Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 30

Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 30
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða sumarlestur yfír sumarmánuðina. Árið 2006 hófst samvinna við grunnskólana í því formi að grunnskólamir, sem allir leggja áherslu á sumarlestur við nemend- ur sína, og bókasafnið nota sameiginlega bókaskrá þannig að bömin em ekki lengur með eina skrá frá skólanum og aðra frá bókasafninu. Bókaskráin er af- hent við skólaslit en á íyrsta þátttökudegi fá bömin veglegt bókamerki frá bóka- safninu sem þau eru hvött til að nota yfir sumarið. Á baksíðu em upplýsingar um safnið. • Ljósanótt. Ljósanótt er menningarhátíð í Reykjanesbæ sem haldin hefur verið frá árinu 2000. Á undanfömum árum hefur Byggðasafn Reykjanesbæjar verið með skemmtilegar ljósmyndasýningar á safn- inu sem laðað hefur að fjölda gesta. • Vaxandi upplýsingaþjónusta og milli- safnalán. Eftir byltingu í vegasamgöng- um á svæðinu hafa æ fleiri háskólanemar kosið að búa í Reykjanesbæ þó þeir sæki skóla á höfuðborgarsvæðið og íjamámið hefúr aukið fjölda háskólanema í bænum. Upplýsingaþjónusta í bæjarfélagi þar sem Landsbókasafn er ekki í næsta nágrenni er öðmvísi. Minna er vísað á Landsbóka- safnið heldur lögð áhersla á að uppfylla þörf lánþega á staðnum, meðal annars með upplýsingaleit og millisafnalánum. Lögð hcfur verið áhersla á að kynna upp- lýsingaleiðir bæði fyrir útskriftamemend- um Fjölbrautaskóla Suðumesja í Reykja- nesbæ, háskólanemum og ýmsum stofn- unum í bænum. Þetta hefur meðal annars verið gert með kynningarbréfúm og einn- ig bæklingum sem gefnir hafa verið út á landsvísu (hvar.is og Gegnir). Millisafnalánum hefur Qölgað mikið í kjölfar þess að búið er að tengja mestall- an safnkost bókasafnsins við Gegni. Þannig ijölgaði millisafnalánum milli ár- anna 2005 og 2006 úr 43 í 318. Að laða að gesti og minna á okkur • Við kynnum laugardaga sem fjölskyldu- daga á bókasafninu. Við hvetjum fjöl- skylduna til að koma saman, setjum fram dót fyrir yngstu bömin og bjóðum upp á aðgang að spilum. • Við bjóðum félagasamtökum í bænum að halda fúndi á safninu, kynna samtök sín og starfsemi og fá safnkynningu i leið- inni. • Við bjóðum upp á bókaspjall og bóka- kynningar til að kynna nýjasta safnefnið og gefum áhugafólki kost á að spjalla saman um bækur. • Við sendum reglulega frá okkur fréttatil- kynningar í blöð, skrifúm greinar og segj- um frá sitthverju markverðu. Við höfum góð tengsl við fjölmiðla á svæðinu og úr þeim ratar ýmislegt í landsfjölmiðlana. Við sendum einnig kynningarefni inn á hvert heimili, svo sem póstkort til að kynna þjónustuna sem í boði er. • Við höldum úti vefsíðu þar sem við segj- um bókasafnsfréttir, minnum á mikilvægi lesturs, bjóðum fram margvíslegt áhuga- vert efni og vekjum athygli á bókum fyrir alla aldurshópa. • Við notum mikið af heimagerðu efni, mestmegnis bókamerki sem við afhend- um gestum til að minna á ýmsa þjónustu- þætti en ekki síður til að skemmta fólki. Þannig hafa öskudagsgestir bókasafnsins fengið vegleg bókamerki á undanförnum árum full af fróðleik um skemmtilega siði á þorra og góu. Svanhildur Eiriksdóttir Bókasafni Reykjanesbœjar „Konan í Norðri“ Þema Norrænu bókasafnavikunnar 2007 Stærsti bókmenntalegi upplestrarviðburð- ur Norðurlanda, Norræna bókasafnavik- an, verður haldin í 11. sinn dagana 12.- 18. nóvember 2007. Þema vikunnar er að þessu sinni Kon- an í Norðri en það vísar til þeirra sterku og sjálfstæðu kvenpersóna sem oft má lesa um í bókmenntum Norðurlanda. I ár verður lög áhersla á verk tveggja norrænna rithöfunda: Sigrid Undset (1882-1949) frá Noregi og hinnar sænsku Astrid Lindgren (1907-2002). Við opn- unarathöfn Norrænu bókasafnavikunnar verða lesnir upp textar úr bókunum Kris- tín Lavransdóttir, Ronja Rœningjadóttir og Lína langsokkur ætlar til sjós. I ár eru 100 ár liðin frá fæðingu Astrid Lindgren og vissulega hafði það áhrif á val texta fyrirNorrænu bókasafnavikuna. Það eru Samband Norrænu félagana (FNF), PR-hópur Norrænna bókasafna og Norræna ráðherranefndin sem standa á bak við þetta einstaka verkefni sem er eitt það stærsta í heimi af sínum toga. 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 30

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.