Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 25

Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 25
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða kennara og starfandi bókasafns- og upp- lýsingafræðinga alls staðar að úr Evrópu til að ræða þau mál sem brenna á okkur hverju sinni. A þeim tíma sem ráðstefnan fór að taka á sig mynd, árið 1993, voru landamæri Evrópu önnur en þau eru í dag en hugmynd Bruyns gekk meðal annars út á það að sameina fólk í fræðunum burtséð frá þessum landamærum. Þessari hug- mynd hefur verið viðhaldið síðan þá en æ fleiri þjóðir hafa tekið þátt í skipulagningu ráðstefnunnar og ráðstefnugestum fer sí- fellt fjölgandi. í ár var ráðstefnan í Prag sú fjölmennasta hingað til eða með um 400 ráðstefnugesti hvaðan af úr heim- inum. Fyrsta Bobcatsss ráðstefnan var haldin í Búdapest árið 1993 og skipulögð af Háskólanum í Amsterdam með Bryun fremstan í flokki. Þrautseigja og hugsjón Bryun er mikil en fyrstu fimm ráðstefn- umar voru allar haldnar í Búdapest og skipulagðar af Háskólanum í Amsterdam. Bryun gekk út frá því að til að sameina fólk innan fræðanna í Evrópu væri kjörið að nemendur frá V-Evrópu heimsæktu A- Evrópu undir merkjum bókasafns- og upplýsingafræða því þar væri velmegunin meiri og nemendur þaðan ættu auðveldara með að ferðast en nemendur frá A- Evrópu. í dag lítur landslagið allt öðruvísi út og nokkuð ljóst að þessi gmnnhug- mynd Bryun á eftir að taka breytingum enda ráðstefnuaðilum og gestum sífellt að fjölga. Brottför og koma til Prag Skipulagning ferðarinnar var langt í frá flókin og því skemmtilegri. Við hittumst fyrst í hádeginu í Odda í október þar sem við komum öllum gmnnupplýsingum á blað: með hvaða flugi við færum út og hvenær og aftur heim. Hvaða hóteli við ætluðum að gista á en á vefssíðu Bob- catsss var mælt með nokkrum sem ráð- stefnugestir gátu valið um með tilliti til verðs og staðsetningar í borginni. Allt var þetta hið minnsta mál. Því næst hittumst við í janúar á kaffihúsi í Reykjavík og hristum okkur saman sem hóp aðeins fyrir brottför. Ekki leið á löngu áður en konrið var að brottför, 27. janúar síðastliðinn. Fyrst á annað borð var verið að fara til Tékklands þá var nú ekki annað hægt en að bæta einum degi við dvölina, til skoð- unar. Við flugum til Kaupmannahafnar og þaðan með SAS til Prag. Ferðalagið var einfalt og þegar við vorum komnar til Prag stóð þar allt eins og stafur á bók í skipulaginu. Við vomm komnar út á laug- ardagskvöldi, tilbúnar í að fá evrópsku bókasafns- og upplýsingafræðin í fangið. Alls konar erindi Eins og á öllum ráðstefnum fer fyrst fram skráning þar sem gestir fá meðal annars bók sem inniheldur texta allra erinda á ráðstefnunni. Auk þess fá gestir nákvæma stundaskrá svo þeir eigi auðvelt með að fínna stað og stund þeirra erinda sem vekja hjá þeim áhuga. I þessari ferð, líkt og þeirri fyrri, sóttum við allar ólík erindi, allt eftir því hvar áhugi okkar liggur. Hér á eftir fara samantektir um nokkur þessara erinda. Sara Stefánsdóttir: Web Data Mining Ég sótti erindið Web Data Mining for Competitive Intelligence hjá Liwen Vaug- han frá Háskólanum í Westem Ontario, Kanada. Ég hef lítið hugsað um annað síðan. Það er oft sagt að vefurinn, Netið, sé hafsjór upplýsinga, mismikilla og mis- góðra. Síðustu ár hafa verið að þróast nýj- ar aðferðir við að ná jafnvel enn meiri upplýsingum af vefnum - upplýsingum um einstaklinga og fyrirtæki er safnað á kerfísbundinn hátt með því sem er kallað „web mining“ eða „web data mining“. Upplýsingar sem þessar eru nýttar til að fylgjast með, nálgast og spá fyrir um hegðun neytenda og samkeppnisfyrir- tækja. Svo lesendur átti sig á samhenginu má nefna að Amazon.com nýtir sér einmitt þessa tækni til þess að gera síður sínar notendavænni með því að til dæmis mæla með ákveðnum kaupum miðað við fyrri kaup. Eins og heitið gefur til kynna er þetta í raun eins og nokkurs konar námugröftur. Þrátt fyrir að dæmið hér að ofan um Amazon.com virðist kannski saklaust þá eru ýmsir siðferðislegir ókostir við þessar aðferðir. Persónuupplýsingar okkar, hversu litilíjörlegar sem oklcur þykir þær dagsdaglega, verða að sjálfsögðu aldrei metnar til fjár - eða hvað? 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 25

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.