Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 40

Fregnir - 01.03.2007, Blaðsíða 40
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Endurskoðun á gegnir.is Aherslur í nýjum www.gegnir.is Andlitslyfting en ekki bylting Bætt aögengi fyrir sjóndapra Utlit | Miljisafnalán Gegnissðfn | ^ |_^n jnnan kerfjs og utan L Frátektir SFX G°°9le . Samþætting við önnur kerfi 'itnrv6lar '—.........- - ---------------' -| Leitarskilyrði Aðalleitarskilyrði föst Leit i öllum sviðum ekki sjálfgefið Orðaleit Flettileit Nýr Gegnir .is ___________________ Röðun á leitarniðufstöðum Leitarniðurstöður ■ Takmörkun við efnisform Söfn, leittakmörkuð vjðsafn Aðrar leitarvélar -( Sýndargrunnar H Efni, sérefnisgrunnar Viðeigandi dæmi Leiðbeinandi hjálp |_|já|p Leiðbeiningar fyrir mínar síður Leitarflæði Hægt sé að halda áfram með lejt Leit haldist inni Innskráning frá öllum síðum I SH / Landskerfi bókasafna, aprll 2007 | í byrjun árs 2007 hófst vinna við endur- skoðun á vefviðmóti Gegnis, gegnir.is. Um er að ræða umfangsmesta verkefni Landskerfts bókasafna á starfsárinu 2007. Hönnunin á gegnir.is er orðin 5 ára. Á þessutn tíma hafa orðið miklar tæknilegar breytingar í hönnun leitarveQa svo ekki sé minnst á hvemig fólk nálgast og notar vefi. Einnig er vert að hafa í huga að þeg- ar gegnir.is var hannaður voru 10 aðildar- söfn í Gegni en núna em þau orðin rúm- lega 200. Verkefnið skiptist í megin drátt- um í: 1) Stöðumat og undirbúning 2) Þarfagreiningu 3) Útlitshönnun 4) Forritun og uppsetningu á vef 5) Prófanir Áætlað er að taka nýjan leitarvef í notkun árið 2008. Undanfarið misseri hefur verið unnið að þarfagreiningu. Þarfagreiningin skipist í tvo megin verkþætti. Annarsvegar við- mótskannanir og hinsvegar rýnihópa- vinnu. Viðmótskannanir miða að því að meta núverandi leitarvef. Gerðar voru tvær kannanir, annarsvegar á leitarsíðum og hinsvegar á „mínum síðum“. Báðar þessar kannanir gáfu mjög mikilvægar upplýsingar um hvar veikleikar gegnir.is liggja. Rýnihópavinna felst í því að virkja sérfræðinga frá mismunandi söfnum sem rýna í ákveðna þætti vefsins. Rýnihóp- arnir koma með tillögur um breytingar á núverandi leitarvef, benda á góða leitar- vefi sem hægt er að hafa til hliðsjónar og síðast en ekki síst skila rýnihópamir skýrslu með tillögum sem verða gmnnur fyrir nýjan gegnir.is. I febrúar síðastliðinn vom stofnaðir 6 rýnihópar með 30 sér- fræðingum. Hóparnir ljúka störfum í lok apríl og munu niðurstöður verða kynntar á notendaráðstefnu Aleflis, 4. maí næst- komandi. Rýnihópamir em: 1) Leitarskilyrði 2) Útlit og aðgengi 3) Sýndargrunnar 4) Leitamiðurstöður 5) Tímaritahópur 6) Tónlistarhópur Þrátt fyrir að hópamir haft ekki skilað lokaskýrslu eru áherslur í nýjum gegnir.is orðnar nokkuð skýrar, sjá mynd. Ein aðal- krafan er að mögulegt verði að leita ein- ungis í eigin safni. Til að mæta þeirri kröfu verða stofnaði svonefndir sýndar- grunnar fýrir flest söfnin. Annað mikil- vægt atriði er að hjálpin sé skilvirkari og leiðbeini notendum til að fá betri leitar- heimtur. Einnig er ósk um að tengja gegnir.is við önnur leitarkerfi eins og Google og SFX. Við hjá Landskerfí bóka- safna hlökkum mikið til að takast á við endurhönnun á gegnir.is og erum mjög þakklát íyrir mikinn áhuga á verkefninu hjá aðildarsöfnunum svo og hjá sérfræð- ingum safnanna í rýnihópunum. Sigrún Hauksdóttir Landskerfi bókasafia 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 40

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.