Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 28

Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 28
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða 73. þing IFLA í Durban Suður Afríku 73. árleg heimsráðstefna IFLA um bóka- safns- og upplýsingamál (World Library and Information Congress, WLIC) verður haldin í Durban í Suður Afríku dagana 19.-23. ágúst næstkomandi. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Libraries for the Future. Progress, Development & Partnerships. Ráðstefnugjald fyrir fullgilda félaga Upplýsingar er € 380 með skráningu eigi síðar en 15. maí 2007 en € 85 hærra fýrir aðra. Eftir 15. maí er gjaldið € 460 fyrir félagsmenn og € 80 hærra fyrir aðra. Verð fyrir „fylgifiska“ ráðstefnugesta er € 260. Boðið er upp á sérstaka dagskrá fyrir þá auk þess sem þeir geta tekið þátt í þeim móttökum sem boðið er upp á. Kynnis- ferðir eru í boði bæði á undan og á eftir ráðstefnuna. Á heimasíðu IFLA www.ifla.org undir Annual Conference er að fínna nánari upplýsingar um ráðstefnuna. Sækja má um ýmsa styrki fyrir IFLA ráðstefnur (eftir vinnustað), svo sem í starfsmenntunarsj óði starfsmannafélaga og stéttarfélaga (t.d. STRIB), Sáttmála- sjóð, að ógleymdum Ferðasjóði Upplýs- ingar. Einnig er sjálfsagt að sækja um styrk til vinnuveitanda. Þórdís T. Þórarinsdóttir Jólagleði Upplýsingar 2006 Jólagleði Upplýsingar 2006 var haldin í Menntasmiðju Kennaraháskóla íslands föstudaginn 24. nóvember síðastliðinn, kl. 20-22:30. Gleðin var að vanda ókeypis fyrir fullgilda félaga í Upplýsingu og haldin í samstarfi við Menntasmiðjuna. í glæsilegu húsnæði safnsins var boðið upp á ræðuhöld og tónlistaratriði, þar sem Bama og unglingakór Dómkirkjunnar undir stjóm Kristín Valsdóttur söng sig inn í hjörtu viðstaddra. Auk þess var boðið upp á gimilegar léttar veitingar og notalega samverustund í góðum félagsskap. Til leiks mættu hátt í hundrað gestir með jólaskapið í fartesk- inu. Stjórn Upplýsingar þakkar Mennta- smiðju Kennaraháskóla íslands innilega fyrir samstarfíð og rausnarskapinn. Sú skemmtilega hefð hefur skapast að jólagleði félagsins er haldin til skiptis á bókasöfnum á höfuðborgarsvæðinu og hefur sá siður mælst vel fyrir meðal fél- agsmanna enda eru bókasöfnin kjörinn staður til að koma saman og létta sér lund. Bókasöfnin hafa jafnan tekið einstak- lega vel í að halda jólagleði félagsins og er það mikilvægur stuðningur vil félagslíf þess. Bókasöfnunum og starfsfólki þeirra eru hér með færðar alúðarþakkir. Stjórn Upplýsingar Yika bókarinnar 17.-23. apríl Alþjóðadagur bókarinnar og höfundaréttar 23. apríl ár hvert Að vanda mun Félag íslenskra bókaútgef- enda standa fyrir Viku bókarinnar. í ár verður vikan frá þriðjudeginum 17. apríl til og með mánudeginum 23. apríl. Þjóðargjöfin - Ný bók á hvert heimili Þjóðargjöfm er samstarfsverkefni Félags íslenskra bókaútgefenda, bóksala og Glitnis auk annarra sem hugsanlega taka þátt í verkefninu. Markmiðið með henni er að efla lestur bama og ungs fólks á ís- landi og undirstrika að bækur eru lesnar árið um kring. Þessir aðilar munu taka að sér að innleysa þjóðargjöfína. Send verður ávísun á hvert heimili að verðgildi kr. 1.000 sem nýta má til bóka- kaupa í bókabúðum ef keyptar eru bækur útgefnar á íslandi fyrir a.m.k. kr. 3.000, útlagður kostnaður er því aðeins kr. 2.000. Gildistími ávísananna er ríflega tvær vik- ur, frá 17. apríl til 7. maí. Lestur og lestrarskilningur er megin- forsenda fyrir aðgangi bama og unglinga að flóknu samfélagi samtímans. Með þjóðargjöfmni eru Islendingar hvattir til að auka bóklestur þeirra. Bóklestur er ekki aðeins einstök skemmtun sem örvar ímyndunarafl og veitir aðgang að ókunn- um heimum. Með honum eflist málþroski, skilningur á samhengi, innsýn í flókin málefni, ný þekking og vald á tjáningu. Með þjóðargjöfmni er íslenskar fjölskyld- 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 28

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.