Morgunblaðið - 14.01.2001, Side 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hurðaskellir ársins.
Styrkir frá SAMIK
Samvinna í
ferðaþjónustu
UM þessar mundir erverið að auglýsastyrki frá SAMIK
til verkefna á sviði ferða-
mála sem snerta Ísland og
Grænland. Birgir Þorgils-
son er í stjórn SAMIK,
hann var spurður hvað
þarna væri á ferðinni, nán-
ar til tekið?
„Fyrsti samningurinn
um þetta samstarf tók gildi
1. janúar 1994 og hefur síð-
an verið framlengdur tvisv-
ar og gildir nú til ársloka
2001.
Lögð er til árlega ein
milljón danskra króna bæði
frá Íslandi og Grænlandi og
er markmiðið að styrkja
menntun á sviði ferðaþjón-
ustu í víðtækum skilningi,
skipulagningu heimsókna
ferðamanna til beggja landa,
styrkir eru veittir til allskonar
menningarstofnana sem tengjast
ferðaþjónustu til að auka vina-
bæjatengsl og loks er takmarkið
sameiginleg alþjóðleg markaðs-
setning ferðaþjónustu beggja land-
anna. Styrkirnir geta numið allt frá
helmingi af kostnaði við viðkom-
andi verkefni og allt upp í 100% ef
um námsdvöl er að ræða, t.d. ef
Grænlendingar vilja koma hingað
til náms í ferðaþjónustu eða öfugt.“
– Hvaða verkefni hafa verið
styrkt?
„Á síðastliðnu ári var t.d. ákveð-
ið að SAMIK kostaði íslenskan
golfarkitekt, Hannes Þorsteinsson,
til að fara til Suður-Grænlands til
þess að teikna þrjá golfvelli þar, þá
höfum við stutt menningarviðburði
í Norræna húsinu í Nuuk, húsið
heitir Katuaq. Einnig höfum við
séð um að styrkja ferðir ferðaskrif-
stofumanna frá Íslandi til Græn-
lands. Við höfum greitt fyrir sund-
námskeið fyrir börn frá Aust-
ur-Grænlandi og styrkt starfsemi
Eiríksstaðanefndar við uppbygg-
ingu að Eiríksstöðum í Dölum. Þá
höfum við styrkt Grænlandskynn-
ingar Grænlandsvinafélagsins hér
í Reykjavík, það félag heitir Kal-
ak.“
– Er ferðaþjónusta vaxandi í
Grænlandi?
„Já en hún á samt undir högg að
sækja, einkum í Suður-Grænlandi
en þangað hafa flugferðir frá Ís-
landi verið lagðar niður. Þetta ger-
ist á sama tíma og miklum fjár-
munum hefur verið eytt í
auglýsingaskyni til að kynna ferðir
norrænna manna frá Íslandi og
Grænlandi til Vesturheims. Það
hefði verið vel þegið að fá hluta af
þessum fjármunum til að tryggja
samgöngur á milli Íslands og
fornra Íslendingabyggða á Græn-
landi.“
– Er þá illmögulegt að komast
héðan til þessara staða?
„Menn verða að fara annaðhvort
um Kaupmannahöfn eða Nuuk á
vesturströnd Grænlands, hvort
tveggja lengir ferðina um meira en
helming.“
– Hver var aðdragandinn að
samstarfinu í SAMIK?
„Það hófst með við-
ræðum samgönguráð-
herra beggja landanna,
þá var Halldór Blöndal
samgönguráðherra Ís-
lands. Hann hafði alltaf
ákaflega mikinn áhuga
á að styrkja samvinnu og samstarf
milli Íslands og Grænlands. Samn-
ingurinn um SAMIK var undirrit-
aður haustið 1993 af Halldóri Blön-
dal af Íslands hálfu. Skömmu
seinna skrifaði hann einnig undir
samning um samstarf Íslands og
Færeyja í ferðamálum.“
– Koma Grænlendingar mikið til
Íslands?
„Nei, ekki er nú hægt að segja
að það hafi verið stór hópur – fer
þó heldur vaxandi. Allt samstarf
milli landanna byggist á því að fyr-
ir hendi séu reglubundnar sam-
göngur í lofti.“
– Hvenær var samgöngum við
suðurströndina hætt?
„Þeim lauk á sl. hausti og ástæð-
an mun vera léleg fjárhagsleg
staða þeirra sem flugið hafa stund-
að. Nú hafa Grænlendingar ákveð-
ið að styrkja flugsamgöngur milli
Íslands og Austur-Grænlands í
Kúlusuk, en það leysir ekki þann
vanda sem við er að glíma varðandi
samgöngur milli Íslands og Suður-
Grænlands.“
– Hafa margir sýnt námi í ferða-
þjónustu hér áhuga?
„Nei, það hafa ekki margir sótt í
það, tungumálið veldur þar vissum
erfiðleikum. Hins vegar hafa
Grænlendingar sótt hingað nám í
landbúnaðarfræðum í nokkuð
langan tíma.“
– Hafa Danir áhuga á þessu
samstarfi?
„Þeir hafa ekki sýnt neinn sér-
stakan áhuga.“
– Hefur þetta samstarf vakið
áhuga Íslendinga á ferðum til
Grænlands?
„Það er mjög þýðingarmikið fyr-
ir íslenska ferðaþjónstu að geta
jafnframt ferðum til Ís-
lands boðið upp á ferðir
til Grænlands. Það gæti
aukið áhuga á Íslands-
ferðum erlendis.“
– Hvað er að sækja til
Grænlands?
„Náttúra Grænlands er að sumu
leyti lík náttúru okkar en þó í
mörgu tilliti mun stórbrotnari.
Veiði í Grænlandi, bæði í sjó, ám og
vötnum er mjög góð og í þriðja lagi
eru fornar minjar um Íslendinga-
byggðir forvitnilegar fyrir Íslend-
inga nútímans. Grænlendingar
taka ákaflega vel á móti gestum
sínum.
Birgir Þorgilsson
Birgir Þorgilsson fæddist á
Hvanneyri í Borgarfirði 10. júlí
1927. Hann lauk prófi frá Hér-
aðsskólanum í Reykholti 1941
og prófi frá Samvinnuskólanum
1945. Hann fór síðan á íþrótta-
kennaraskóla í Danmörku og
lauk þaðan íþróttakennaraprófi.
Hann starfaði hjá Flugfélagi Ís-
lands, var svæðisstjóri í Dan-
mörku og Þýskalandi í 11 ár og
sölustjóri í farþegadeild hér.
Ferðamálastjóri varð hann árið
1981 og formaður Ferða-
málaráðs frá 1990 til 1997.
Birgir er kvæntur Ragnheiði
Gröndal fyrrum skrifstofustjóra
á gjörgæsludeild Landspítala.
Þau eiga eina dóttur og Birgir á
tvær dætur frá fyrra hjóna-
bandi.
Ekkert flug
frá Íslandi
til Suður-
Grænlands
FORSTJÓRAR Olís og Olíufélags-
ins hf. telja að það verklag sem
olíufélögin hafa fylgt hér á landi,
að endurskoða eldsneytisverð einu
sinni í mánuði, sé ekki úrelt eins og
Kristinn Björnsson, forstjóri Skelj-
ungs, hélt fram í Morgunblaðinu á
fimmtudag.
Einar Benediktsson, forstjóri Ol-
ís, sagði í samtali við Morgunblaðið
að með tilliti til staðsetningar
landsins og fjarlægðar þess frá
hreinsunarstöðvum og þeirrar
staðreyndar að öll olíufélögin væru
að kaupa inn á meðalverði mánaðar
væri eðlilegast að styðjast áfram
við það verð og breyta því mán-
aðarlega, eins og gert hefði verið
fram að þessu. Hann sagði að til
langs tíma litið kæmi þetta í sama
stað niður og ef verðinu væri
breytt daglega.
Geir Magnússon, forstjóri Olíu-
félagsins, segir að daglegar breyt-
ingar á verði eigi við þar sem félög-
in eru að kaupa inn við hliðina á
birgðastöðvunum úti í Evrópu.
„Við erum bara langt í burtu og
fáum ekki það oft farma til lands-
ins að við getum verið að hringla
með verðið daglega.“
Mánaðarlegt verð
er neytendavænt
Í Morgunblaðinu sagði Kristinn
að með því að breyta verði daglega
væri verið að draga úr tortryggni
neytenda gagnvart olíufélögunum,
sem hefðu oft verið gagnrýnd fyrir
að vera fljót að hækka verð en sein
að lækka það. Varðandi þetta sagði
Einar að síðustu tvö árin hefðu
hvorki Neytendasamtökin né
Félag íslenskra bifreiðaeigenda
gert athugasemdir við verðmyndun
olíufélaganna og talið þær vera í
takt við þróun á heimsmarkaði. Þá
sagðist Einar ekki kannast við það
að Skeljungur hefði haft samráð
um þetta við Olís enda væri samráð
óheimilt samkvæmt lögum.
Geir segist ekki sammála því að
þetta myndi draga úr tortryggni
neytenda gagnvart olíufélögunum,
einhverjum gæti þótt þetta sniðugt
til að byrja með en það gæti alveg
eins endað með aukinni tortryggni
að vera stöðugt að hringla í verð-
inu.
„Okkar mat er að þetta mán-
aðarlega verð sé neytendavænt og
við teljum okkur hafa reynslu fyrir
því síðustu árin. Ég sé ekki að ol-
íufélögin muni lækka álagningu
sína við daglegar breytingar á
verðinu.“
Olís og Olíufélagið ekki sammála Skeljungi
Vilja ekki breyta elds-
neytisverði daglega