Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 28
KRISTINN GÍSLI MAGNÚSSON Fögnuður Barn íjötu fyrir löngu- Fögnuður frá þeirri tíð: Jól- fleiri jól Kynsóðir flytja fögnðinn áfram í fleirtölu margra kynslóða Höfundurinn er skáld og prentari á eftirlaunum. Jólin þeirra Eftir ASGEIR BEINTEINSSON BARÐI BENEDIKTSSON Sorgarsaga úr Kef lavík í Fjörðum 1862 Börnin ung sér undu áhyggjulaus á einni örskotsstundu umkomuhus. Fyrir opnu, austan Gjögra enginn spottar reiðan sæ. Norðan áhlaup, nótt á Þorra nötrar súð á lágum bæ. í baðstofuna berast drunur blanda hafs og veðurgný. Upp af blundi bóndi hrekkur. Er báturinn I hættu á ný? Víkur fram og vekur fólkið: „Víst er mál að haska sér. Fleytunni er brýnt að brýna betur upp, ef kostur er." Síðan út í sortann leiðir snertuspölur, vegferð ströng. Himinn, haf og hauður saman hrollvekjandi kveða söng. Að uppsátri er ofan kemur til ófarnaðar leiðir dvöl í ólögunum aldan sleikir undirförul, skut og kjöl Hjónin upp í bát sér bregða byrja að hreinsa snjó og ís meðan úti í myrku djúpi mikilúðleg hrönnin rís. Út úr stormsins iðukófi ógnar skafl að landi fer fyllir vík úr fjöru í bakka færir undir hlein og sker. Útsog hrifsar heljartökum úr hjúa greipum ísað far. — Húsbændunum hefur búið hinstu för, hinn úfni mar. Höfundur býr á Akureyri. Þegar jólin nálgast koma í hug minn tvær sögur. • Það aflaðist illa vegna beituleysis á ísafírði haustið 1903. Margir sjómenn horfðu vondaufum augum til vetrarins. Það hafði frést að Akureyringar veiddu sfld með góðum árangri í reknet og dugandi útvegsrek- endur voru hvattir til þess að útvega sér slíkan búnað til þess að ekki þyrfti að óttast beituleysið því að nóg var af fiski í sjónum. Sumarið hafði verið óhagstætt til sveita, í meðallagi gott til sjávarins en fiskverð nokkuð gott. 24. október gekk veturinn í garð með klökugt skegg og úfíð skap. Það þótti tíðindum sæta að í Venesú- ela dræpu menn 1.538.738 fugla til þess að eiga fjaðrir í kvenhatta. Það þótti líka merkilegt að á Spáni væru til fleiri krypplingar en í nokkru öðru landi. I borginni Sierra Moran var þrettándi hver maður krypplingur og í borginni Loira voru víst ansi margir með van- skapaðar herðar. Hagfræðingur nokkur fann það út að í heiminum væri ein milljón krypplinga. Það fréttist um mikla ókyrrð í Serbíu svo að Pétur kon- ungur var sagður vera milli steins og sleggju, auminginn. Heimurinn var að byrja nýja öld með nýrri tækni röntgengeisla og rannsókna á dularfullum geislavirkum efnum. ís- lendingar voru að stíga sín fyrstu skref á braut sjálfstæðis og 2. desember var það staðfest að sýslumaður og bæjar- fógeti þeirra Isfirðinga hefði verið skip- aður fyrsti ráðherra íslands aðeins 42 ára gamall. Georg Brandes skrifar í Politiken að Hannes sé hinn rétti maður á réttum stað og væri það sjaldgæft að svo heppilega tækist til. Hannesi Hafstein og konu hans er haldið samsæti 13. desember og minni margra stórmenna drukkin og leikin hornamúsík. Við veislulok fylgdi allt samsætið heiðursgestunum heim. Það er verið að æfa sjónleikinn Skugga Svein og stendur til að sýna hann tvisvar um Jólin. Síðar var sagt um þá sýningu að glíman og vopnaburð- urinn hefði verið eðlilegri en menn höfðu áður séð. Á meðan saga íslands og leiklistar- innar er skráð á spjöld sögunnar í þess- um bæ á hjara veraldar eins og við mundum nú vilja kalla ísafjörð af ein- skærum reykvískum hroka gerist saga stúlku einnar sem nú verður skráð í fyrsta sinn. Á aðfangadag jðla fimmtudaginn 24. desember er lítil ljóshærð 10 ára gömul stúlka send til kaupmanns á ísafirði. Eg hef ekki áreiðanlegar heimildir fyrir því hvaða kaupmaður þetta var. Það vantaði lítilræði áður en hringt yrði til helgra tíða þennan dag. Hiti var yfir frostmarki en kólnaði þegar á leið og um nóttina var komið 10 stiga frost. Vindurinn var kaldur og stúlkunni fannst að hann hlyti að koma beint af Norðurpólnum eins og hann keyrði í fangið á henni. Þessi písl var illa klædd, í lélégum gisnum skóm, slitnum gamm- osíum og pilsi, sirspilsi eins og þéttofna bómullarefnið var þá nefnt, í treyju og með hyrnu um höfuð og herðar. Léleg klæðin voru ekki því að kenna að hún væri kærulaus í klæðaburði, nei, hún átti ekkert annað, þetta voru hennar bestu föt. Móðir hennar var vinnukona á bæ einum framan við þorp- ið Súðavík og ekki hátt skrifuð sem slík og þar á ofan með lausaleikskróga sem hún eignaðist með landpósti. Þessi landpóstur átti auk þess börn annars staðar á landinu. Litla stúlkan í sendi- ferðinni sem norðanvindurinn barðist við þennan aðfangadag jóla hét Hall- dóra eftir föður landpóstsins. Hún Dóra litla var sem sagt ekki hjá móður sinni, hún var til heimilis hjá vandalausum, skulum við segja. Húsbóndinn var elskulegur maður sem vildi gera vel við stúlkuna, en kon- an hans var hið mesta skass og hugs- aði auðvitað helst um sín eigin börn. Dóra litla var höfð tilhreingerninga og þjónustu á heimilum og þennan að- fangadag þegar hitinn fór rétt uppfyrir frostmarkið var gripið tækifæri að láta stúlkuna skúra trétröppurnar fyrir utan húsið. Það var erfitt og seinlegt verk því að fingurnir voru krókloppnir í tuskunni en það hafðist að lokum. Hún fór inn og gekk frá fötunni og tuskunni, sir- skjóllinn var svolítið blautur og kaldur að neðan. Hún ætlaði að fara að taka af sér hyrnuna þegar húsmóðirin kom. „Halldóra, þú þarft að hlaupa til kaup- mannsins fyrir mig og ná í lítilræði sem okkur vanhagar um, þú skalt banka bakdyramegin, hérna er miði." Þetta sagði hún með sínum kuldalega skipun- artón. Dóra var nokkrar mínútur á leiðinni. Tárin runnu niður kinnarnar bæði vegna skapsmuna hennar og kuldans. Hún ætlaði að komast aftur heim áður en jólin yrðu hringd inn og ekki stóð til að hún fengi að fara með heimilisfólkinu til kirkju. Henni var erfítt um gang því að kalt og blautt pilsið þvældist um fætur hennar. Hún gat ekki hlaupið eins og henni hafði þó verið skipað. Hún hugsaði til þess hvað móðir hennar væri að gera, væri hún kannski að und- irbúa kvöldmatihn fyrir heimilisfólkið? Nú hefði verið gott að vera í eldhúsinu hjá mömmu en hún átti ekki að fara til hennar fyrr en um vorið. Lausaleikskrógann mætti nota í hey- skapinn og kannski til að ^tinga út úr fjárhúsunum. Dóra bankaði bakdyramegin hjá kaupmanninum og myndarleg geðug kona kom til dyra. Stúlkan var feimin, hún steig inn.í ganginn bakdyramegin á þessu glæsta húsi sem var henni svo framandi. Dóra rétti henni miðann og spurði hvort hægt væri að fá það sem stæði á miðanum fyrir hana Steingerði. Konan sem var komin í betri fötin bauð henni inn í eldhús. „Sestu hérna og bíddu á meðan ég næ í þetta inn í búð, elskan mín." Á meðan hún sagði þetta horfði hún meðaumkvunaraugum á Dóru litlu en það sá Dóra ekki því að hún var ekki upplitsdjörf þennan dag. Hún var rjóð í andliti, það vottaði fyrir tárum á hvörmum hennar, fingurnar voru loppnir og næstum bláir af kulda. Það var byrjað að drjúpa úr kjólnum á gólfíð. Eftir stutta stund kom konan inn aftur með tvo bréfpoka sem hún lagði á borðið, á gólfið setti hún notaða skó. „Heldurðu að þú passir í þessa skó, Dóra mín?" Dóra mátaði skóna og þeir pössuðu vel. „Viltu ekki eiga skóna, Dóra mín, okkur langar að gefa þér skóna." Henni var litið á dóttur sína, sem ekki virtist samþykkja gjöfína með augunum. Þetta voru nýviðgerðir skór. í þá daga var gert við skó enda nokkrir skósmiðir á Isafírði á þessum árum. Dóru var litið á stúlkuna. „Ég veit ekki, ja, ef til vill." Konan leit á dóttur sína og sagði: „Við viljum að þú þiggir skójia og farir í þeim heim. Dóra komst við og átti ekki orð til að þakka fyrir sig svo að hún kyssti hana á kinnina án þess að spyria sig hvort það væri viðeigandi því að auðvitað var þessi kona ævinlega titluð frú og átti skilda virðingu í sam- ræmi við það. „Ég skal geyma gömlu skóna fyrir þig, Dóra mín." Frúin lagði skóna til hliðar. Dóra lagaði hyrnuna á meðan hún gekk til áyva. ásamt frúnni og dótt- ur hennar. í dyragættinni rétti frúin Dóru litlu pokana, fyrst annan og svo hinn. „Hér er matarpokinn handa henni Steingerði og í þessum eru nokkrir fata- leppar handa þér." Dóra þakkaði enn fyrir sig en nú með handabandi og gekk af stað. Þegar hún var komin nokkurn spöl frá húsinu leit hún í fatapokann, þá sá hún að ofan í honum var annar minni poki fullur af kandís, rúsínum, bolsum í bréfí og nokkrum smákökum. Þó var eitt góðmeti í pokanum sem hún gleymdi aldrei en þar var brjóstsykursstafur, hvítur og rauðröndóttur. Honum gleymdi hún ekki þau nærri áttatíu og sex ár sem hún lifði. Þegar heim kom lagði hún fatapok- ann og sælgætispokann undir rúmið sitt. Steingerður sá til hennar og tók pokana, skipti fötunum milli barnanna sinna og sælgætið fór sömu leið. Brjóst- sykursstafnum kom Dóra undan. Þetta granna ljósa man varð móðir sjö barna og í dag eru afkomendur hennar orðnir 120. Þá víkur sögunni til Reykjavíkur um jólaleytið árið 1923, nákvæmlega tutt- ugu árum síðar. Þar er önnur lítil tíu ára gömul stúlka, dökkhærð og glaðleg, að búa sig undir aðfangadagskvöld jóla. Það aðfangadagskvöld var með öðr- um hætti. Þær áttu það sameiginlegt, stúlkurnar, þegar hér var komið sögu að vera báðar í gammosíum. Við sjáum hana stíga út úr timburhúsi við Vestur- götu 26b. Hún er með afa sínum og ömmu, systur sinni sem var ári yngri, móður sinni og systkinum móður sinn- ar. Veðrið var milt og fallegt. Þessi stóra og káta fjölskylda gengur austur Vest- urgötuna ásamt mörgum öðrum sem eru á leið í Dómkirkjuna. Vinkona stúlk- unnar sem er með foreldrum sínum nökkru á undan þeim fer hins vegar ekki 'í Dómkirkjuna, hún fer í Fríkirkj- una. Stúlkan skildi það nú ekki alveg, hvers konar fólk var í Fríkirkjunni. fslendingar höfðu verið sjálfstæð og fullvalda þjóð í fímm ár. Vofa atvinnu- leysis sveif yfír húsþökunum og ein- hverjir vildu taka lán til að bæta úr þessu hörmulega atvinnuleysi en ekki var mönnum ljóst hvað ætti að vinna fyrir peningana. ^Með hverju ætti svo að greiða lánin? íslendingar voru samt stórir í smæð sinni eins og ævinlega því að t'alið var að Einar H. Kvaran fengi bókmenntaverðlaun Nóbelssjóðs- ins. Systurnar spjölluðu mikið á leiðinni og voru háværar. Hersingin gekk fram- hjá bryggjuhúsinu og til hægri inn Aðal- stræti og ætlaði að Kirkjustræti. En systurnar vildu ganga Austurstrætið þó að það væri frekar ógreiðfært. Mamman var óþplinmóð. Við verðum of sein í kirkjuna ef við förum að kíkja í búðar- glugga. „Verður það ekki allt í lagi," sagði afí, „þær hafa gaman af því að nota augun sín á dýrðina, og það er mikil guðsblessun." Því að dýrðina sá hann ekki sjálfur. Hann hafði verið blindur í fimm ár. Þær gáfu sig ekki, systurnar, þær ætluðu að skoða leik- 28

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.