Morgunblaðið - 14.01.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 14.01.2001, Síða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRN Lyfjafræðingafélags Ís- lands telur að afgreiðslumáti s- merktra lyfja og breytingar, sem urðu á reglugerð um þau um ára- mótin, leiði í senn til þess að mögu- leikar sjálfstætt starfandi sérfræð- inga til útgáfu lyfseðla séu skertir og til mismunandi stöðu íbúa á höfuð- borgarsvæðinu og landsbyggðinni þar sem íbúar hafa minni aðgang að sjúkrahúsunum. Finnbogi Rútur Hálfdanarson, formaður félagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að með gildandi reglum væri verið að taka lyf, sem apótekin hafa selt til þessa, og færa sjúkrahúsunum einkarétt á dreif- ingu þeirra. Í stað þess að Trygg- ingastofnun ríkisins greiði fyrir lyf- in, eins og áður, sé kostnaðinum nú mætt með fjárveitingu til spítalanna. Í ályktun stjórnar Félags lyfja- fræðinga segir að hún styðji heils- hugar viðleitni til að stuðla að mark- vissri lyfjanotkun. „Sú stefna hefur lengi verið ríkjandi að lyfjadreifing utan sjúkra- húsa skuli rekin af einstaklingum en ekki opinberum aðilum. Mjög ákveð- in spor voru stigin með nýjum lyfja- lögum, sem sett voru 1994, í þá átt að auka frjálsræði í lyfjadreifing- unni og um leið vægi markaðslög- mála innan hennar.“ „Það er skoðun okkar að aðgerðir stjórnvalda, sem gefa ríkisreknum sjúkrahúsum vald til að ákveða alla meðferð ýmissa lyfja, séu spor aftur á bak til miðstýringar og aukins rík- isrekstrar,“ segir í ályktuninni. „Þannig rýrir þetta möguleika lækna sem starfa á einkareknum stofum til að ávísa lyfjum. Þetta leið- ir einnig til mismununar milli lands- byggðar og höfuðborgarsvæðis þar sem íbúar hafa greiðari aðgang að sjúkrahúsunum. Í ljósi þeirrar eðl- isbreytingar sem verður á tilhögun á greiðsluþátttöku Tryggingastofnun- ar ríkisins, í þeim lyfjum sem um ræðir, er einnig rétt að varpa fram þeirri spurningu hvernig afgreiðsla þessara lyfja fer fram ef fjárveiting sjúkrahúss þrýtur og hver er réttur þeirra sjúklinga er þetta snertir.“ Stjórnin beinir því til stjórnvalda að ákvæði 8. gr. lyfjalaga verði virt og eingöngu þau lyf sem eru það vandmeðfarin og krefjast viðbúnað- ar og sérþekkingar, sem aðeins er til á sjúkrahúsum, verði s-merkt. Aðrar leiðir verði fundnar til að koma í veg fyrir að lagt sé út í dýra lyfjameð- ferð þegar hverfandi líkur eru á að hún gagnist sjúklingi og að þær mis- muni þá hvorki sjúklingum né öðr- um aðilum innan heilbrigðiskerfis- ins. Ógleðilyf, hormónalyf og fleira Eftir breytingar á reglugerðinni teljast ógleðilyf til krabbameins- sjúklinga og hormónalyf til kvenna sem gangast undir glasafrjóvganir, blóðmyndandi lyf, sem til þessa hafa verið afhent í apótekum, og í raun teljast flest stungulyf til s-merktra lyfja, að sögn Finnboga Rúts. Til þessa hafi lyfjameðferð ýmist hafist á sjúkrahúsum eða eftir uppá- skrift frá lækni til afgreiðslu í apó- teki. Undanþágur hafi verið veittar vegna ávísana s-merktra, þ.e. spít- alamerktra, lyfja úr apótekum en að sögn Finnboga Rúts er nú rætt um að spítalarnir geri sérstakan þjón- ustusamning við apótek um dreif- ingu lyfjanna. Lyfjafræðingar lýsa yfir áhyggjum vegna afgreiðslumáta s-merktra lyfja Skerðir einkarekstur og mismunar eftir búsetu AÐ MATI Flóabandalagsins virðast nýgerðir kjarasamningar kennara, við fyrstu skoðun, hafa rofið þann ramma sem settur var um samninga á almennum vinnumarkaði. Banda- lagið gerir þá kröfu til samningsaðila að öll gögn um þessa samninga verði lögð fram jafnframt því að kostnað- armat samninganna verði kynnt. Í kjarasamningi Flóabandalagsins er ákvæði um að verði verðbólga marktækt meiri í febrúar en hún var þegar kjarasamningurinn var gerð- ur eða að kostnaðarmat einstakra samninga sýni meiri hækkanir en í samningi Flóabandalagsins sé hægt að semja um leiðréttingu eða segja launalið samninganna upp að öðrum kosti. Í ályktun frá Flóabandalaginu segir að þetta opnunarákvæði hafi verið sett inn í samninginn til þess að tryggja að þeir sem séu á lægstu laununum verði ekki skildir eftir þegar aðrir hópar semja um launa- hækkanir eins og oft hafi gerst. „Nýgerðir samningar kennara virðast við fyrstu skoðun hafa rofið þann ramma sem settur var um samninga á almennum vinnumark- aði. Ekki liggur fyrir kostnaðarmat, hvorki af hálfu kennara, ríkisvalds eða Reykjavíkurborgar. Það er væg- ast sagt tortryggilegt. Ekki síst í ljósi þess að aðrir samningar við þessa sömu aðila hafa allir verið kostnaðarmetnir á lokastigi samn- inga. Sú fullyrðing, að framhalds- skólakennarar hafi staðið í tveggja mánaða verkfalli og ekki samið um annað en þeim stóð til boða við upp- haf deilunnar, er engan veginn trú- verðug. Flóabandalagið gerir þá kröfu til samningsaðila að öll gögn um þessa samninga verði lögð fram jafnframt því að kostnaðarmat samninganna verði kynnt. Það stendur beint upp á ríkið að sanna að þeir hafi ekki rofið þann kostnaðarramma sem þeir bera ábyrgð á gagnvart almenna vinnumarkaðnum. Á meðan upplýsingar eru ekki lagðar fram sem sanna að samningar kennara eru innan þess ramma sem samið var um í samningi Flóabanda- lagsins verður að telja yfirgnæfandi líkur á að launalið samninganna frá sl. vori verði sagt upp,“ segir í álykt- uninni. ASÍ boðar formannafund um samningsforsendur Alþýðusamband Íslands hefur boðað til fomannaráðstefnu 23. janú- ar nk. Verður þar farið yfir forsend- ur kjarasamninga ASÍ-félaganna sem gerðir voru í vor og staðan met- in. Á fundinum mun hagdeild ASÍ leggja fram upplýsingar um stöðuna og hvaða þættir geti stefnt samn- ingsmarkmiðum í hættu, jafnframt því sem bent verði á leiðir til að treysta markmið samninganna í sessi. Í fundarboði er lögð áhersla á að ASÍ-félögin verði samstíga í öllum aðgerðum sínum. „Reynist samn- ingsmarkmið í uppnámi geta félög og sambönd einbeitt sér að því í sam- einingu að knýja á um nauðsynlegar úrbætur á þeim sviðum sem helst koma launafólki að gagni. Gengi slíkt ekki gæti reynt á uppsagnarákvæði og þá er enn ríkari þörf á samstöðu,“ segir í fundarboði. Flóabandalagið krefst upplýsinga um kostnað við samninga kennara Yfirgnæfandi lík- ur á að launalið verði sagt upp SÍÐUSTU Sankti Jósefssysturnar, sem starfað hafa að hjúkrunar- og líknarmálum á landinu í áratugi, halda af landi brott eftir helgina. Aðeins þrjár voru eftir nú undir það síðasta og ákvað regla þeirra fyrir nokkru að verkefnum þeirra væri lokið hérlendis. Halda þær til Kaupmannahafnar og dvelja á elliheimili þar. Í gærmorgun var þeim boðið í morgunkaffi á Landakotsspítala ásamt sam- starfsfólki. Þar tók systir Emm- anuelle við gjöf hjá Magnúsi Pét- urssyni, forstjóra Landspítala – háskólasjúkrahúss. Morgunblaðið/Þorkell Systir Emmanuelle tekur við gjöfinni hjá Magnúsi Péturssyni. Við borðið sitja systir Hendrika (lengst til vinstri) og Ansgarína, príorinna frá Danmörku. Þriðja nunnan, systir Eugenía, gat ekki verið viðstödd athöfnina. St. Jósefssystur kvaddar  Jósefssystur/B6 HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn á þrítugs- aldri í fimm mánaða fangelsi fyrir smygl á tæplega 1½ kg af hassi til landsins. Fjórir mánuðir af refsing- unni eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Pétur Guðgeirsson héraðsdóm- ari kvað upp dóminn. Mennirnir voru handteknir af toll- gæslunni á Keflavíkurflugvelli 24. apríl sl. en þeir voru þá að koma frá Kaupmannahöfn. Báðir voru þeir í þykkbotna skóm og við athugun á skónum fundu tollverðir hassið falið í skósólunum. Mennirnir hafa frá upphafi játað að hafa keypt efnið í Kaupmanna- höfn og flutt það til landsins. Þeir neituðu því hins vegar að þeir hefðu staðið saman að innflutningnum og kváðust ekki bera refsiábyrgð á meiru en því efni sem fannst í skóm hvors um sig. Lífið snerist um að útvega hass Annar ákærðu bar fyrir dómi að hann hafi verið búinn að reykja hass í 8 ár og allt líf hans hafi verið farið að snúast um það að útvega sér hass. Þeir hafi síðan farið að ræða þetta og hvernig væri hægt að útvega hassið á lægra verði. Hann hafi þá fengið þá hugmynd að flytja efnið inn í skóm og þeir ákveðið að kanna hvort slíkt væri möguleiki. Hinn tók undir þetta og sagðist hafa verið orðinn þreyttur á því „veseni“ sem fylgdi því að kaupa hass hér á landi. Um mánuði síðar fóru þeir til Kaupmannahafnar í því skyni að kaupa efnið og flytja það hingað til lands. Þeir ferðuðust þó ekki saman út, annar þeirra fór með sambýlis- konu sinni sem mun ekki hafa vitað hvað til stóð. Þegar þeir komu til Kaupmanna- hafnar fóru þeir saman í fríríkið Kristjaníu, hvor um sig með andvirði ríflega 200.000 íslenskra króna. Upphæðina lögðu þeir saman til að komast að hagstæðari kjörum við kaupin. Þeir fóru að því búnu á hót- elherbergi annars þeirra og komu hassinu fyrir í skósólunum. Mennirnir sögðu báðir fyrir dómi að hefði annar þeirra komist með efnið til landsins en hinn ekki, hefði sá ekki átt rétt á hlut í efni hins. Eins og áður hefur komið fram sögðust mennirnir ekki hafa staðið saman að innflutningnum á efnunum. Héraðs- dómur taldi hins vegar að rækilegar sannanir hefðu komið fram fyrir því. Auk refsingar voru þeir dæmdir til að greiða málsvarnarlaun, 120.000 krónur hvor, og annan sakarkostnað. Hvorugur hafði áður hlotið dóm. Báðir sögðust þeir nú vera hættir hassneyslu. Dæmdir fyrir innflutning á 1½ kg af hassi Komu hassinu fyrir í skósólum sínum Áfram er spáð mjög hvössu veðri um vestanvert landið. Í gær gaf Veðurstofan út stormviðvörun en hún er gefin þegar von er á að vind- ur verði meiri en 20 m/s. Á mánu- dag er einnig spáð hvössu veðri og skúrum. Áfram hvasst í veðri Morgunblaðið/Þorkell TÆKNIMENN frá Rann- sóknarlögreglunni í Reykjavík og rannsóknarlögreglumenn frá Ríkislögreglustjóra eru komnir lögreglunni á Höfn í Hornafirði til aðstoðar við rannsókn íkveikjunnar á Hval- nesi í Lónssveit á föstudags- morgun. Tuggugu og fimm ára mað- ur, sem handtekinn var í sveit- inni eftir að bíll hans hafði lent út af vegi skammt frá Hval- nesi, er enn í haldi lögreglu vegna málsins. Að sögn lögreglu á Höfn hafði ekki verið tekin ákvörðun um hvort óskað verður eftir gæsluvarðhaldi yfir mannin- um, þegar blaðið fór í prentun. Maðurinn hefur tvívegis áður verið dæmdur fyrir íkveikjur. Aðstoð frá Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.