500 og stofnanaaðild helmingi hærri en einstakl- ingsaðild eða kr. 10.000 Þeir sem ekki vilja vera áfram í félag- inu eru vinsamlegast beðnir að tilkynna það til stjómar og einnig em þeir sem hafa nýlega skipt um heimilisfang, símanúmer eða netfang beðnir að láta stjóm félagsins vita af því. Skrifstofa Upplýsingar að Lágmúla 7 er opin á fimmtudögum frá 16-18. Net- fang er upnlvsing@bokis.is. sími: 553- 7290. Eindagi árgjalda Upplýsingar var 10. apríl. Við þökkum þeim Ijölmörgu félagsmönnum sem þegar hafa greitt út- senda greiðsluseðla og hvetjum hina sem vilja áfram vera í félaginu að greiða ár- gjaldið sem fyrst. Umsýslugjald kr. 450 leggst ofan á félagsgjaldið ef greitt er eftir 15. apríl. Með félagskveðju, Anna Elín Bjarkadóttir og Þóra Jóndóttir gjaldkerar Upplýsingar Úthlutun úr Minningarsjóði Astrid Lindgren 2007 Þann 14. mars síðastliðinn var tilkynnt um fimmtu úthlutun úr Minningarsjóði Astrid Lindgren, ALMA - Astrid Lindgren Me- morial Award, sem sænska ríkisstjómin stofnaði árið 2002. Ur sjóðnum eru árlega veitt alþjóðleg bókmenntaverðlaun fyrir barna- og unglingabókmenntir og lestrar- hvetjandi verkefni. Verðlaunaupphæðin er alls fimm milljónir sænskra króna. Að þessu sinni voru 133 tilnefndir frá 52 löndum. Verðlaunin í ár hlaut, Bóka- bankinn, Banco del Libro, í Venesúela. Bókabankinn, sem er stofnun með höfuð- stöðvar í Caracas, var stofnaður árið 1960 og starfar á sviði lestrarörvunar og vinnur nú að framgangi lestrar í Venesúela á öll- um sviðum barnabókmennta. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn þann 30. maí næstkomandi á safn- inu á Skansinum í Stokkhólmi. Nánari upplýsingar er að frnna á vef Minningarsjóðsins, www.alma.se og á vef Bókabankans, www.bancodellibro.org.ve. Þórdís T. Þórarinsdóttir 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 2

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.