Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Qupperneq 41

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Qupperneq 41
Dagur í lífi kristniboða eit hádegissólin brennur á sendiboða Krists. Stöðugt koma fram ný verkefni við að glíma. 0g það getur verið erfitt að fínna einfaldar lausnir á hversdagslegum atriðum í daglega lífínu hér í hitabeltinu. Á ferðum kristniboðans um Tanzaníu er Land-Roverinn þarfasti þjónninn. Svarti drengurinn hafði stolið verkfærapoka frá kristniboðanum. Hann var kotroskinn, þrætti og sagði: Farðu bara með mig til lögreglunnar! Þar hefði hann fengið fangelsisvist og vandarhögg og orðið enn harðari. Kristniboðinn féll frá ákærunni og ákvað að gera smá tilraun. Eftir MATHIAS MJÖLHUS Malarían kemur álíka reglulega og kvefíð og ofkælingin heima í Noregi. Flugumar suða stöðugt til og frá í svefnherberginu. Og þegar maður ofþreytist, er mótstaðan gegn sjúkdómum minni; menn sofna smá stund i hvíldarstólnum, eða eru jafnvel rúm- liggjandi í fáeina daga, og þá virðist lífið vera svo erfitt og þungbært. Hjólbarðamir hitna og slitna, í Mara hef ég hjakkað áfram á þjóðvegum landsins. Þunnslitin dekkin standast ekki þyrna og hvassa steina og þegar hætt er að móta fyrir hjólbarðamynstrinu er lítið hald á sleip- um vegunum á regntímanum. En nú var heppnin loksins með mér; það fréttist af hjólbarðasendingu á vömmarkaðinum. Það þykir mikið lán, hér í vöruskortinum og dýrtíðinni. Regntíminn er rétt að hefjast. Það em síðustu forvöð að skipta um dekk. í kvöld var því ákveðið að halda suður til Mara, og fara fjallabaksleiðina til kaupstaðarins Lingamba í leiðinni. Eg festi kaup á fjórum nýjum dekkjum; set þau í farangursgeymsluna og held síðan af stað. Tilhugsunin ein um það að ná dekkj- unum af felgunum og dæla lóftinu í slöng- urnar með handafli á heitasta tima dags- ins, dregur mig að Esso-þjónustustöð í út- jaðri bæjarins. Þrekvaxin maður af Lúo-ætt- kvísl hlýtur að hjálpa mér við verkið. „Hafíð þið vökvalyftara hér?“ spyr ég. „Nei, hann er nú bara í ólagi,“ svarar stóri Lúo-ættkvíslarmaðurinn með sínu breiðasta brosi. Hann lítur afsakandi en góðlega til mín, það em nú ekki hans mistök; þegar tækin em orðin slitin og gömul, geta þau brugð- ist. Það er og leitt að yfirleitt er enginn rekstrarafgangur til í viðhald, varahluti eða endurnýjun. Og það er heldur ekki sök Lúo-ættkvíslarmannsins hversu margir þjófar ganga hér um. Verkfæri er hægt að selja, og þau hverfa fljótt, líti maður af þeim. Tanzanía er ólík Noregi hvað varðar þjónustu við bíla. Hér verða vegfarendur að bjarga sér sjálfir. En fyrir fáeinar krónur skipti Lúo-maðurinn fljótt og vel um dekkin. Svitinn drýpur af honum niður á svört dekkin. Loftdælan er í fáeinna metra fjar- lægð, við eldsneytisgeyma stöðvarinnar. Eg ætlaði að fara að ganga að bílnum og læsa dyrunum til þess að verkfærapok- inn hyrfi nú ekki út í buskann. „Þetta er nú ekki nauðsynlegt hér,“ full- vissar fjórtán ára drengur mig; hann stóð þarna álengdar. „Ég skal gæta bílsins," segir hann ömggur og sannfærandi, og lít- ur til mín með einlægum bamsaugum. „Ágætt, þú skalt fá fáeinar krónur fyrir hjálpina," lofa ég; drengurinn þarf áreiðan- lega á þeim að halda, hnjáliðirnir eru eitt- hvað svo stórir á grönnum líkama hans. Hjólbarðarnir fyllast lofti hver af öðmm, og fljótlega munu þeir leysa þá gömlu af hólmi. Þessir tveir Afríkumenn fá síðan nokkrum krónum meira greitt fyrir hjálpina en um var samið. Þeir brosa ánægðir og þerra af sér svitann. Ég ek síðan sem leið liggur heim og finn skuggsælan stað í skjóli hárra tijáa, sæki hátalarann, það þarf að festa hann við far- angursgrindina, því að þá er léttara verk að tala við stóra hópa manna úti á lands- byggðinni. Það er gott að vera fyrirhyggjusamur og festa hljóðkerfið við rafgeyminn í tíma. Hátalarinn er festur með nokkrum boltum við grindina. Ég klifra ofan af þaki bílsins, og ætla að ná i skiptilykilinn til að full- herða rærnar. En' verfkærapokinn er ekki á sínum stað. Nei, auðvitað ekki, ég gekk ekki frá verk- færanum fyrr en lokið var við að setja nýju dekkin undir bílinn. En þau ættu að vera aftur í... En ég fínn alls ekki verkfærapokann ... Hvar lét ég hann eiginlega frá mér. Og nú reyni ég að rifja atburðarásina upp, hvernig gekk þetta fyrir sig. - Þjónustustöðin - þar lét ég pokann í aftursætið. „Ég skal gæta bflsins...“ Nú minnist ég þess að hann brá sér frá rétt á meðan við settum loftið í slöngurnar. - Auðvitað - það hlýtur að vera íjórtán ára drengurinn sem tók verkfærin! Á nokkrum mínútum er ég aftur kominn niður á Esso-stöðina. Það er leitt með þennan granna og fá- tæka dreng. Ég ákvað á leiðinni að koma vingjarnlega fram við hann. „Verkfærapokinn minn er horfinn; hann hvarf á meðan við dældum loftinu í dekk- in,“ útskýrði ég fyrir eldri vini mínum. Hann kinkar til mín kolli. „Það er drengur- inn, sem vill verða aðstoðarmaður hér. Hann á hvorki móður né föður sem gefa sig að honum. Hann gengur bara um bæinn og rænir og raplar. Láttu lögregluna fjalla um málið." Fjórtán ára drengurinn kemur slangrandi frá smurstöðinni. Eg sé að hann er hrædd- ur undir rólegu yfírborðinu. Hann er góður leikari. Ég sagði: „Þegar ég kom heim til mín fundust verkfærin hvergi, það var gott hjá þér að gæta þeirra. En get ég fengið skýringu á því að þau em ekki í bílnum?" Ég reyni að tala hlýlega, og lít til hans skilningsríkum augum. „Hvað, ég - ég - ég er ekki með verkfærin," svaraði drengur- inn. „Jú, þú veist að pokihn lá í aftursætinu, þú lofaðir að gæta hans á meðan við dæld- um lofti í dekkin. Vertu nú vænn, og fínndu nú verkfærin fyrri mig.“ En aftur neitar hann og heldur fram sakleysi sínu, og ég verð ákveðnari við hann. „Ég sá að þú gekkst að smurstöðinni á meðan við vomm uppteknir við dæluna, vertu nú fljótur og fáðu mér verkfærin mín, ég þarfnast þeirra." En aftur neitar hann og heldur fram sakleysi sínu, og ég verð enn að herða að honum. „Þetta er þjófnaður, ef þú fínnur ekki verkfærin, verð ég að fara með þig til lög- reglunnar.“ „Taktu mig bara þangað, ég er saklaus,“ endurtekur drengurinn. En nú er mælirinn fullur, og ég er hrygg- ur að ná ekki þýfinu með góðu. Ég geng inn á smurstöðina, og leita á bak við tómar tunnur og í skápunum. Það sem þar er af verkfærum er annað- hvort bilað eða brotið. Ég leita með hendinn í stóran skáp. Jú, þama er eitthvað lengst inni í skúmaskoti. „Svo það er héma sem þú hefur falið verkfærapokann. Ég sá þeg- ar þú gekkst hér inn og faldir hann, svo þú ert þá þjófóttur,“ og nú er það ég sem er í uppnámi. Fjórtán ára drengurinn viðurkennir loks- ins þjófnaðinn. „Þú vildir ekki fá mér þýfið á meðan ég sýndi þér vinsemd, þá hefði ég fyrirgefið þér. En síðan bætir þú lyginni við, og nú verður þú að fylgja mér á lög- reglustöðina." „Það er rétt, láttu lögregluna hirða hann,“ hrópuðu reiðir Afríkumenn er safnast höfðu að okkur. Og bláfátækur drengurinn kom með mér í bílnum, harður og frakkur situr hann við hlið mér, hann varðar ekki lengur um neitt. Ég legg verkfærapokann frá mér á borð- ið inni á lögreglustöðinni, þjófurinn stendur mér við hlið. „Þessi drengur stal verkfærapokanum mínum á meðan ég var inni á Esso-stöð- Mathias Mjölhus, kristniboði í Tanzaníu, í faðmi fjölskyldunnar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1992 41

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.