Fregnir - 01.03.2007, Qupperneq 16

Fregnir - 01.03.2007, Qupperneq 16
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða stað 31. ágúst og fulltrúi frá Thomson ISI, sem gefur út Web of Science var með kynningar og þjálfun í gagnasöfnum þeirra 4.-5. október á Akureyri og í Reykjavík. Síðari hluta ársins var unnin mikil vinna að því að endumýja samninga við Blackwell, Elsevier, Karger, Springer og Thomson til næstu þriggja ára. Hitinn og þunginn af þeirri vinnu var í höndum samninganefnda sem vom skipaðar Önnu Guðnadóttur, Eiríki Einarssyni, Guðrúnu Tryggvadóttur, Sólveigu Þorsteinsdóttur og Þorsteini Hallgrímssyni. Samhliða því voru viðræður við Britannica Online um framlengingu á samningi eftir 1. maí 2007. Á árinu var unnið að því að taka upp landsáskrift að Ebsco sem varð að veruleika um miðjan janúar 2007. Nokkr- ir aðilar hafa tekið að sér að kosta lands- aðgang að tímaritasafni Sage sem varð aðgengilegt í janúar 2007. Á árinu vann fjöldi fólks í háskóla-, rannsóknar-, heil- brigðis- og stjómsýslubókasöfnum að greiðsluskiptingu fyrir rafræn tímarit sem er dýrasti hluti landsaðgangsins. í lok desember var skrifað undir nýjan þjónustusamning um framkvæmd lands- aðgangsins milli menntamálaráðuneytis og Landsbókasafns íslands - Háskóla- bókasafns sem rekur aðganginn. Nokkur breyting verður við tilkomu þessa nýja samnings. Þær helstu eru að innkaupa- nefnd aðgangsins lýkur störfum og skip- uð verður stjómamefnd sem verður valin á ársfundi landsaðgangsins, sem verður haldinn í fyrsta skipti 14. mars á þessu ári. Innkaupanefnd hefur starfað eftir eldri þjónustusamningi síðan árið 2002 og em henni þökkuð mikil störf í þágu aðgangsins. Gerðir verða samningar við greiðendur til aðgangsins. Ársfundur landsaðgangs var haldinn í fyrsta skipti 14. mars eftir nýjum þjón- ustusamningi. Þar er kveðið á um að skipuð skuli stjómamefnd til ráðgjafar Landsbókasafni íslands - Háskólabóka- safni, sem rekur aðganginn. Stjómar- nefnd er skipuð fimm manns til þriggja ára. í henni sitja Anna Torfadóttir, Guð- rún Pálsdóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Sigurður Hafsteinsson og Sólveig Þor- steinsdóttir. Landsbókavörður stýrir fund- um nefndarinnar. Sigurður er ljármála- stjóri HÍ, sem er stærsti einstaki greiðandi að landsáskriftum. Haustið 2007 mun Guðrún Pálsdóttir víkja úr nefndinni og Pálína Héðinsdóttir tekur sæti hennar. Almennt má tala um röskan vöxt notk- unar á árinu 2006 eftir hægan vöxt árið áður. Þegar þetta er skrifað er verið að fara yfir tölur frá Blackwell, sem sýna mikinn vöxt notkunar árið 2006. Að þeim frátöldum voru sóttar 700.170 greinar í fullum texta árið 2006 gagnstætt 553.632 árið áður, eða 26,5% aukning. Áskriftir að rafrænum tímaritum munu kosta um 85 milljónir króna og áskriftir að gagna- söfnum, þar með töldum söfnum Pro Quest og Ebsco, munu kosta rúmar 24 milljónir króna. Allar nánari upplýsingar eru í ársskýrslu og á vef landsaðgangsins, http://hvar.is. Sveinn Olafsson umsjónarmaður landsaðgangs Hirsla - varðveislusafn LSH www.hirsla.lsh.is Með stóraukinni útgáfu tímarita á rafrænu formi hafa vaknað áleitnar spumingar um örugga varðveislu útgefínna vísindaniður- staðna. Rafrænn aðgangur í dag er ekki trygging fyrir rafrænum aðgangi á næsta ári. Tímarit ganga kaupum og sölum milli útgefenda og standa bókasöfn jafnvel frammi fyrir því að þurfa að kaupa aftur aðgang að tímaritum sem þau hafa haft í áskrift. Þessum áhyggjum hafa vísinda- menn, starfsmenn bókasafna og stjórnend- ur stofnana deilt. Um allan heim er reynt að bregðast við yfírvofandi vanda með uppbyggingu svokallaðra rafrænna varð- veislusafna. Hirsla - varðveislusafn Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) var opnuð formlega þann 19. maí 2006 á „Vísindum á vordögum" sem er árlegur vísindadagur Landspítalans. Markmiðið með Hirslunni er að varð- veita útgefið vísindaefni LSH og gera það aðgengilegt á heimsvísu, það er í opnum aðgangi, „open access“, og á Varðveislu- 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 16

x

Fregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.