Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 9

Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 9
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Auglýsing eftir umsóknum í Ferðasjóð Upplýsingar 2007 Auglýst er eftir umsóknum í Ferðasjóð Upplýsingar - Félags bókasafns- og upp- lýsingafræða. Hlutverk sjóðsins er að styrkja fullgilda félaga til náms- og kynnisferða. Úthlutunarreglur sjóðsins eru m.a.: • Upphæð sem úthlutað er til hvers styrk- þega er að jafnaði kr. 20.000. Fjöldi út- hlutana fer eftir fjárhagsstöðu sjóðsins hverju sinni. • Styrkþegi skal hafa verið skuldlaus félagi í Upplýsingu a.m.k. fimm ár og a.m.k. fimm ár þurfa að líða á milli úthlutana til sama einstaklings. • Umsækjandi sem ekki hefur hlotið styrk úr sjóðnum áður skal að öðm jöfhu sitja fyrir um styrkveitingu. • í umsókn skal tilgreind ástæða ferðar- innar, hvert ferðinni er heitið, kostnaðar- áætlun og annar hugsanlegur ijárstuðn- ingur. • Umsóknarfrestur er til 1. maí næstkom- andi. Því miður er ekki hægt að taka til greina umsóknir sem berast eftir þann tima (miðað er við dagsetningu tölvupósts eða póststimpils). • Styrkþegar skulu skila skýrslu til stjómar sjóðsins að lokinni ferð og skal skýrslan að öðra jöfnu birt í Fregnum - Fréttabréfi Upplýsingar. í sjóðsstjórn eru gjaldkeri Upplýsingar, sem er formaður sjóðsstjómar, auk hans formaður og varaformaður félagsins sem em meðstjómendur. Umsóknir um styrki skal senda til Upp- lýsingar - Félags bókasafns- og upplýs- ingafrœða, Lágmúla 7,108 Reykjavík. - Netfang: upplysing@bokis.is. Stjórn Ferðasjóðs Upplýsingar Fundur EBLIDA í Reykjavík EEBLIDA, samtök evrópskra bókavarða- félaga, heldur 15. ársþing sitt í Reykjavík dagana 11.-12. maí 2007. Nánari upplýs- ingar á vef samtakanna www.eblida.org. Ritstjórar Mæling á vef Upplýsingar Nú hefur notkunin á vefsíðu félagsins ver- ið mæld í þrjú ár. Það er sem fyrr fyrir- tækið Modemus sem sér um mælingamar. Þessar mælingar þýða að það er hægt að sjá fjölda þeirra sem skoða vefinn á hverj- um klukkutíma, degi, viku og mánuði. Þetta em einkvæmar talningar svo að heimsókn frá hverri IP tölu telst einungis einu sinni innan þess tímabils sem skoðað er. Þegar vikan er skoðuð getur sami aðili því farið oft inn á síðuna á tímabilinu, til dæmis frá miðnætti á mánudegi til mið- nættis á mánudegi viku seinna, en telst einungis sem einn notandi ef urn sömu tölvu (IP tölu) er að ræða. Þegar notkunin á vef Upplýsingar und- anfama mánuði er skoðuð má sjá að um 100 að meðaltali fara inn á vefínn í viku hverri. Eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti fara sumar vikur upp fýrir 150 gesti - toppurinn er 321 í viku 38 og 318 í viku 40 sem er í lok september og byrjun október og má væntanlega rekja til skrán- ingar á landsfund félagsins sem haldinn var í byrjun október. Áhugavert er að skoða aukningu á notkun síðunnar út frá því sem er að gerast hjá félaginu á sama tíma. Það er mat mitt sem vefstjóra að þessi vefmæling sé mjög gott tæki til að sjá hver notkunin á vefnum er. Vala Nönn Gautsdóttir vefstjóri Upplýsingar N 0 D I R N U S , U I I Url I | I ■ r I i Li 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 9

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.