Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 38

Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 38
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Norrænn sumarskóli um upplýsingalæsi Árlegur sumarskóli NordlNFOLIT verður haldinn í 6. skipti í sumar. Að þessu sinni verðurhann í Reykholti 11.-15. júní. Þátttakendur verða u.þ.b. 35 og er markhópurinn norrænir bókasafns- og upplýsingafræðingar sem starfa við kennslu í upplýsingalæsi á háskólastigi. Bókasafns- og upplýsingafræðingar á framhaldsskólastigi eru líka velkomnir í sumarskólann. Umijöllunarefni sumarskólans í ár eru meðal annars kennslufræðilegar aðferðir, setning námsmarkmiða fyrir upplýsinga- læsi, námsmat, ritstuldur og Bolognaferl- ið. Einnig verða áhugaverð verkefni kynnt. Helstu fyrirlesarar verða Jude Car- roll frá Oxford Brookes University, Ralph Catts frá University of Stirling og Chris- tina Tovoté frá háskólabókasafninu í Stokkhólmi en hún er jafnframt formaður stýrihóps NordlNFOLIT. Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu undirbúningshópsins http://www.lbhi.is/ sommerskole F.h. undirbúningshóps Kristín Björgvinsdóttir / / / mNOEÞtp 2 00'7'V the huaan aide of IT ✓ \ Nú liggur fyrir dagskrá NORD I&D - stóru Norrænu ráðstefnunnar um upp- lýsingamál, sem haldin er í Stokkhólmi dagana 18. og 19. júní. Meginþema ráð- stefnunnar er mannlega hliðin á upplýs- ingatækninni, sem verður meðal annars skoðuð útfrá upplýsingaöflun og stjómun upplýsinga. Það sem er nýjast í notkun upplýsingatækni er kynnt út frá sjónar- miði bókasafna og upplýsingamiðstöðva og óhætt er að segja að bókasafns- og upplýsingafræðingar frá öllum tegundum bókasafna- og upplýsingamiðstöðva eiga erindi á þessa ráðstefnu og ekki síður allir þeir sem vinna við skjalastjóm og safna- mál. Islendingar eiga glæsilegan fulltrúa í hópi fyrirlesara, dr. Jóhönnu Gunnlaugs- dóttur, en hún mun ljalla um notendur skjalastjómarkerfa. Meðal annarra áhuga- verðra fyrirlesara má nefna Jakob Har- nesk frá Lundi sem mun fjalla um Web 2.0 og Library 2.0 - framtíðarmálin, Bonnie Osif frá Penn University í Banda- ríkjunum sem ijallar um skipulagningu vefsvæða byggða á kortlagningu hugtaka (concept mapping) og Mika Waris frá Finnlandi sem horfir á upplýsingar út frá verðmætasköpun í litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Margt fleira fróðlegt væri hægt að nefna en áhugasömum er bent á að skoða vef ráðstefnunnar á http://nord iod2007.sfis.nu Ráðstefnan verður haldin í fallegu umhverfi Háskólans í Stokkhólmi (mynd- in að ofan er tekin í anddyri ráðstefnu- byggingarinnar, Aula Magna). Boðið er til hátiðarkvöldverðar í hinu glæsilega Vasa safni, sem er vinsælasta og mest sótta safn í Stokkhólmi um þessar stundir. Vonandi sjá sem flestir sér fært að sækja ráðstefn- una, því mikil ánægja hefur verið með NORD I&D ráðstefnurnar og fjöldi fólks sækir þær reglulega. Sjáumst í Stokkhólmi! Kristín Geirsdóttir, fulltrúi Upplýsingar í undirbúningsnefnd NORD I&D Notendaráðstefna Aleflis Notendaráðstefna Aleflis verður haldin 4. maí næstkomandi kl. 13.00 í fundasal Þjóðminjasafnsins við Hringbraut. Meðal efnis á dagskrá er kynning á vinnu rýni- hópa vegna nýs viðmóts á Gegnir.is Stjórn Aleflis (Oj- Gegnir 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 38

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.