Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 29

Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 29
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða ur hvattar til að veita sér og bömum sín- um hlutdeild í því einstaka ævintýri að opna nýja bók og sökkva sér í lesturinn. Benedikt Kristjánsson Félagi íslenskra bókaútgefenda Markaðssetning Bókasafns Reykjanesbæjar á nýrri öld Byggt á framsögu á fræðslufundi Bóka- safns- og upplýsingafrœðiskorar H.I. 13. september 2006 um kynningarstarf al- menningsbókasafna. Það var í byrjun nýrrar aldar sem farið var að huga markvisst að markaðssetningu Bókasafn Reykjanesbæjar þó margt hafi verið gert árin á undan sem fallið gæti undir markaðssetningu. Þar skipti mestu að bókasafnið flutti í október árið 1993 úr afar óhentugu og þröngu húsnæði á þrem- ur hæðum í bjart og rúrnt húsnæði á einni hæð. í kjölfarið var meðal annars hægt að bjóða upp á ijölmennar samkomur og hef- ur það tækifæri verið nýtt til hins ýtrasta. Árið 1992 kom út bókin Marketing eftir Suzanne Walters úr ritröðinni A How-To-Do-It-Manual for Librarians. í upphafi nýrrar aldar tók undirrituð að sér að þýða og staðfæra aðalatriði bókarinnar svo hún yrði aðgengileg fýrir allt starfs- fólk safnsins. í framhaldi af því var farið að huga markvissar að markaðssetningu bókasafnsins. Okkar leiðarljós hefur verið að laða að fleiri notendur með því að bjóða upp á margvíslega þjónustu sem eykur álit almennings á safninu og við- heldur jákvæðri ímynd. Einnig að vera sí- fellt að minna á okkur með ýmsum hætti. í dag spyrjum við okkur reglulega hverjum við eigum að þjóna og hvað við þurfum að gera til að mæta þörfum nýrra viðskiptavina, eins og háskólanemenda sem fjölgaði mikið þegar kennsla á há- skólastigi hófst í Reykjanesbæ árið 2000. Þetta á bæði við um ljarnám við Háskól- ann á Akureyri í gegnum Miðstöð sí- menntunar á Suðumesjum og tilkomu Íþróttaakademíu í Reykjanesbæ árið 2005. Hér skiptir líka máli að vera vel í takt við breytta tíma. Starfsfólk leggur sig fram um að vera vakandi fýrir nýjungum, grípa á lofti góð- ar hugmyndir sem gefist hafa vel annars- staðar og þær ræddar í daglegu morgun- kaffi og á mánaðarlegum starfsmanna- fundum. Hér verður stiklað á stóm um ýmsar hugmyndir sem gefist hafa vel. • Samstarf. Ánægjulegt samstarf við ýms- ar menningar- og fræðslustofnanir í bæn- um hefur verið mikil lyftistöng fyrir alla. Aðalsamstarfsaðilar bókasafnsins á und- anfömum árum hafa verið menningar- fulltrúi bæjarins og menningarstofnanir bæjarins, Miðstöð simenntunar á Suður- nesjum, Suðurnesjadeild Norræna félags- ins, bókabúðin í bænum, Byggðasafn Reykjanesbæjar, Tónlistarskóli Reykja- nesbæjar og Áhugahópur um Listasafn Erlings Jónssonar. í samstarfi við þessa aðila hafa í mörg ár verið haldnir árvissir menn- ingarviðburðir sem hafa fest sig í sessi í menningarlífinu og jafnan verið vel sótt- ir. Bókasafnið hefur stimplað sig inn sem menningarmiðstöð. • Lestrarmenning í Reykjanesbæ. Vorið 2003 hófst Lestrarmenning í Reykjanes- bæ sem var þriggja ára þróunarverkefni til að auka yndislestur almennings og leggja áherslu á mikilvægi lesturs í mál- þroska bama. Bókasafnið kom frá upp- hafi að verkefninu, hefur meðal annars átt fulltrúa í stýrihópi og tekið saman bóka- lista fyrir bæklinga. Barnabókavörður hélt fyrirlestra í leikskólum fyrir foreldra og starfsfólk og átti sæti í dómnefnd vegna handritssamkeppni. Verkefnið vakti mikla athygli á landsvísu og bóka- safnið fékk þó nokkra athygli í kjölfarið. • Koffort í leikskólum Reykjanesbæjar. Bókasafnið hefúr í samstarfi við leikskóla bæjarins hrint af stað verkefni sem miðar að því að auka aðgengi barna og foreldra að bókum og hvetja til aukins lesturs. Verkefnið kallast „Koffort í leikskólum Reykjanesbæjar“ en koffortin eru farand- bókasöfn í trékistlum. Koffortin virka eins og útibú frá bókasafninu og þar minnum við ríkulega á okkur með texta á límmiðum hverri bók. Allir leikskólamir í Reykjanesbæ koma einnig reglulega í heimsóknir á bókasafnið þannig að tengingin á milli er orðin býsna sterk. Barnabókavörður hefur einnig endurgoldið heimsóknimar tvisvar á ári, kynnt bækur og lesið. • Sumarlestur. í þrjú ár höfum við boðið grunnskólabömum í Reykjanesbæ upp á 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 29

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.