Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 17

Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 17
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða safnið á að endurspegla sem best vísinda- og fræðastarfsemi á LSH. Hirslan er sérhönnuð til að vista, varð- veita og miðla því vísinda- og fræðsluefni sem háskólamenntaðir starfsmenn spítal- ans hafa gefið út samhliða vinnu sinni eða námi við spítalann. Hirslan er byggð upp, skipulögð, stjómað og þjónustuð af starfs- mönnum bókasafns LSH samkvæmt hug- myndafræðinni um opið aðgengi að gögn- um sem em ijármögnuð af opinbem fé. Slík varðveislusöfn eða „open reposito- ries“ em orðin algeng víða um heim. Kostir safnsins em margþættir og nýt- ast ólíkum hópum á Qölbreyttan hátt. A) Fyrir stjómendur LSH nýtist safnið við mat á umfangi og gæðum vísindastarf- semi sem fram fer á spítalanum meðal annars til samburðar við vísindastarf- semi annarra stofnana. B) Fyrir vísindamenn og höfunda verður einfaldara að koma rannsóknum og skrifum á framfæri og aðgangur að þeim verður tryggður. C) Fyrir starfsmenn og nemendur tryggir safnið einfalt og vel skipulagt aðgengi að vönduðu íslensku vísinda- og náms- efni sem vinnufélagar eða kennarar þeirra hafa skrifað. Efnið er aðgengilegt óháð staðsetningu og tíma. D) Fyrir Bókasafns- og upplýsingasvið ein- faldar það alla vinnu við söfnun, með- ferð, viðhald og miðlun á íslensku rann- sókna- og námsefni í heilbrigðis- og líf- vísindum. E) Fyrir Vísinda- og rannsóknaþjónustu auðveldar það alla vinnu við samantekt útgefins vísindaefnis. F) Fyrir stjómvöld í landinu og almenning veitir safnið innsýn í það þróttmikla vís- indastarf sem fram fer á spítalanum. Varðveislusafnið er byggt á Dspace hug- búnaðinum. Dspace hugbúnaðurinn var hannaður og þróaður af MIT Libraries og Hewlett-Packard Labs til að byggja upp rafræn geymslusöfn fyrir háskóla og rann- sóknastofnanir. DSpace er svokallaður Open Source hugbúnaður og notaður víða um heim. Tæknileg þjónusta eins og uppsetning hugbúnaðarins (grunnsins) á tölvukerfi, uppfærsla og afritunartaka er í höndum verktaka (þjónustuaðila) sem heitir Bio Med Central. Hugbúnaðurinn sjálfur og öll safngögn eru vistuð á netþjóni hjá BioMed Central. Fyrst í stað verður allt viðmót, þjónusta og umsýslueiningar varðveislusafnsins á ensku. I framtíðinni er ætlunin að íslenska allt það sem hægt er og ná þannig að bjóða upp á þann kost að velja um íslenskt eða enskt viðmót. Safnið er eins konar blendingssafn, það er sambland af altexta gagnasafni (e. Full- text database) þar sem hægt er að ná í handritið í heild sinni og bókfræðigagna- safni (e. bibliographical database) þar sem einungis koma fram upplýsingar um höfund, titil, útgáfustað, útgáfuár og þess háttar og tengt er í allan texta á vefsetri útgefenda. Handritin eru opin öllum heiminum. Eins og staðan er í dag þá eru handritin örfá þar sem ekki hefur tekist að fá nema fáa höfunda til þess að senda lokahandrit til Hirslunnar. Unnið er að því að kynna þennan möguleika fyrir höfundum og vonir standa til að fá fleiri handrit send þegar Hirslan hefur náð betri kynningu. Samskonar vandamál glíma hin Norður- löndin við og hefur þeim tekist að vista aðeins 5% vísindahandrita sinna vísinda- manna. Nokkrir útgefendur íslenskra heil- brigðistímarita hafa samþykkt að leyfa vistun greina á pdf formi. Aðgangur að öllum texta útgefinna tímaritsgreina á vefsetrum útgefenda er ýmist takmarkaður við LSH eða ísland ef um landsaðgangstímarit er að ræða. Þann- ig eru flest allar birtar vísindagreinar frá LSH aðgengilegar heilbrigðisstarfsmönn- um LSH. Höfundar geta skráð eigið vísindaefni í grunninn samkvæmt viðurkenndum leið- um og undir leiðsögn Bókasafns LSH. Fáir nýta sér þennan möguleika og er efn- ið í flestum tilfellum skráð af starfsmanni safnsins. Allar greinar eru lyklaðar og eru efnis- orðin bæði á ensku og íslensku. Ensku efnisorðin eru byggð á MeSH efnisorða- kerfínu frá National Library of Medicine en þau íslensku eru byggð á sama kerfí og notað er í Gegni en það er Kerfisbundni efnisorðalykillinn fyrir bókasöfn og upp- lýsingamiðstöðvar. í þeim tilfellum þar sem íslensk efnisorð fínnast ekki í Kerfis- 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 17

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.