Morgunblaðið - 14.01.2001, Page 12

Morgunblaðið - 14.01.2001, Page 12
12 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ AÐ er oft skemmtilegt að skoða gamlar ljós- myndir af einstakling- um sem tekið hafa tölu- verðum breytingum í gegnum árin. Hvort sem um er að ræða myndir af vinum, fjölskyldu- meðlimum eða fólki sem er í sviðs- ljósinu er skoplegt að sjá myndir af einstaklingum sem voru eitt sinn öðruvísi en maður hefur vanist. Í þýskum stjórnmálum á þetta við um Schröder og Kohl jafnt sem Joschka Fischer. Í byrjun mánaðarins hófst í Þýskalandi umræða um fortíð. Þeir sem eru orðnir vanir því að sjá utan- ríkisráðherrann í Armani-jakkaföt- um eiga eflaust erfitt með að bera kennsl á hinn unga, síðhærða Fisch- er sem á myndaröðinni sést ásamt félögum sínum lumbra á hjálmlaus- um lögregluþjóni sem liggur í göt- unni. Þótt myndir þessar hafi verið ,,nýjung“ koma þær lítt á óvart þekki maður sögu Fischers sem er sam- tvinnuð sögu ’68 kynslóðar þýskra vinstrimanna og þróunar lýðræðis í Vestur-Þýskalandi. Dóttir hryðjuverkamanns Þótt fæstir séu þess minnugir hafði þessi myndaröð þegar birst í dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung fyrir 28 árum. Á sínum tíma vissi enginn hver Joschka Fischer var og í millitíðinni voru myndirnar farnar að safna ryki. Það var blaða- maðurinn Bettina Röhl, dóttir hryðjuverkamannsins Ulrike Mein- hof, sem gróf fram myndaröðina í fréttasafni þýska ríkissjónvarpsins (ARD) þegar hún var að safna efni í bók um sögu móður sinnar og vinstri-hreyfingarinnar í Þýska sambandslýðveldinu. Allt bendir til þess að bókin verði loksins gefin út á þessu ári en Röhl skrifaði grein fyrir Spiegel árið 1995 sem ber yfirskrift- ina ,,Móðir okkar – ríkisóvinur nr. 1“. Röhl bjó aðeins níu ár með móður sinni sem fór í felur árið 1970 í kjöl- far vopnaðrar frelsunar Andreas Baader sem sat inni sakaður um að hafa kveikt í verslunarmiðstöð. Stuðningsmenn, Baader-Meinhof- hreyfingarinnar sendu Bettinu ásamt tvíburasystur hennar í felur til Sikileyjar þar sem stelpurnar dvöldust þar til Stefan Aust, núver- andi ritstjóri á Spiegel sótti þær og afhenti föður þeirra. Röhl var 13 ára gömul þegar móður hennar tók eigið líf í Stuttgart-Stammheim-fangels- inu 1976. Röhl seldi Stern og Bild mynda- röðina (sjá www.bettinaroehl.de) fyrir háa upphæð og birtust mynd- irnar af götubardagamanninum Joschka Fischer í byrjun ársins. Víst er að Röhl ætlar sér meira en að hagnast á sölunni og í 27 blaðsíðna opnu bréfi til forseta Þýskalands, Jo- hannesar Rau, tilkynnti Röhl að hún hygðist kæra Fischer fyrir morðtil- raun á lögreglumanni. Röhl segir að vísir að núverandi mynd almennings af Fischer hefjist ekki fyrr en 1982. Röhl er ekki ein um að vera í einka- stríði við Fischer. Hún hefur ekki viljað tjá sig um hvað liggi að baki aðgerðum hennar. Möguleg skýring er sú að Röhl ætli sér að sýna fram á að munurinn á Fischer og hryðju- verkasamtökunum Rauða herdeildin (RAF) hafi ekki verið jafn mikill og utanríkisráðherrann vill vera láta. Líklegast er þetta þó einungis leið að öðru markmiði en margir græningj- ar eru gramir í garð Fischers í kjöl- far loftárásanna á Kosovo. Sumir hafa vonast eftir afsögn Fischers vegna fortíðarvandans þótt í raun hefðu þeir viljað að afsögnin væri vegna loftárásanna sem utanríkis- ráðherrann heimilaði á Kosovo. Fischer skýrir samhengi myndanna Í viðtali sem birtist ásamt mynda- röðinni í tímaritinu Stern minnir spyrjandinn Fischer á að hann sé í dag fulltrúi þess kerfis sem hann réðst á með herskáum hætti á sínum tíma. Hann er síðan beðinn um að út- skýra þessa umbreytingu. Þótt myndirnar geti ekki talist nógu skýr- ar til að geta talist ótvíræð sönnun þess að Fischer sé einn árásarmann- anna hefur hann viðurkennt að lík- legast sé þetta hann á myndinni. Ut- anríkisráðherrann hefur ekki reynt að réttlæta verknaðinn en segir myndirnar þó einungis skiljanlegar í víðara samhengi þess tíma, ofbeldið hafi verið hluti af sögulegum átök- um. Hann segir þetta hafa verið tíma Víetnam-stríðsins, hægri öfgamaður hafi reynt að myrða stúdentaleiðtog- ann Rudi Dutschke, öll umræða um fortíð nasismans hafi verið bæld nið- ur og sett hafi verið neyðarlög sem áttu að ógilda ákveðin grunnréttindi ef upp kæmi ,,spenna“ í þjóðfélaginu. Fischer segir að á þeim tímapunkti þegar myndirnar eru teknar hafi hann og félagar hans verið á flótta eftir mótmæli í Bornheim gegn hækkun innan samgöngukerfisins. Lögreglan, vopnuð kylfum, hafi leyst mótmælin upp með harkalegum hætti og elt mótmælendur. Fischer segir myndirnar sýna fyrsta skiptið sem hann hljóp ekki undan heldur sneri við og hljóp á móti lögreglu- þjóni. Hann hefur viðurkennt að átök hans við lögregluna hafi ekki alltaf verið sjálfsvörn og að hann hafi brotið af sér. Fyrrverandi yfirmaður lögregl- unnar hafði áður látið þá skoðun í ljós að lögreglan hefði á þessum tíma gripið til óþarflega harkalegra að- gerða. Á 8. áratugnum beittu vestur- þýsk yfirvöld á köflum valdi í nafni laga, reglu og landsfriðar sem fór út fyrir réttlætanleg mörk. Unnið var markvisst að því að grafa undan rétt- inum til að mótmæla. Lögreglan hef- ur eflaust átt sinn þátt í að ögra mót- mælendum og ekki er víst að kylfuhögg sumra lögregluþjóna hafi verið nauðsynleg. Lögreglan réðst oft á einstaklinga en sjaldnast á hópa sem voru tilbúnir að verja sig. Fisch- er segir að hann og félagar hans hafi stundað hústökur og varist þegar ryðja átti húsin. Hann hefur viður- kennt að hafa verið lykilmaður í hreyfingu ,,hinna hiklausu“ (Spont- is). Fischer segir að menn hafi byrj- að að vernda sig skipulega í kjölfar þess að lögreglan hafi lumbrað á þeim. Eftir að myndaröðin birtist lét lögregluþjónninn sem varð fyrir bar- smíðum Fischers og félaga, Rainer Marx, frá sér heyra. Hann sagðist ekki vera reiður út í Fischer og að af- rek utanríkisráðherrans bæti upp ,,ódæðisverk æskuáranna, sem allir hafi í farteskinu“. Marx sagði per- sónulega afsökun Fischers viðeig- andi hafi hann verið að verki. Fisch- er var fljótur að biðja lögreglu- þjóninn afsökunar og mun utanríkisráðherrann hitta Marx í næstu viku. Lögregluþjónn í lífshættu eftir bensínsprengju Önnur mótmæli árið 1976 höfðu þó afdrifaríkari afleiðingar. Í kjölfar skyndilegs andláts Ulrike Meinhof sem var í varðhaldi í öryggisálmu Stammheim-fangelsisins töldu vinstrimenn að hún hafi verið myrt og var efnt til mótmæla. Bensín- sprengja lenti á lögreglubíl sem varð til þess að lögregluþjónn særðist lífs- hættulega vegna bruna. Fischer seg- ist ekki hafa séð bifreiðina sem stóð í loga og þeim hafi brugðið illa þegar þeir fréttu af atburðinum. Hann seg- ist aldrei hafa hent bensínsprengju á lögreglumann. Fischer var handtek- inn daginn eftir ásamt fjórum öðrum sem grunaðir voru um verknaðinn en losnaði úr haldi tveimur sólarhring- um síðar. Þetta mál er ekki nýtt af nálinni og hefur þegar verið notað gegn Fischer í kosningabaráttu 1998. Annað mál sem hefur verið í umræðunni gegn Fischer er árás mótmælenda á spænska sendiráðið í september árið 1975. Fischer segir árásina hafa verið skyndiákvörðun en lýsing úr lögregluskýrslum bend- ir til þess að þetta hafi verið skipu- lögð aðgerð. Fischer, sem í áratug hafði stefnt að því að bylta kerfinu, segist hafa sagt skilið við götubardaga 1977 og gerst lýðræðislegur endurbótasinni þegar honum varð ljóst að þeir voru sjálfir farnir að sýna einkenni sem þeir höfðu ætlað sér að berjast gegn. Ár þetta hefur verið nefnt ,,þýska haustið“ en þá myrtu meðlimir RAF Hans-Martin Schleyer, forseta sam- taka vestur-þýskra atvinnuveitanda. Fischer segir að hann og félagar hans hafi unnið gegn því að menn færu yfir til RAF og hvatt menn til að láta sér nægja að kasta steinum. Í hugum þeirra vinstrimanna sem voru vanir að tala um ,,svínskerfið“ var Fischer nú orðinn ,,frjálslynt svín“. Fischer sagði í viðtalinu við Stern að án fortíðar sinnar væri hann annar maður og að honum lík- aði ekki við þá tilhugsun. Réttarhöld yfir Opec-hryðjuverkamanni Áður en Fischer ákvað að veita Stern viðtal hafði það spurst til utan- ríkisráðuneytisins að Spiegel hygð- ist birta ítarlega grein um herskáa fortíð Fischers skömmu áður en ut- anríkisráðherrann bæri vitni í máli hryðjuverkamannsins Hans-Joach- im Klein. Talið er að tímaritið hafi unnið að rannsókn á fortíð Fischers í hálft ár en þurft að flýta fréttinni í kjölfar þess að Fischer veitti Stern viðtal. Klein var áður í sömu hreyfingu og Fischer og er með honum á myndunum sem sýna þá lumbra á lögregluþjóninum Marx árið 1973. Vinur Fischers, Daniel Cohn-Bendit (utanríkisráðherrann nefnir hann enn ,,Danny“), sem er þingmaður franskra græningja á Evrópuþing- inu, hefur þegar borið vitni í máli Kleins. Ólíkt Klein tóku Fischer og Cohn-Bendit á einhverjum tíma- punkti þá ákvörðun að takmarka sig við pólitísk átök án ofbeldis. Fischer segir að Klein stæði ekki fyrir rétti nú ef hann hefði verið áfram í þeirra röðum. Árið 1975 lét hryðjuverka- maðurinn Klein til skarar skríða á Opec-ráðstefnu í Vínarborg. Fischer komst í sviðsljósið í maí- mánuði 1981 þegar viðskiptaráð- herra Hessen, Heinz Herbert Karry, var myrtur. Fischer var grunaður um að hafa lánað Klein bílinn sem flutti morðvopnið en málið var þó aldrei upplýst. Fischer verður vitni í réttarhöldunum yfir Klein hinn 16. janúar. Hann segir það ekki óþægi- legt að þurfa að bera vitni gegn fyrr- verandi förunauti þar sem þetta sé hluti af sögu hans. Hann segir úti- lokað að skilja persónuna Fischer án þess að skoða þær breytingar sem hafi átt sér stað í lífi hans. Frjálslyndir skilningsríkir Þótt saga Fischers sé samtvinnuð ofbeldi 8. áratugarins hafa frjáls- lyndir lýðræðissinnar sýnt fortíð ut- anríkisráðherrans mikinn skilning. Þeir telja það til marks um styrk lýð- ræðisins þegar kerfinu tekst að inn- lima gagnrýnar og jafnvel herskáar hreyfingar. Kerfið innlimaði ekki bara Fischer heldur Græningja sem slíka. Þeir segja Fischer hafa lagað sig að kerfinu, að fyrrverandi and- stæðingur kerfisins hafi tileinkað sér gildi hinnar lýðræðislegu stjórnar- skrár. Auk þess hafa erlend dagblöð á borð við Politiken og Guardian sýnt fortíð Fischers mikinn skilning. Stjórnarflokkarnir fagna því hvað Fischer er opinskár og Schröder hef- ur stutt við bakið á utanríkisráðherr- anum og bent á að hann hafi aldrei leynt fortíð sinni. Íhaldssöm dagblöð hafa ekki gagnrýnt fortíð Fischers að ráði og forustumenn CDU/CSU virðast aðeins gagnrýna skyldunnar vegna. Einstaka menn hafa krafist þess að Fischer segi af sér þar sem óviðeigandi sé að utanríkisráðherra Þýska sambandslýðveldisins eigi sér herskáa fortíð. Varaformaður CDU, Jürgen Rüttgers, lagði hina herskáu fortíð Fischers að jöfnu við hægri öfga- menn samtímans. Hann sagði Fisch- er torvelda baráttu ríkisstjórnarinn- ar gegn ofbeldishneigðum nýnas- istum. Fischer segir þennan samanburð fáránlegan og að helsti munurinn sé sá að hann hafi aldrei beitt þá sem minna mega sín ofbeldi. Fischer er vel liðinn af mörgum þingmönnum CDU/CSU sem vinna á sviði Evrópu- og utanríkismála. Hann er ekki bara vel liðinn af stjórnarandstæðingum heldur er hann vinsælasti stjórnmálamaður Þýskalands. Einhverjir æsa sig yfir herskárri fortíð hans, aðrir harma það hvað hann er orðinn ógagnrýn- inn hluti af kerfinu. En Fischer er ekki vinsælasti stjórnmálamaður Þýskalands þrátt fyrir ævisögu sína heldur einmitt vegna hennar. Hann virðist því vera ,,ameríski draumur- inn“ í þýskum stjórnmálum: Maður sem hóf feril sinn í götuátökum við lögregluna og endaði sem utanrík- isráðherra í Armani-jakkafötum. Á meðan ekki koma fram nýjar upplýs- ingar um bensínsprengjur eða horfin skjöl virðist sem umræða þessi muni ekki verða til að draga úr vinsældum utanríkisráðherrans sem er álitinn fyrirmyndar fulltrúi kerfisins. Fortíð Joschka Fischer til umræðu í Þýskalandi Frá götubardögum í ráðherrastól AP Fischer-málið hefur vakið mikla athygli í þýskum fjölmiðlum. AP Joschka Fischer, eitt sinn róttækur vinstrimaður, nú virðulegur utanríkisráðherra. Joschka Fischer, sem nú gegnir embætti utanríkisráðherra Þýskalands, var á árum áður herskár vinstrimaður sem átti í götu- bardögum við lögreglu. Davíð Kristinsson, fréttaritari í Berlín, rekur hvernig myndir af Fischer í slagsmálum við lögreglumann hafa vakið umræðu um fortíð hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.